Innlent

Eldheitir slökkviliðsmenn fækka fötum

Slökkviliðsmenn hjá Brunavörnum Suðurnesja hafa tekið sig til og gefið út dagatal, annað árið í röð. Í fyrra riðu þeir á vaðið og útbjuggu dagatal prýtt myndum af sér fáklæddum. Dagatalið seldist eins og heitar lummur og því var ákveðið að endurtaka leikinn.

„Að þessu sinni var ákveðið að taka allar myndir utandyra og lögðu þær 13 fyrirsætur sem prýða síður dagatalsins mikið á sig til að vel tækist. Flestir eru búnir að vera með kvef síðan en það hindrar þá ekki í því að selja dagatölin næstu daga í Nettó og Bónus,“ segir í frétt á heimasíðu Brunavarna Suðurnesja.

„Þangað geta allir sem vilja koma höndum yfir þetta sjóðheita dagatal nálgast það. Einnig er hægt nálgast það á slökkvistöðina að Hringbraut 125. Við sendum líka hvert á land sem er,“ segir ennfremur.

Slökkviliðsmenn eru að safna fyrir Heimsleikum slökkviliðs- og lögreglumanna sem fara fram í Belfast á Norður Írlandi árið 2013 og fer allur ágóði af sölu dagatalsins í ferðasjóð fyrir þeirri ferð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×