Íslenskar táningsstelpur eyða milljónum í Twilight 29. nóvember 2011 13:00 Um þetta snýst málið Aðalæðið hjá íslenskum stelpum er Twilight-serían en nýjasta myndin, Breaking Dawn, er aðra vikuna í röð á toppnum hér á landi. „Maður getur ekki kvartað,“ segir Sigurður Victor Chelbat, markaðsstjóri hjá Sambíóunum. Aðra vikuna í röð er kvikmynd úr Twilight-flokknum aðsóknarmesta mynd vikunnar. Um er að ræða fjórðu myndina um þau Jakob, Isabellu og Edward en þær eru byggðar á samnefndum bókum Stephenie Meyer. Fjórða myndin, Breaking Dawn, hefur náð inn rúmlega ellefu milljónum íslenskra króna í miðasölu og tæplega ellefu þúsund manns hafa séð hana. En þar með er ekki öll sagan sögð. Myndirnar fjórar hafa samanlagt halað inn tæplega sextíu milljónum íslenskra króna á síðustu fjórum árum hér á landi samkvæmt upplýsingum frá Smáís. Það gerir rúmlega 66 þúsund áhorfendur. Það sem gerir þessa tölu enn merkilegri er að áhorfendahópurinn er mjög afmarkaður, þetta eru að stærstum hluta unglingsstúlkur frá tólf ára aldri. „Auðvitað höfum við séð eldri konur fljóta með, kannski 29 ára og auðvitað einhverja stráka sem eru þá að lesa bækurnar. En að mestu leyti eru áhorfendurnir stelpur á aldrinum 12-24 ára,“ segir Sigurður Victor og bætir því við að þessi áhorfendahópur sé mjög dyggur og bíði ákaflega spenntur eftir hverri mynd. „Þetta æði er miklu meira en við bjuggumst við, því þegar fyrsta myndin var frumsýnd voru bækurnar ekkert komnar. Auðvitað hefði maður samt viljað að áhorfendahópurinn væri jafn breiður og hjá til dæmis Harry Potter þar sem aðdáendur voru af báðum kynjum.“ Egill Örn Jóhannsson, framkvæmdastjóri Forlagsins sem gefur út Twilight-bækurnar á Íslandi, segir að salan á þeim hafi valdið ákveðnum vonbrigðum. „Þetta hefur verið mikið æði hjá nágrannaþjóðunum en ekki alveg náð sömu hylli hérna á Íslandi,“ segir Egill sem telst þó til að fyrstu þrjár bækurnar hafi selst í sautján þúsund eintökum eða fyrir 76 milljónir íslenskra króna. Fjórða bókin eftir Stephenie Meyer er væntanleg innan tíðar. Egill kveðst vera sammála Sigurði með markhóp bókanna. Lesendahópurinn virðist aðallega vera ungar konur en hann bætir því við að það séu kannski engin nýmæli fyrir bókaútgefanda. Ný lestrarkönnun hafi staðfest að konur lesi meira. „Og þannig var það líka hjá Harry Potter, þar voru það aðallega konur sem lásu bækurnar.“ freyrgigja@frettabladid.isvísir/anton brink Lífið Mest lesið Er þetta hinn nýi hvíti karlmaður? Lífið Fór í hjartastopp eftir að hafa borðað 10.000 hitaeiningar á dag Lífið Leikur plötusnúð á Hollywood sem eltir æskuástina til Spánar Lífið Þrýstingur Trump dugði til að fá Rush Hour 4 í gegn Bíó og sjónvarp Enn reið Tarantino vegna þess sem hann gerði íslenskum konum Lífið „Ma & pa í apríl“ Lífið Kjallarinn eins og nýr hjá Ásu og Árna Lífið Bryndís Líf og Stefán eiga von á dreng Lífið 50+: Það má segja Nei við barnapössun Lífið Retinól-salat tekur yfir TikTok Matur Fleiri fréttir Óttast að Dimma hafi endað í gini tófunnar Inga Elín hannar fyrir Saga Class Kjallarinn eins og nýr hjá Ásu og Árna „Ma & pa í apríl“ Bryndís Líf og Stefán eiga von á dreng Leikur plötusnúð á Hollywood sem eltir æskuástina til Spánar Fór í hjartastopp eftir að hafa borðað 10.000 hitaeiningar á dag Er þetta hinn nýi hvíti karlmaður? 50+: Það má segja Nei við barnapössun Gummi Ben gerir aldargamla fjölskylduuppskrift Inga Sæland fór á kostum í „Hvort myndir þú?“ Enn reið Tarantino vegna þess sem hann gerði íslenskum konum Lýsa endalokum vinsæls frasa: „Megi six-seven hvíla í friði“ Harbour og „Madeline“ sögð hafa endurnýjað kynnin Menningarmýs komu saman í jólafíling Retró-draumur í Hlíðunum Fjarlægði tónlistina þar til nýja platan hefur verið fjármögnuð „Ég heillast af hættunni“ „Mér finnst þessi vegferð okkar ótrúlega glæsileg“ Sögufrægt hús falt fyrir tvö hundruð milljónir Máttu ekkert gera og fóru þá að trufla Sunna Ben og Andri Freyr héldu „ponsulítið brúðkaup“ Helgi Ómars nú Heilsu-Helgi Þurfa að staðfesta á fimm ára fresti að dóttir þeirra sé enn með Downs Theodór Elmar og Pattra í sundur Kristján Guðmundsson látinn Simmi Vill í meðferð Sambærilegt því að spila með Real Madrid Fyrirmynd Lucy úr Narníu látin Tískukóngur og húðdrottning ástfangin Sjá meira
„Maður getur ekki kvartað,“ segir Sigurður Victor Chelbat, markaðsstjóri hjá Sambíóunum. Aðra vikuna í röð er kvikmynd úr Twilight-flokknum aðsóknarmesta mynd vikunnar. Um er að ræða fjórðu myndina um þau Jakob, Isabellu og Edward en þær eru byggðar á samnefndum bókum Stephenie Meyer. Fjórða myndin, Breaking Dawn, hefur náð inn rúmlega ellefu milljónum íslenskra króna í miðasölu og tæplega ellefu þúsund manns hafa séð hana. En þar með er ekki öll sagan sögð. Myndirnar fjórar hafa samanlagt halað inn tæplega sextíu milljónum íslenskra króna á síðustu fjórum árum hér á landi samkvæmt upplýsingum frá Smáís. Það gerir rúmlega 66 þúsund áhorfendur. Það sem gerir þessa tölu enn merkilegri er að áhorfendahópurinn er mjög afmarkaður, þetta eru að stærstum hluta unglingsstúlkur frá tólf ára aldri. „Auðvitað höfum við séð eldri konur fljóta með, kannski 29 ára og auðvitað einhverja stráka sem eru þá að lesa bækurnar. En að mestu leyti eru áhorfendurnir stelpur á aldrinum 12-24 ára,“ segir Sigurður Victor og bætir því við að þessi áhorfendahópur sé mjög dyggur og bíði ákaflega spenntur eftir hverri mynd. „Þetta æði er miklu meira en við bjuggumst við, því þegar fyrsta myndin var frumsýnd voru bækurnar ekkert komnar. Auðvitað hefði maður samt viljað að áhorfendahópurinn væri jafn breiður og hjá til dæmis Harry Potter þar sem aðdáendur voru af báðum kynjum.“ Egill Örn Jóhannsson, framkvæmdastjóri Forlagsins sem gefur út Twilight-bækurnar á Íslandi, segir að salan á þeim hafi valdið ákveðnum vonbrigðum. „Þetta hefur verið mikið æði hjá nágrannaþjóðunum en ekki alveg náð sömu hylli hérna á Íslandi,“ segir Egill sem telst þó til að fyrstu þrjár bækurnar hafi selst í sautján þúsund eintökum eða fyrir 76 milljónir íslenskra króna. Fjórða bókin eftir Stephenie Meyer er væntanleg innan tíðar. Egill kveðst vera sammála Sigurði með markhóp bókanna. Lesendahópurinn virðist aðallega vera ungar konur en hann bætir því við að það séu kannski engin nýmæli fyrir bókaútgefanda. Ný lestrarkönnun hafi staðfest að konur lesi meira. „Og þannig var það líka hjá Harry Potter, þar voru það aðallega konur sem lásu bækurnar.“ freyrgigja@frettabladid.isvísir/anton brink
Lífið Mest lesið Er þetta hinn nýi hvíti karlmaður? Lífið Fór í hjartastopp eftir að hafa borðað 10.000 hitaeiningar á dag Lífið Leikur plötusnúð á Hollywood sem eltir æskuástina til Spánar Lífið Þrýstingur Trump dugði til að fá Rush Hour 4 í gegn Bíó og sjónvarp Enn reið Tarantino vegna þess sem hann gerði íslenskum konum Lífið „Ma & pa í apríl“ Lífið Kjallarinn eins og nýr hjá Ásu og Árna Lífið Bryndís Líf og Stefán eiga von á dreng Lífið 50+: Það má segja Nei við barnapössun Lífið Retinól-salat tekur yfir TikTok Matur Fleiri fréttir Óttast að Dimma hafi endað í gini tófunnar Inga Elín hannar fyrir Saga Class Kjallarinn eins og nýr hjá Ásu og Árna „Ma & pa í apríl“ Bryndís Líf og Stefán eiga von á dreng Leikur plötusnúð á Hollywood sem eltir æskuástina til Spánar Fór í hjartastopp eftir að hafa borðað 10.000 hitaeiningar á dag Er þetta hinn nýi hvíti karlmaður? 50+: Það má segja Nei við barnapössun Gummi Ben gerir aldargamla fjölskylduuppskrift Inga Sæland fór á kostum í „Hvort myndir þú?“ Enn reið Tarantino vegna þess sem hann gerði íslenskum konum Lýsa endalokum vinsæls frasa: „Megi six-seven hvíla í friði“ Harbour og „Madeline“ sögð hafa endurnýjað kynnin Menningarmýs komu saman í jólafíling Retró-draumur í Hlíðunum Fjarlægði tónlistina þar til nýja platan hefur verið fjármögnuð „Ég heillast af hættunni“ „Mér finnst þessi vegferð okkar ótrúlega glæsileg“ Sögufrægt hús falt fyrir tvö hundruð milljónir Máttu ekkert gera og fóru þá að trufla Sunna Ben og Andri Freyr héldu „ponsulítið brúðkaup“ Helgi Ómars nú Heilsu-Helgi Þurfa að staðfesta á fimm ára fresti að dóttir þeirra sé enn með Downs Theodór Elmar og Pattra í sundur Kristján Guðmundsson látinn Simmi Vill í meðferð Sambærilegt því að spila með Real Madrid Fyrirmynd Lucy úr Narníu látin Tískukóngur og húðdrottning ástfangin Sjá meira