Lífið

Johnny Depp gerir númer fimm

Johnny Depp gæti leikið Jack Sparrow í fimmtu myndinni.
Johnny Depp gæti leikið Jack Sparrow í fimmtu myndinni.
Johnny Depp hefur augljóslega ekki fengið nóg af því að vera þvoglumæltur á hvíta tjaldinu. Samkvæmt bandarískum kvikmyndavefjum er leikarinn á góðri leið með að ná samkomulagi um að leika í fimmtu myndinni um Jack Sparrow og sjóræningja Karíbahafsins.

Hinar myndirnar fjórar hafa allar malað gull og On Stranger Tides fékk prýðilegar viðtökur hjá áhorfendum og gagnrýnendum. Jerry Bruckheimer, stórmyndaframleiðandinn, tjáði LA Times að hann langaði virkilega til að gera fimmtu myndina. „En það veltur auðvitað allt á handritinu. Það er verið að vinna í því núna og svo sjáum við til hvað Depp segir. Ég geri ekki aðra sjóræningjamynd án hans og hann mun ekki gera myndina ef hann er ekki ánægður með handritið. Hann vill alls ekki valda aðdáendum sínum vonbrigðum," sagði Bruckheimer skömmu eftir frumsýninguna á On Stranger Tides í fyrra.

Bruckheimer bætti því við að velgengni fjórðu myndarinnar hefði mikið um málið að segja en hún náði því um helgina að hafa þénað einn milljarð Bandaríkjadala í miðasölu á heimsvísu.

- fgg






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.