Lífið

Frikki Weiss á flótta

Friðrik Weisshappel slapp vel undan flóðinu í Kaupmannahöfn, smá vatn lak inn í kjallara. Fólk úr nærliggjandi hverfum kom hins vegar á Laundromat til að þurrka föt og annað slíkt.
Friðrik Weisshappel slapp vel undan flóðinu í Kaupmannahöfn, smá vatn lak inn í kjallara. Fólk úr nærliggjandi hverfum kom hins vegar á Laundromat til að þurrka föt og annað slíkt. Mynd/Stefán
„Það kom smá í kjallarann og við vorum alveg fimm tíma að þrífa það. En sem betur fer var þetta bara hreint vatn og því fylgdu engar rottur," segir Friðrik Weisshappel, veitingamaður á The Laundromat Café í Kaupmannahöfn. Verslanir í nágrenni við veitingastaði Friðriks voru ekki alveg jafn heppnar og veitingamaðurinn aðstoðaði verslunareigendur eftir fremsta megni.

Kaupmannahöfn er á floti eftir úrhellisrigningu um helgina en Friðrik er með tvo veitingastaði í miðborginni, einn á Norðurbrú og annan á Austurbrú en þau svæði sluppu hvað best. „Vesturbrú lítur alveg skelfilega út; þar er útlitið eins og í New Orleans eftir Katrínu."

Friðrik segir rigninguna hafa verið eins og úr syndaflóði Biblíunnar, vatnsmagnið hafi verið slíkt. „Ég var að keyra heim úr matarboði og vinnukonurnar höfðu ekki við. Konan mín var alveg í taugaáfalli og mér stóð ekki á sama, þrátt fyrir að hafa upplifað ótrúlega hluti úr íslenskri veðráttu."






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.