Hinsta kveðja Quarashi verður á tónleikum á Nasa 7. júlí 2011 11:00 Meðlimir Quarashi í sólinni í gær. Frá vinstri eru þeir Hössi, Tiny, Steini, Ómar og Sölvi. „Allir góðir hlutir verða einhvern tíma að enda," segir Höskuldur Ólafsson, rappari í hljómsveitinni Quarashi. Allra síðustu tónleikar Quarashi verða haldnir á Nasa laugardaginn 16. júlí. Eftir tónleikana leysist hljómsveitin aftur upp eftir stutta endurkomu, en í þetta skipti til frambúðar. „Mamma kemst ekki á Bestu útihátíðina, þannig að okkur fannst við hæfi að halda tónleika í bænum svo hún komist," segir Höskuldur. Endurkoma Quarashi hefur ekki farið fram hjá neinum, en hljómsveitin kemur einnig fram á Bestu útihátíðinni á Gaddstaðaflötum um helgina. 8.500 miðar hafa selst á hátíðina segja aðstandendur, en hljómsveitir á borð við Gus Gus, XXX Rottweiler og SSSól koma einnig fram. Höskuldur segir Quarashi höfða til eldri hóps með lokatónleikunum í Reykjavík. „Við erum að stíla inn á aldurshópinn 50 til 73 ára," segir hann léttur. „Það er ekki fólkið sem er að fara á Bestu, en vill koma og sjá Quarashi. Við viljum sinna þessum aldurshópi, enda fær hann lítið að gera í skemmtanalífi borgarinnar." En telurðu að meðlimir Quarashi öðlist innri frið eftir tónleikana í Reykjavík, þegar frekara tónleikahald hefur verið útilokað? „Ég vona allavega að ég þurfi ekki að svara fleiri kommbakksímtölum eftir þetta. Þau hafa verið einu sinni í mánuði frá því að við hættum," segir Höskuldur. Kvöldið fyrir tónleikana á Nasa verður haldið sérstakt kveðjuhóf á Sódómu. Hljómsveitin kemur þar fram í einhverri mynd ásamt fjölda annarra listamanna. Miðinn á lokatónleikana gildir inn, en þó aðeins á meðan húsrúm leyfir. En hvernig stendur röddin sig? „Ég er búinn að vera í námi í Englandi í tvö ár og hef ekkert sungið, ekki einu sinni karókí," segir Höskuldur. „Á fyrstu æfingunni byrjaði ég að öskra um leið og var voðalega hissa á því að verða rámur. Ég er á steratöflum og líður eins og Axl Rose. Við sáum hann einu sinni spila í Japan. Eftir hvert lag stökk hann baksviðs og fékk sterasprautu í hálsinn. Ég vona að það komi ekki til þess." atlifannar@frettabladid.is Mest lesið Forsetahjónin létu sig ekki vanta Lífið Bieber fékk sér smók í Skagafirði Lífið Á batavegi fjórum mánuðum eftir slysið Lífið Svaraði eiginmanninum fyrrverandi: „Eldandi, þrífandi og alandi upp börn“ Lífið Tekur á „að fara stöðugt á þennan dimma stað“ Lífið „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Lífið Þorsteinn og Rós orðin hjón Lífið Örn Eldjárn kaupir hús Jóns Ólafssonar Lífið Björn Bragi, Jón Jónsson og Anna Svava í handritsteymi Áramótaskaupsins Lífið Cruise afþakkaði boð Trump Lífið Fleiri fréttir Forsetahjónin létu sig ekki vanta Uppskrift að hinu fullkomna vinkonukvöldi Svaraði eiginmanninum fyrrverandi: „Eldandi, þrífandi og alandi upp börn“ Þorsteinn og Rós orðin hjón Fagna aldarfjórðungsafmæli Ylstrandarinnar á morgun Björn Bragi, Jón Jónsson og Anna Svava í handritsteymi Áramótaskaupsins Á batavegi fjórum mánuðum eftir slysið Ársgömul færsla á Reddit kveikjan að samstarfinu Bieber fékk sér smók í Skagafirði Örn Eldjárn kaupir hús Jóns Ólafssonar Cruise afþakkaði boð Trump Tekur á „að fara stöðugt á þennan dimma stað“ „Það var aldrei uppgjöf í hans huga, alltaf jákvæðni“ Tíramísú sem morgunmatur fyrir alla fjölskylduna Innsýn í molnandi hjónaband: „Persónuleikinn þinn var ekki svona fyrir nokkrum árum“ „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Heillandi arkitektúr í Garðabæ Valdi hættur að spila í neðri deildunum Gugga í gúmmíbát fagnaði afmæli sínu með heitustu guggum landsins Hall og Oates ná sáttum Embla Wigum og Lindsey Lohan glæsilegar á rauða dreglinum Hannaði innsetningargallann í þrívíddarforriti vegna tímaþröngar Hóta enn á ný að úthýsa vinsælli „spýtukarlanekt“ Hugleiks Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Ragnheiður og Benedikt eiga von á jóladreng Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Ragga Nagli minnir á „grænu flöggin“ í samböndum Stjúpbörn- og foreldrar: „Alltof mörg tilfelli þar sem þetta gengur ekki nógu vel“ Elín Dís og Sigurður keyptu raðhús í Fossvogi á 175 milljónir Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Sjá meira
„Allir góðir hlutir verða einhvern tíma að enda," segir Höskuldur Ólafsson, rappari í hljómsveitinni Quarashi. Allra síðustu tónleikar Quarashi verða haldnir á Nasa laugardaginn 16. júlí. Eftir tónleikana leysist hljómsveitin aftur upp eftir stutta endurkomu, en í þetta skipti til frambúðar. „Mamma kemst ekki á Bestu útihátíðina, þannig að okkur fannst við hæfi að halda tónleika í bænum svo hún komist," segir Höskuldur. Endurkoma Quarashi hefur ekki farið fram hjá neinum, en hljómsveitin kemur einnig fram á Bestu útihátíðinni á Gaddstaðaflötum um helgina. 8.500 miðar hafa selst á hátíðina segja aðstandendur, en hljómsveitir á borð við Gus Gus, XXX Rottweiler og SSSól koma einnig fram. Höskuldur segir Quarashi höfða til eldri hóps með lokatónleikunum í Reykjavík. „Við erum að stíla inn á aldurshópinn 50 til 73 ára," segir hann léttur. „Það er ekki fólkið sem er að fara á Bestu, en vill koma og sjá Quarashi. Við viljum sinna þessum aldurshópi, enda fær hann lítið að gera í skemmtanalífi borgarinnar." En telurðu að meðlimir Quarashi öðlist innri frið eftir tónleikana í Reykjavík, þegar frekara tónleikahald hefur verið útilokað? „Ég vona allavega að ég þurfi ekki að svara fleiri kommbakksímtölum eftir þetta. Þau hafa verið einu sinni í mánuði frá því að við hættum," segir Höskuldur. Kvöldið fyrir tónleikana á Nasa verður haldið sérstakt kveðjuhóf á Sódómu. Hljómsveitin kemur þar fram í einhverri mynd ásamt fjölda annarra listamanna. Miðinn á lokatónleikana gildir inn, en þó aðeins á meðan húsrúm leyfir. En hvernig stendur röddin sig? „Ég er búinn að vera í námi í Englandi í tvö ár og hef ekkert sungið, ekki einu sinni karókí," segir Höskuldur. „Á fyrstu æfingunni byrjaði ég að öskra um leið og var voðalega hissa á því að verða rámur. Ég er á steratöflum og líður eins og Axl Rose. Við sáum hann einu sinni spila í Japan. Eftir hvert lag stökk hann baksviðs og fékk sterasprautu í hálsinn. Ég vona að það komi ekki til þess." atlifannar@frettabladid.is
Mest lesið Forsetahjónin létu sig ekki vanta Lífið Bieber fékk sér smók í Skagafirði Lífið Á batavegi fjórum mánuðum eftir slysið Lífið Svaraði eiginmanninum fyrrverandi: „Eldandi, þrífandi og alandi upp börn“ Lífið Tekur á „að fara stöðugt á þennan dimma stað“ Lífið „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Lífið Þorsteinn og Rós orðin hjón Lífið Örn Eldjárn kaupir hús Jóns Ólafssonar Lífið Björn Bragi, Jón Jónsson og Anna Svava í handritsteymi Áramótaskaupsins Lífið Cruise afþakkaði boð Trump Lífið Fleiri fréttir Forsetahjónin létu sig ekki vanta Uppskrift að hinu fullkomna vinkonukvöldi Svaraði eiginmanninum fyrrverandi: „Eldandi, þrífandi og alandi upp börn“ Þorsteinn og Rós orðin hjón Fagna aldarfjórðungsafmæli Ylstrandarinnar á morgun Björn Bragi, Jón Jónsson og Anna Svava í handritsteymi Áramótaskaupsins Á batavegi fjórum mánuðum eftir slysið Ársgömul færsla á Reddit kveikjan að samstarfinu Bieber fékk sér smók í Skagafirði Örn Eldjárn kaupir hús Jóns Ólafssonar Cruise afþakkaði boð Trump Tekur á „að fara stöðugt á þennan dimma stað“ „Það var aldrei uppgjöf í hans huga, alltaf jákvæðni“ Tíramísú sem morgunmatur fyrir alla fjölskylduna Innsýn í molnandi hjónaband: „Persónuleikinn þinn var ekki svona fyrir nokkrum árum“ „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Heillandi arkitektúr í Garðabæ Valdi hættur að spila í neðri deildunum Gugga í gúmmíbát fagnaði afmæli sínu með heitustu guggum landsins Hall og Oates ná sáttum Embla Wigum og Lindsey Lohan glæsilegar á rauða dreglinum Hannaði innsetningargallann í þrívíddarforriti vegna tímaþröngar Hóta enn á ný að úthýsa vinsælli „spýtukarlanekt“ Hugleiks Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Ragnheiður og Benedikt eiga von á jóladreng Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Ragga Nagli minnir á „grænu flöggin“ í samböndum Stjúpbörn- og foreldrar: „Alltof mörg tilfelli þar sem þetta gengur ekki nógu vel“ Elín Dís og Sigurður keyptu raðhús í Fossvogi á 175 milljónir Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Sjá meira