Taylor kveður með stæl 2. apríl 2011 10:00 Leyndarmál Elizabeth Taylor bjó yfir leyndarmáli James Dean sem nú hefur verið afhjúpað; Dean var kynferðislega misnotaður í æsku af presti skömmu eftir andlát móður hans. nordicphotos/getty Elizabeth Taylor virðist ætla að kveðja með stæl. Hún skilur eftir sig slóð leyndarmála og auðæva og það má búast við hörðum deilum erfingja um hver hljóti allt góssið. Elizabeth Taylor andaðist á sjúkrahúsi í síðustu viku og þar með lauk merkilegum kafla í sögu Hollywood. En þótt leikkonan væri horfin á vit feðra sinna hefur hún enn talsverð áhrif út fyrir eigin gröf. Leyndarmál frægra Hollywood-stjarna, sem Liz geymdi í hjarta sínu, eru afhjúpuð. Meðal þeirra leyndarmála er saga James Dean, stórleikarans sem lést langt fyrir aldur fram. Taylor og Dean léku saman í The Giant og urðu fljótt miklir vinir enda jafnaldrar. Dean lifði hratt, elskaði hraðskreiða bíla og reykti eins og strompur. Samkvæmt vefsíðunni Huffington Post trúði Dean Taylor fyrir sínum dýpstu leyndarmálum og hann tók af henni það loforð að saga hans mætti ekki koma fram í dagsljósið fyrr en eftir daga þeirra beggja. Þegar Dean var ellefu ára missti hann móður sína og var prestur fenginn til að leiðbeina honum gegnum sorgina. Sá reyndist hins vegar vera úlfur í sauðargæru því hann misnotaði leikarann kynferðislega. „Við töluðum mikið um þetta, vöktum saman á næturnar. Þetta fylgdi honum alla tíð, held ég,“ sagði Taylor. En það eru ekki bara leyndarmál Hollywood-stjarna sem Taylor geymdi því leikkonan skildi eftir sig umtalsverð auðævi. Samkvæmt Daily Mail eru eignir hennar metnar á einn milljarð dollara og hún er þar með ein af fjórtán konum sem státað geta af því. Taylor átti glæsilegt safn skartgripa sem metnir eru á 150 milljónir dollara og þar að auki fjöldann allan af húseignum, meðal annars glæsivillu í Los Angeles sem metin er á 150 milljónir dollara. Taylor gekk kirfilega frá erfðaskránni og eignum hennar á að skipta á milli barnanna hennar fjögurra og þeirra góðgerðastofnana sem hún hefur lagt nafn sitt við. Hins vegar eru þegar risnar upp miklar deilur milli barnanna um hver eigi að erfa Taylor-veldið því það mun áfram græða peninga þrátt fyrir dauða leikkonunnar. Arden-fyrirtækið ætlar til að mynda að framleiða viðhafnarútgáfu af ilmvatni Taylor og svo má fastlega gera ráð fyrir því að varningur tengdur Taylor eigi eftir að seljast eins og heitar lummur.freyrgigja@frettabladid.is Mest lesið Jónas Sen sakaður um derring og meinfýsni Lífið Frumflutti „Hver er sá besti“ í Fíladelfíu árið 1985 Tónlist „Ekki ætlunin að særa heldur hrista aðeins upp í umræðunni“ Lífið „Allt annað að sjá einhvern sem var eins og ég“ Lífið Heillandi heimili Hönnu Stínu Lífið Glæsileg í Cannes í sérsaumaðri íslenskri hönnun Tíska og hönnun Vill Ísrael og Úkraínu úr Eurovision Lífið Hersir og Rósa greina frá kyninu Lífið Carmina Burana sem maður vill helst gleyma – hvað fór úrskeiðis í Hörpu? Gagnrýni Stóra stundin hjá þeim Rebekku og Ásgeiri Lífið Fleiri fréttir Vill Ísrael og Úkraínu úr Eurovision Stóra stundin hjá þeim Rebekku og Ásgeiri Hersir og Rósa greina frá kyninu „Allt annað að sjá einhvern sem var eins og ég“ „Ekki ætlunin að særa heldur hrista aðeins upp í umræðunni“ Heillandi heimili Hönnu Stínu Jónas Sen sakaður um derring og meinfýsni Arnar og Sigrún Heba selja glæsihús í Kópavogi Svanhildur Hólm fór holu í höggi Ástin blómstrar hjá Rósu Líf og Anahitu Væri til í fjörutíu eiginmenn og nokkra sykurpabba Biggi ekki lengur lögga Ásgeir og Hildur eiga von á stúlku Stefán Einar tók vel á því með Ísfélaginu Stjörnulífið: Bikiní dress vikunnar Ótrúlegustu atvik geta veitt innblástur Geggjaðar gellur í gæsun Grímu Thorarensen Felix kveður Eurovision Ein óvæntustu úrslit Eurovision-sögunnar Krakkatían: Eurovision, jarðskjálftar og dvergar Voru í sjötta sæti í undankeppninni Þjóðin tjáir sig: Skipbrot VÆB, söguleg núll stig og meðalgreind heimsálfa Ísland fékk stig frá þessum löndum Austurríki sigurvegari Eurovision 2025 Íslendingar á samfélagsmiðlum: „Við hljótum að vinna þetta?“ Klúróvision í kvöld: „Þetta fer svo fyrir brjóstið á okkur að við förum úr fötunum“ Vaktin: Stórsigur Austurríkis og VÆB fengu 33 stig Ísraelska söngkonan biðlar til Íslendinga á íslensku Krókódíllinn úr Happy Gilmore allur Bjarni Ara í íslensku dómnefndinni Sjá meira
Elizabeth Taylor virðist ætla að kveðja með stæl. Hún skilur eftir sig slóð leyndarmála og auðæva og það má búast við hörðum deilum erfingja um hver hljóti allt góssið. Elizabeth Taylor andaðist á sjúkrahúsi í síðustu viku og þar með lauk merkilegum kafla í sögu Hollywood. En þótt leikkonan væri horfin á vit feðra sinna hefur hún enn talsverð áhrif út fyrir eigin gröf. Leyndarmál frægra Hollywood-stjarna, sem Liz geymdi í hjarta sínu, eru afhjúpuð. Meðal þeirra leyndarmála er saga James Dean, stórleikarans sem lést langt fyrir aldur fram. Taylor og Dean léku saman í The Giant og urðu fljótt miklir vinir enda jafnaldrar. Dean lifði hratt, elskaði hraðskreiða bíla og reykti eins og strompur. Samkvæmt vefsíðunni Huffington Post trúði Dean Taylor fyrir sínum dýpstu leyndarmálum og hann tók af henni það loforð að saga hans mætti ekki koma fram í dagsljósið fyrr en eftir daga þeirra beggja. Þegar Dean var ellefu ára missti hann móður sína og var prestur fenginn til að leiðbeina honum gegnum sorgina. Sá reyndist hins vegar vera úlfur í sauðargæru því hann misnotaði leikarann kynferðislega. „Við töluðum mikið um þetta, vöktum saman á næturnar. Þetta fylgdi honum alla tíð, held ég,“ sagði Taylor. En það eru ekki bara leyndarmál Hollywood-stjarna sem Taylor geymdi því leikkonan skildi eftir sig umtalsverð auðævi. Samkvæmt Daily Mail eru eignir hennar metnar á einn milljarð dollara og hún er þar með ein af fjórtán konum sem státað geta af því. Taylor átti glæsilegt safn skartgripa sem metnir eru á 150 milljónir dollara og þar að auki fjöldann allan af húseignum, meðal annars glæsivillu í Los Angeles sem metin er á 150 milljónir dollara. Taylor gekk kirfilega frá erfðaskránni og eignum hennar á að skipta á milli barnanna hennar fjögurra og þeirra góðgerðastofnana sem hún hefur lagt nafn sitt við. Hins vegar eru þegar risnar upp miklar deilur milli barnanna um hver eigi að erfa Taylor-veldið því það mun áfram græða peninga þrátt fyrir dauða leikkonunnar. Arden-fyrirtækið ætlar til að mynda að framleiða viðhafnarútgáfu af ilmvatni Taylor og svo má fastlega gera ráð fyrir því að varningur tengdur Taylor eigi eftir að seljast eins og heitar lummur.freyrgigja@frettabladid.is
Mest lesið Jónas Sen sakaður um derring og meinfýsni Lífið Frumflutti „Hver er sá besti“ í Fíladelfíu árið 1985 Tónlist „Ekki ætlunin að særa heldur hrista aðeins upp í umræðunni“ Lífið „Allt annað að sjá einhvern sem var eins og ég“ Lífið Heillandi heimili Hönnu Stínu Lífið Glæsileg í Cannes í sérsaumaðri íslenskri hönnun Tíska og hönnun Vill Ísrael og Úkraínu úr Eurovision Lífið Hersir og Rósa greina frá kyninu Lífið Carmina Burana sem maður vill helst gleyma – hvað fór úrskeiðis í Hörpu? Gagnrýni Stóra stundin hjá þeim Rebekku og Ásgeiri Lífið Fleiri fréttir Vill Ísrael og Úkraínu úr Eurovision Stóra stundin hjá þeim Rebekku og Ásgeiri Hersir og Rósa greina frá kyninu „Allt annað að sjá einhvern sem var eins og ég“ „Ekki ætlunin að særa heldur hrista aðeins upp í umræðunni“ Heillandi heimili Hönnu Stínu Jónas Sen sakaður um derring og meinfýsni Arnar og Sigrún Heba selja glæsihús í Kópavogi Svanhildur Hólm fór holu í höggi Ástin blómstrar hjá Rósu Líf og Anahitu Væri til í fjörutíu eiginmenn og nokkra sykurpabba Biggi ekki lengur lögga Ásgeir og Hildur eiga von á stúlku Stefán Einar tók vel á því með Ísfélaginu Stjörnulífið: Bikiní dress vikunnar Ótrúlegustu atvik geta veitt innblástur Geggjaðar gellur í gæsun Grímu Thorarensen Felix kveður Eurovision Ein óvæntustu úrslit Eurovision-sögunnar Krakkatían: Eurovision, jarðskjálftar og dvergar Voru í sjötta sæti í undankeppninni Þjóðin tjáir sig: Skipbrot VÆB, söguleg núll stig og meðalgreind heimsálfa Ísland fékk stig frá þessum löndum Austurríki sigurvegari Eurovision 2025 Íslendingar á samfélagsmiðlum: „Við hljótum að vinna þetta?“ Klúróvision í kvöld: „Þetta fer svo fyrir brjóstið á okkur að við förum úr fötunum“ Vaktin: Stórsigur Austurríkis og VÆB fengu 33 stig Ísraelska söngkonan biðlar til Íslendinga á íslensku Krókódíllinn úr Happy Gilmore allur Bjarni Ara í íslensku dómnefndinni Sjá meira