Sex efnilegir hvolpar undan Ellu og Nelson 15. júlí 2011 06:30 Vinir og vinnufélagar Sigmundur Bjarnason yfirtollvörður t.v. með fíkniefnahundinn Nelson og hvolpinn Pax og Haukur Örn Sigurjónsson rannsóknarlögreglumaður með tíkina Ellu og hvolpinn Clarissu. Fullorðnu hundarnir fara alltaf með sínum mönnum í vinnuna. Fréttablaðið/Vilhelm „Í kjölfar kreppunnar varð það að samkomulagi milli lögreglu og tollgæslu að prófa að rækta eigin fíkniefnahunda," segir Haukur Örn Sigurjónsson rannsóknarlögreglumaður á Suðurnesjum. Samkomulagið leiddi til þess að fíkniefnahundarnir Ella á Suðurnesjum og Nelson hjá tollgæslunni sameinuðu krafta sína með þeim afleiðingum að sjö svartir hvolpar fæddust. Fram til þessa hafa fíkniefnahundar verið fluttir að utan með milljóna tilkostnaði á hvern hund. „Það var ákveðið að láta reyna á þetta eftir að það mat sérfræðinga lá fyrir að þessir tveir hundar ættu mjög vel saman," bætir Haukur við. „Þetta virðist hafa heppnast með ágætum, því allar líkur benda til þess að allir hvolparnir, utan einn sem uppfyllir ekki strangar kröfur, verði notaðir í vinnu." Haukur hefur alfarið unnið með tíkina Ellu frá því að hún var flutt til landsins 2004. Hún kom frá ræktun í Bretlandi, en var valin af norskum hundaþjálfara, sem fór með hana til Noregs. Þar grunnþjálfaði hann hana. Haukur fór síðan út þar sem hann dvaldi í viku og kom heim með Ellu. „Hundaþjálfarinn skoðaði 82 hunda úr bresku veiðihundaræktuninni og valdi síðan einungis tvo af þeim. Annar var Ella," segir Haukur og það örlar á stolti í röddinni. Nelson á sér svipaða sögu. Hann var einnig vandlega valinn úr breskri veiðihundaræktun af hundaþjálfara, sem fór með hann til Noregs og þaðan lá leiðin til íslensku tollgæslunnar. Hvolparnir sjö komu í heiminn sumardaginn fyrsta á síðasta ári og sá dagur er Hauki nokkuð minnisstæður. „Hún var búin að eiga tvo, þegar mér sýndist hún ætla að eiga í erfiðleikum með þann næsta. Það var engan dýralækni að fá á þessum degi, svo ég setti hana út í bíl með hvolpunum og brunaði í bæinn. Við Straum gaut hún svo hvolpinum og restin kom á Dýraspítalanum í Víðidal. Svona eftir á að hyggja hef ég víst verið óþarflega áhyggjufullur." Það er mikið verk að annast fíkniefnahund. Hann þarf stöðuga þjálfun, örvun og hrós. „Ég læt tíkina synda mikið," útskýrir Haukur. „Í daglegum útivistartímum merkir hún oft á einhver tól sem hafa verið notuð til hassreykinga. Þá fær hún þennan að launum," bætir hann við og lyftir upp gulum bolta. Og þar með bindur Ella enda á viðtalið. jss@frettabladid.is Fréttir Mest lesið Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Innlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Ekið á konu á Langholtsvegi Innlent Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér Erlent Undrandi á ráðningu ráðgjafa Innlent Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu Innlent Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Innlent Skapari Call of Duty lést í bílslysi Erlent Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Innlent Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Innlent Fleiri fréttir Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Undrandi á ráðningu ráðgjafa „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Ráðist á pilt á heimleið Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Vestmannaeyingar fá að eiga Vestmannaeyjar Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Höfðu samband við dönsku herstjórnina á Grænlandi Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Glæný Maskínukönnun og jólaóveður Ársæll hringdi beint í utanríkisráðherra eftir fundinn Ósannað að fimmtán ára stúlka hafi stungið sextán ára pilt tvisvar Sameina Farice, Öryggisfjarskipti og hluta Neyðarlínunnar Gaf fingurinn á Miklubraut Birtir drög að lögum um lagareldi: Hyggst leggja niður Fiskeldissjóð Hundrað og fjörutíu milljarða bótakrafa á Samherja sé súrrealísk Skemmdir í kirkjugörðum vegna aksturs utan vegar Ólýsanlegur harmur fyrir fjölskylduna og söfnun hleypt af stokkunum „Ég hef aldrei upplifað annan eins harm“ Vill leiða lista Sjálfstæðismanna í Reykjanesbæ „Þetta hefur verið þungur tími“ Sjá meira
„Í kjölfar kreppunnar varð það að samkomulagi milli lögreglu og tollgæslu að prófa að rækta eigin fíkniefnahunda," segir Haukur Örn Sigurjónsson rannsóknarlögreglumaður á Suðurnesjum. Samkomulagið leiddi til þess að fíkniefnahundarnir Ella á Suðurnesjum og Nelson hjá tollgæslunni sameinuðu krafta sína með þeim afleiðingum að sjö svartir hvolpar fæddust. Fram til þessa hafa fíkniefnahundar verið fluttir að utan með milljóna tilkostnaði á hvern hund. „Það var ákveðið að láta reyna á þetta eftir að það mat sérfræðinga lá fyrir að þessir tveir hundar ættu mjög vel saman," bætir Haukur við. „Þetta virðist hafa heppnast með ágætum, því allar líkur benda til þess að allir hvolparnir, utan einn sem uppfyllir ekki strangar kröfur, verði notaðir í vinnu." Haukur hefur alfarið unnið með tíkina Ellu frá því að hún var flutt til landsins 2004. Hún kom frá ræktun í Bretlandi, en var valin af norskum hundaþjálfara, sem fór með hana til Noregs. Þar grunnþjálfaði hann hana. Haukur fór síðan út þar sem hann dvaldi í viku og kom heim með Ellu. „Hundaþjálfarinn skoðaði 82 hunda úr bresku veiðihundaræktuninni og valdi síðan einungis tvo af þeim. Annar var Ella," segir Haukur og það örlar á stolti í röddinni. Nelson á sér svipaða sögu. Hann var einnig vandlega valinn úr breskri veiðihundaræktun af hundaþjálfara, sem fór með hann til Noregs og þaðan lá leiðin til íslensku tollgæslunnar. Hvolparnir sjö komu í heiminn sumardaginn fyrsta á síðasta ári og sá dagur er Hauki nokkuð minnisstæður. „Hún var búin að eiga tvo, þegar mér sýndist hún ætla að eiga í erfiðleikum með þann næsta. Það var engan dýralækni að fá á þessum degi, svo ég setti hana út í bíl með hvolpunum og brunaði í bæinn. Við Straum gaut hún svo hvolpinum og restin kom á Dýraspítalanum í Víðidal. Svona eftir á að hyggja hef ég víst verið óþarflega áhyggjufullur." Það er mikið verk að annast fíkniefnahund. Hann þarf stöðuga þjálfun, örvun og hrós. „Ég læt tíkina synda mikið," útskýrir Haukur. „Í daglegum útivistartímum merkir hún oft á einhver tól sem hafa verið notuð til hassreykinga. Þá fær hún þennan að launum," bætir hann við og lyftir upp gulum bolta. Og þar með bindur Ella enda á viðtalið. jss@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Innlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Ekið á konu á Langholtsvegi Innlent Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér Erlent Undrandi á ráðningu ráðgjafa Innlent Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu Innlent Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Innlent Skapari Call of Duty lést í bílslysi Erlent Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Innlent Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Innlent Fleiri fréttir Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Undrandi á ráðningu ráðgjafa „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Ráðist á pilt á heimleið Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Vestmannaeyingar fá að eiga Vestmannaeyjar Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Höfðu samband við dönsku herstjórnina á Grænlandi Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Glæný Maskínukönnun og jólaóveður Ársæll hringdi beint í utanríkisráðherra eftir fundinn Ósannað að fimmtán ára stúlka hafi stungið sextán ára pilt tvisvar Sameina Farice, Öryggisfjarskipti og hluta Neyðarlínunnar Gaf fingurinn á Miklubraut Birtir drög að lögum um lagareldi: Hyggst leggja niður Fiskeldissjóð Hundrað og fjörutíu milljarða bótakrafa á Samherja sé súrrealísk Skemmdir í kirkjugörðum vegna aksturs utan vegar Ólýsanlegur harmur fyrir fjölskylduna og söfnun hleypt af stokkunum „Ég hef aldrei upplifað annan eins harm“ Vill leiða lista Sjálfstæðismanna í Reykjanesbæ „Þetta hefur verið þungur tími“ Sjá meira