Skinner kveður The Streets 6. janúar 2011 15:30 Mike Skinner er maðurinn á bak við The Streets, sem gefur út sína fimmtu og síðustu plötu í næsta mánuði. nordicphotos/getty Fimmta og síðasta plata The Streets, Computers and Blues, er væntanleg í næsta mánuði. Forsprakkinn Mike Skinner er orðinn þreyttur á bandinu og vill feta nýjar slóðir í lífinu. Mike Skinner, maðurinn á bak við The Streets, hefur lýst því yfir að næsta plata sveitarinnar, Computers and Blues, verði sú síðasta. Hún kemur út í næsta mánuði og verður sú fimmta sem The Streets gerir fyrir útgáfufyrirtækið Warner. Þrátt fyrir miklar vinsældir undanfarin tíu ár er Skinner búinn að fá nóg og ætlar að snúa sér að öðrum verkefnum. „Ég hef verið að þessu í tíu ár og hef reynt að gera eitthvað alveg nýtt á hverri plötu. Sumar hafa fengið frábærar viðtökur en aðrar ekki og núna er ég uppiskroppa með efni,“ sagði Skinner í viðtali við breska sunnudagsblaðið The Observer og bætti því við að þetta væri síðasta stóra viðtalið sem hann myndi gefa. Hinn 32 ára Skinner sló í gegn með fyrstu plötu sinni Original Pirate Material árið 2002. Þar blés hann ferskum vindum inn í hiphop-heiminn með öðruvísi, sér-breskum hljómi þar sem hann söng á skondinn hátt um líf sitt á götum ensku borgarinnar Birmingham. Biðraðir eftir kebab-skyndibita, grasreykingar og kvennafar komu meðal annars við sögu. „Ég get ekki notfært mér dramatíkina í kringum morð og ofbeldi eins og rappið gerir. Þess vegna reyni ég að búa til eitthvað dramatískt úr engu,“ sagði Skinner um textagerð sína. Önnur plata The Streets, A Grand Don’t Come for Free, hlaut einnig góðar viðtökur og sér í lagi smáskífulagið Dry Your Eyes. Platan fór á toppinn í Bretlandi, rétt eins og sú næsta, The Hardest Way to Make an Easy Living. Síðasta plata The Streets, Everything Is Borrowed, náði á hinn bóginn aðeins sjöunda sætinu í Bretlandi, þó svo að viðtökur gagnrýnenda hafi verið fremur jákvæðar. Núna er svo komið að Skinner vill breyta til, leggja The Streets á hilluna og gera eitthvað allt annað. „Ég hef ekki áhuga á The Streets lengur. Ég hefði átt að breyta til fyrir löngu,“ sagði hann og bætti við að með nýju plötunni væri hann að kveðja fyrirtækið Warner. „Ég skrifaði undir fimm platna samning. Það hefði verið asnalegt að hætta með The Streets eftir fjórðu plötuna og gera síðan eina í viðbót bara til að uppfylla samninginn.“ Computers and Blues þykir á meðal hans bestu verka og lítur því allt út fyrir að The Streets muni hverfa af sjónarsviðinu með stæl en um leið mikilli eftirsjá tónlistaráhugamanna. freyr@frettabladid.is Mest lesið „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Lífið Ástin kviknaði á Kaffibarnum Lífið Tískan við þingsetningu: Þjóðlegur þriðjudagur Tíska og hönnun Heitustu trendin í haust Lífið Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Lífið Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Lífið Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Lífið Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Lífið Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Lífið Rokkar pils sem bol og snýr flíkum öfugt Tíska og hönnun Fleiri fréttir Seldi íbúðina og setti allt í Bitcoin „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Ástin kviknaði á Kaffibarnum Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Heitustu trendin í haust „Ég elskaði þig í fyrra lífi, ég elska þig í þessu lífi og mun finna þig í næsta“ Sjarmerandi Vesturbæjarperla með sjávarútsýni Óvíst hvort Ísland verði með í Eurovision Guðrún Sørtveit og Steinar „loksins“ trúlofuð Skringilega stór kaffibolli: „Ég verð aldrei aftur hreinn“ Brúðarbíllinn gömul dráttarvél frá langafa Stjörnulífið: „Skemmtilegasta kvöld lífs míns“ Rick Davies í Supertramp er látinn Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Kynlífsstellingar sem kveikja í kofanum Virkilega sláandi lífsreynsla að koma til Grindavíkur Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Slóvenar draga sig úr Eurovision ef Ísraelar verða með Myndaveisla: Líf og fjör á Ljósanótt Vill brúa bilið milli almennings og réttarkerfisins Krakkatían: Eurovision, skíðasvæði og portúgalska Pamela slær á sögusagnirnar Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Nýupptekið grænmeti á Flúðum í dag og opnar garðyrkjustöðvar Haustbingó í beinni á sunnudag Fréttatía vikunnar: Friðlýsing, frumsýning og handtaka Sjá meira
Fimmta og síðasta plata The Streets, Computers and Blues, er væntanleg í næsta mánuði. Forsprakkinn Mike Skinner er orðinn þreyttur á bandinu og vill feta nýjar slóðir í lífinu. Mike Skinner, maðurinn á bak við The Streets, hefur lýst því yfir að næsta plata sveitarinnar, Computers and Blues, verði sú síðasta. Hún kemur út í næsta mánuði og verður sú fimmta sem The Streets gerir fyrir útgáfufyrirtækið Warner. Þrátt fyrir miklar vinsældir undanfarin tíu ár er Skinner búinn að fá nóg og ætlar að snúa sér að öðrum verkefnum. „Ég hef verið að þessu í tíu ár og hef reynt að gera eitthvað alveg nýtt á hverri plötu. Sumar hafa fengið frábærar viðtökur en aðrar ekki og núna er ég uppiskroppa með efni,“ sagði Skinner í viðtali við breska sunnudagsblaðið The Observer og bætti því við að þetta væri síðasta stóra viðtalið sem hann myndi gefa. Hinn 32 ára Skinner sló í gegn með fyrstu plötu sinni Original Pirate Material árið 2002. Þar blés hann ferskum vindum inn í hiphop-heiminn með öðruvísi, sér-breskum hljómi þar sem hann söng á skondinn hátt um líf sitt á götum ensku borgarinnar Birmingham. Biðraðir eftir kebab-skyndibita, grasreykingar og kvennafar komu meðal annars við sögu. „Ég get ekki notfært mér dramatíkina í kringum morð og ofbeldi eins og rappið gerir. Þess vegna reyni ég að búa til eitthvað dramatískt úr engu,“ sagði Skinner um textagerð sína. Önnur plata The Streets, A Grand Don’t Come for Free, hlaut einnig góðar viðtökur og sér í lagi smáskífulagið Dry Your Eyes. Platan fór á toppinn í Bretlandi, rétt eins og sú næsta, The Hardest Way to Make an Easy Living. Síðasta plata The Streets, Everything Is Borrowed, náði á hinn bóginn aðeins sjöunda sætinu í Bretlandi, þó svo að viðtökur gagnrýnenda hafi verið fremur jákvæðar. Núna er svo komið að Skinner vill breyta til, leggja The Streets á hilluna og gera eitthvað allt annað. „Ég hef ekki áhuga á The Streets lengur. Ég hefði átt að breyta til fyrir löngu,“ sagði hann og bætti við að með nýju plötunni væri hann að kveðja fyrirtækið Warner. „Ég skrifaði undir fimm platna samning. Það hefði verið asnalegt að hætta með The Streets eftir fjórðu plötuna og gera síðan eina í viðbót bara til að uppfylla samninginn.“ Computers and Blues þykir á meðal hans bestu verka og lítur því allt út fyrir að The Streets muni hverfa af sjónarsviðinu með stæl en um leið mikilli eftirsjá tónlistaráhugamanna. freyr@frettabladid.is
Mest lesið „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Lífið Ástin kviknaði á Kaffibarnum Lífið Tískan við þingsetningu: Þjóðlegur þriðjudagur Tíska og hönnun Heitustu trendin í haust Lífið Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Lífið Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Lífið Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Lífið Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Lífið Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Lífið Rokkar pils sem bol og snýr flíkum öfugt Tíska og hönnun Fleiri fréttir Seldi íbúðina og setti allt í Bitcoin „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Ástin kviknaði á Kaffibarnum Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Heitustu trendin í haust „Ég elskaði þig í fyrra lífi, ég elska þig í þessu lífi og mun finna þig í næsta“ Sjarmerandi Vesturbæjarperla með sjávarútsýni Óvíst hvort Ísland verði með í Eurovision Guðrún Sørtveit og Steinar „loksins“ trúlofuð Skringilega stór kaffibolli: „Ég verð aldrei aftur hreinn“ Brúðarbíllinn gömul dráttarvél frá langafa Stjörnulífið: „Skemmtilegasta kvöld lífs míns“ Rick Davies í Supertramp er látinn Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Kynlífsstellingar sem kveikja í kofanum Virkilega sláandi lífsreynsla að koma til Grindavíkur Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Slóvenar draga sig úr Eurovision ef Ísraelar verða með Myndaveisla: Líf og fjör á Ljósanótt Vill brúa bilið milli almennings og réttarkerfisins Krakkatían: Eurovision, skíðasvæði og portúgalska Pamela slær á sögusagnirnar Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Nýupptekið grænmeti á Flúðum í dag og opnar garðyrkjustöðvar Haustbingó í beinni á sunnudag Fréttatía vikunnar: Friðlýsing, frumsýning og handtaka Sjá meira