Lífið

Fjölmenni í garðveislu

Gestgjafinn Jakob Frímann Magnússon naut sín vel.
Gestgjafinn Jakob Frímann Magnússon naut sín vel. Mynd/ÁSAOTT
Samúel Jón Samúelsson, Kristín Bergsdóttir og Jón Ólafsson brostu breitt í sólinni.
Sólin skein skært á íbúa höfuðborgarsvæðisins um helgina. Stuðmaðurinn og miðborgarstjórinn Jakob Frímann Magnússon hefði ekki getað pantað betra veður í hina árlegu garðveislu Félags tónskálda og textahöfunda.

Veislan var haldin á heimili Jakobs í Þingholtunum en færðist síðan yfir í Hljómskálagarðinn þar sem Jónas Sigurðsson og Ritvélar framtíðarinnar héldu uppi stuðinu.

Poppararnir Andri úr Leaves, Kjartan úr Ampop, Pétur Ben og Elís úr Jeff Who skemmtu sér vel á tónleikunum í Hljómskálagarðinum.
Mæðgurnar og söngkonurnar Ragnhildur Gísladóttir og Bryndís Jakobsdóttir voru sumarlegar. Gestgjafinn Jakob Frímann naut sín sömuleiðis vel með sólgleraugun á nefinu. -áp

Ellý Ármanns fjölmiðlakona og Karl Berndsen útlitsráðgjafi voru útitekin í veislunni.
Mæðgurnar Ragnhildur Gísladóttir og Bryndís Jakobsdóttir ásamt Mads Mauritz, kærasta Bryndísar.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.