Lífið

Leikkonur loðnar um lófana

Sarah Jessica og Angelina fengu báðar þrjá og hálfan milljarð í laun á einu ári samkvæmt útreikningum Forbes-tímaritsins.
Sarah Jessica og Angelina fengu báðar þrjá og hálfan milljarð í laun á einu ári samkvæmt útreikningum Forbes-tímaritsins.
Leikkonurnar Angelina Jolie og Sarah Jessica Parker eru launahæstu leikkonurnar í Hollywood samkvæmt útreikningum Forbes-tímaritsins. Jolie hefur átt ágætu gengi að fagna á hvíta tjaldinu en kvikmyndirnar Salt og The Tourist nutu báðar mikillar hylli í miðasölu. Forbes heldur því fram að Jolie hafi þénað 30 milljónir dollara eða tæplega þrjá og hálfan milljarð íslenskra króna frá því í maí á síðasta ári til maí á þessu ári.

Sara Jessica Parker var með svipað í laun en hún græðir mest á því að þættirnir um Carrie og vinkonur hennar í Beðmálum í borginni eru sýndir aftur og aftur og aftur í sjónvarpi út um allan heim. Þá komu ófáar krónur í kassann fyrir mynd númer tvö í Sex and the City-flokknum og leikkonan fékk dágóða summu fyrir samstarf sitt við tískuhúsið Halston.

Í þriðja til fjórða sæti eru síðan Jennifer Aniston og Reese Witherspoon. Þær tvær voru með 28 milljónir dollara í laun á umræddu tímabili eða rúma þrjá milljarða. Í fimmta sætinu er loks Julia Roberts með 20 milljónir dollara í laun eða rúma tvo milljarða en hún var lengi vel með hæsta launatékkann í Hollywood.

-fgg






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.