Innlent

Mesta atvinnuleysið á Íslandi af öllum Norðurlöndunum

Mynd úr safni
Mynd úr safni visir/daníel
Atvinnuleysi á Íslandi mælist nú það mesta á Norðurlöndunum. Ekki er vitað til þess að slíkt hafi áður gerst

Þetta má sjá í tölum sem OECD birti í síðustu viku. Samkvæmt þeim var Ísland árið 2008 með næstminnsta atvinnuleysið af norrænu ríkjunum, 3 prósent, en í Noregi mældist það tvö og hálft prósent.

Þó atvinnuleysi ryki síðan upp á Íslandi voru þó Finnland og Svíþjóð með hlutfallslega meira atvinnuleyis á árunum 2009 og 2010, en allan tímann hefur atvinnuástandið verið best í Noregi. Þegar nýjustu tölur fyrir fjórða ársfjórðung 2010 er skoðaðar kemur hins vegar í ljós að Ísland er komið á toppinn með mesta atvinnuleysið á Norðurlöndunum, eða 8,5 prósent.

Á sama tíma mældist það 8 prósent í Finnlandi, 7,9 prósent í Svíþjóð, 7,7 prósent í Danmörku en aðeins 3,5 prósent í Noregi.

Forstjóri Vinnumálastofnunar, Gissur Pétursson, telur að það hafi ekki gerst áður, að minnsta kosti ekki í seinni tíð, að atvinnuleysi á Norðurlöndunum hafi mælst mest á Íslandi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×