Enginn vill gefa út Morrissey 7. júlí 2011 20:00 Útgáfufyrirtæki hafa ekki stokkið til og samið við Morrissey, þrátt fyrir að hann hafi verið án samnings í tvö ár. Nordicphotos/Getty Þrátt fyrir að hafa verið að og notið vinsælda í tæp 30 ár á tónlistarmaðurinn Morrissey í vandræðum með að finna útgáfufyrirtæki sem vill gefa út nýju plötuna hans. Hann segir útgáfurnar spenntari fyrir nýjum hljómsveitum. „Ég er ekki með útgáfusamning og gerði ráð fyrir því að ef plötuútgáfurnar vildu mig myndu þær sækja mig. Ég get ekki gert mikið í þessu," segir söngvarinn Morrissey í viðtali við vefmiðilinn Pitchfork. Síðasta plata Morrissey, Years of Refusal, markaði endalok samstarfs hans við útgáfurnar Decca og Attack. Hann er tilbúinn með efni á nýja plötu, en ætlar ekki að taka hana upp fyrr en hann skrifar undir hjá nýju útgáfufyrirtæki. Hann virðist óttast að áhugi útgáfufyrirtækjanna sé ekki til staðar, þar sem honum hefur ekki verið boðinn samningur. „Ég held að útgáfufyrirtæki vilji frekar lokka til sín nýjar hljómsveitir svo þau geti eignað sér uppgang þeirra," segir Morrissey, spurður hvað valdi vandræðum hans. „Flestir muna eftir plötunum sem komu listamönnunum á kortið. Þess vegna skrifa fjölmiðlar bara um mig í samhengi við sögu The Smiths. Það er hvergi minnst á þá staðreynd að ég hef komið þremur sólóplötum á toppinn og verið einn að í 25 ár. Furðulegt." Morrissey og hljómsveit hans fluttu nýlega þrjú ný lög í útvarpsþætti á BBC. Lítið fór fyrir þættinum og spurður hvort honum hafi fundist spennandi að kynna ný lög án risavaxinnar kynningarherferðar segir hann að það hafi verið frábært. „Engin læti, bara ganga inn og spila tónlistina," segir hann. „Ég þrái samt það sem þú kallar „risavaxna kynningarherferð". Það gerist aldrei." Morrissey er augljóslega bitur, eins og hann hefur reyndar verið síðustu þrjátíu ár. Hann er þó ánægður með nýju lögin og segir að þau séu öll mjög sterk. „Ég vil ekki flytja fleiri ný lög opinberlega því áður en maður veit af verður platan aðgengileg í ýmsum myndum fyrir utan tilbúna upptöku úr hljóðveri." Morrissey kom fram á Glastonbury-tónlistarhátíðinni í júní. Hann hitaði upp fyrir U2, en mikil rigning var á meðan á tónleikunum stóð. „Í þannig aðstæðum getur maður ekki búist við miklu frá áhorfendum, ég held að þeir hafi líka komið til að sjá U2 — sem er skiljanlegt," segir Morrissey. „U2 er með risavaxna Star Wars-sviðsmynd og trommukjuða sem lýsa upp Norður-Afríku. Ég get ekki keppt við það. Það eina sem ég get boðið heiminum er lögin mín." atlifannar@frettabladid.is Mest lesið Fólk farið að flykkjast í Vaglaskóg Lífið Will Smith við Davíð Goða: „Haltu áfram að skapa“ Lífið Ása Ninna kveður Bylgjuna Lífið Fögnuðu 181 milljarðs samningi með því að sýna Trump á typpinu Lífið Vók Ofurmenni slaufað Gagnrýni „Við viljum alls ekki fá of marga“ Lífið Svona verða stórtónleikar Kaleo í Vaglaskógi Lífið „Hefði ekki getað óskað mér fallegri dags“ Lífið Love Island-stjörnur komnar í hóp Íslandsvina Lífið Þungaður LeBron leggst þungt á LeBron Lífið Fleiri fréttir Fólk farið að flykkjast í Vaglaskóg Ása Ninna kveður Bylgjuna Will Smith við Davíð Goða: „Haltu áfram að skapa“ Fögnuðu 181 milljarðs samningi með því að sýna Trump á typpinu Love Island-stjörnur komnar í hóp Íslandsvina „Við viljum alls ekki fá of marga“ Mannauðsstjórinn segir einnig upp Þungaður LeBron leggst þungt á LeBron „Hefði ekki getað óskað mér fallegri dags“ Litríkur karakter sem var engum líkur Hulk Hogan er látinn Fyrsta stiklan úr miðaldaþáttum Balta Rene Kirby er látinn Pamela smellti kossi á Neeson Beittu listamönnum sem leynivopni í kalda stríðinu Hlutabréfin rjúka upp eftir að Sweeney fór í gallabuxurnar „Grunar að hann hafi bara vitað upp á hár hvað væri að fara að gerast“ Stjörnubarnið komið í heiminn Telja Ozzy endurfæddan sem Aquaman Skotheld og skemmtileg hlauparáð Devin Booker á Íslandi Hiti þjóðarsálarinnar mældur: „Allt frá hatrinu á Þjóðhátíðarlögum til vinstriumferðar og píkulistar“ Samfélagsmiðlar sýna ekki einmanaleikann Tuttugu ára aldursmunur og ástin blómstrar Robbie verður fimmtíu feta tröllkonan Ein heitasta söngkona landsins á lausu Svona verða stórtónleikar Kaleo í Vaglaskógi Gaf eistum kærastans gælunafn „Þetta hefur öfug áhrif og fólki líður bara verr“ Vera Illuga leiðir áhorfendur gegnum skilnað Sjá meira
Þrátt fyrir að hafa verið að og notið vinsælda í tæp 30 ár á tónlistarmaðurinn Morrissey í vandræðum með að finna útgáfufyrirtæki sem vill gefa út nýju plötuna hans. Hann segir útgáfurnar spenntari fyrir nýjum hljómsveitum. „Ég er ekki með útgáfusamning og gerði ráð fyrir því að ef plötuútgáfurnar vildu mig myndu þær sækja mig. Ég get ekki gert mikið í þessu," segir söngvarinn Morrissey í viðtali við vefmiðilinn Pitchfork. Síðasta plata Morrissey, Years of Refusal, markaði endalok samstarfs hans við útgáfurnar Decca og Attack. Hann er tilbúinn með efni á nýja plötu, en ætlar ekki að taka hana upp fyrr en hann skrifar undir hjá nýju útgáfufyrirtæki. Hann virðist óttast að áhugi útgáfufyrirtækjanna sé ekki til staðar, þar sem honum hefur ekki verið boðinn samningur. „Ég held að útgáfufyrirtæki vilji frekar lokka til sín nýjar hljómsveitir svo þau geti eignað sér uppgang þeirra," segir Morrissey, spurður hvað valdi vandræðum hans. „Flestir muna eftir plötunum sem komu listamönnunum á kortið. Þess vegna skrifa fjölmiðlar bara um mig í samhengi við sögu The Smiths. Það er hvergi minnst á þá staðreynd að ég hef komið þremur sólóplötum á toppinn og verið einn að í 25 ár. Furðulegt." Morrissey og hljómsveit hans fluttu nýlega þrjú ný lög í útvarpsþætti á BBC. Lítið fór fyrir þættinum og spurður hvort honum hafi fundist spennandi að kynna ný lög án risavaxinnar kynningarherferðar segir hann að það hafi verið frábært. „Engin læti, bara ganga inn og spila tónlistina," segir hann. „Ég þrái samt það sem þú kallar „risavaxna kynningarherferð". Það gerist aldrei." Morrissey er augljóslega bitur, eins og hann hefur reyndar verið síðustu þrjátíu ár. Hann er þó ánægður með nýju lögin og segir að þau séu öll mjög sterk. „Ég vil ekki flytja fleiri ný lög opinberlega því áður en maður veit af verður platan aðgengileg í ýmsum myndum fyrir utan tilbúna upptöku úr hljóðveri." Morrissey kom fram á Glastonbury-tónlistarhátíðinni í júní. Hann hitaði upp fyrir U2, en mikil rigning var á meðan á tónleikunum stóð. „Í þannig aðstæðum getur maður ekki búist við miklu frá áhorfendum, ég held að þeir hafi líka komið til að sjá U2 — sem er skiljanlegt," segir Morrissey. „U2 er með risavaxna Star Wars-sviðsmynd og trommukjuða sem lýsa upp Norður-Afríku. Ég get ekki keppt við það. Það eina sem ég get boðið heiminum er lögin mín." atlifannar@frettabladid.is
Mest lesið Fólk farið að flykkjast í Vaglaskóg Lífið Will Smith við Davíð Goða: „Haltu áfram að skapa“ Lífið Ása Ninna kveður Bylgjuna Lífið Fögnuðu 181 milljarðs samningi með því að sýna Trump á typpinu Lífið Vók Ofurmenni slaufað Gagnrýni „Við viljum alls ekki fá of marga“ Lífið Svona verða stórtónleikar Kaleo í Vaglaskógi Lífið „Hefði ekki getað óskað mér fallegri dags“ Lífið Love Island-stjörnur komnar í hóp Íslandsvina Lífið Þungaður LeBron leggst þungt á LeBron Lífið Fleiri fréttir Fólk farið að flykkjast í Vaglaskóg Ása Ninna kveður Bylgjuna Will Smith við Davíð Goða: „Haltu áfram að skapa“ Fögnuðu 181 milljarðs samningi með því að sýna Trump á typpinu Love Island-stjörnur komnar í hóp Íslandsvina „Við viljum alls ekki fá of marga“ Mannauðsstjórinn segir einnig upp Þungaður LeBron leggst þungt á LeBron „Hefði ekki getað óskað mér fallegri dags“ Litríkur karakter sem var engum líkur Hulk Hogan er látinn Fyrsta stiklan úr miðaldaþáttum Balta Rene Kirby er látinn Pamela smellti kossi á Neeson Beittu listamönnum sem leynivopni í kalda stríðinu Hlutabréfin rjúka upp eftir að Sweeney fór í gallabuxurnar „Grunar að hann hafi bara vitað upp á hár hvað væri að fara að gerast“ Stjörnubarnið komið í heiminn Telja Ozzy endurfæddan sem Aquaman Skotheld og skemmtileg hlauparáð Devin Booker á Íslandi Hiti þjóðarsálarinnar mældur: „Allt frá hatrinu á Þjóðhátíðarlögum til vinstriumferðar og píkulistar“ Samfélagsmiðlar sýna ekki einmanaleikann Tuttugu ára aldursmunur og ástin blómstrar Robbie verður fimmtíu feta tröllkonan Ein heitasta söngkona landsins á lausu Svona verða stórtónleikar Kaleo í Vaglaskógi Gaf eistum kærastans gælunafn „Þetta hefur öfug áhrif og fólki líður bara verr“ Vera Illuga leiðir áhorfendur gegnum skilnað Sjá meira
Hiti þjóðarsálarinnar mældur: „Allt frá hatrinu á Þjóðhátíðarlögum til vinstriumferðar og píkulistar“