Lífið

Bíladellan er ákveðinn genagalli

Feðgarnir Jón Vilberg og Gunnar Pálmi við tryllitækin, Corvettuna og Bensinn.
Feðgarnir Jón Vilberg og Gunnar Pálmi við tryllitækin, Corvettuna og Bensinn. Mynd/Heida.is
Áhugi á kraftmiklum farartækjum blundar í fjölskyldunni og er líklega ákveðinn genagalli," segir Gunnar Pálmi Pétursson, bifvélavirki og fyrrum torfærukappi hlæjandi. Hann er nýbúinn að kaupa sér Mercedes Benz AMG sportbíl, þann eina hérlendis með sex strokka 360 hestafla vél, og sýndi flotta takta í spyrnukeppni Bíladaga á Akureyri nýlega.

„Mig hefur lengi langað að vera á opnum bíl, það er visst frelsi sem fylgir því. Ég fann þennan á Ebay og tók skyndiákvörðun um að kaupa hann en það tók hálft ár að koma honum til landsins og ég er að læra á hann. Tókst ekki að nýta allt aflið í spyrnunni og spólaði hálfa leiðina."

Jón Vilberg, sonur Gunnars Pálma, fékk bikar á Bíladögum fyrir fegurð sinnar rauðu Chevrolet Corvettu. Hana keypti hann frá Texas þegar hann var sextán ára en þegar hún kom til landsins var hún í allt öðru ástandi en lýst var á netinu.

„Það þurfti að taka hana alla í gegn, sprauta hana, gera upp vélina, skiptinguna og fleira og ég tók ekki fyrsta rúntinn á henni fyrr en tvítugur," segir Jón Vilberg sem er bifvélavirki og sjómaður og kveðst keyra Corvettuna svona 800 kílómetra á ári. „Þetta er sparibíll."

gun@frettabladid.is






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.