Lífið

Nýr Bourne á leiðinni

Edward Norton er orðaður við illmenni í fjórðu myndinni í Bourne-seríunni, The Bourne Legacy.
Edward Norton er orðaður við illmenni í fjórðu myndinni í Bourne-seríunni, The Bourne Legacy.
Leikarinn Edward Norton er orðaður við hlutverk illmennis í myndinni The Bourne Legacy. Norton er með myndir á borð við American History X og The Fight Club á ferilskránni og því alls ekki óvanur að bregða sér í hlutverk illmennis.

The Bourne Legacy er fjórða myndin í Bourne-seríunni en sú fyrsta sem skartar ekki Matt Damon í hlutverki Jason Bourne. Í þetta sinn er það leikarinn Jeremy Renner sem fer með aðalhlutverkið með leikkonuna Rachel Weisz sér við hlið. Myndin fer í tökur með haustinu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.