Innlent

Verð á bensíni, áfengi, tóbaki og fleiru hækkar um áramótin

Bensín, áfengi, útvarpsgjald, kolefnisgjald á eldsneyti, tóbak og fleiri liðir munu hækka um áramótin samkvæmt bandorminum, sem nú er til umræðu á Alþingi, en svo er nefnt frumvarp fjármálaráðherra um ráðstafanir í ríkisfjármálum.

Umræða um bandorminn stóð til klukkan hálf tvö í nótt að hlé var gert til klukkan hálf ellefu fyrir hádegi í dag.

Fjárlagaskrifstofa fjármálaráðuneytisins hefur reiknað út að hækkanir á sköttum og gjöldum , samkvæmt bandorminum muni hækka vísitölu neysluverðs um 0,2 prósent á næsta ári, sem aftur leiðir af sér hækkun á höfuðstól verðtryggðra lána. Þannig mun 20 milljóna húsnæðislán hækka um 40 þúsund krónur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×