Telja líðan nemenda í Gerðaskóla ólíðandi 29. nóvember 2011 08:00 Gerðaskóli Óvenjumargir nemendur í Gerðaskóla telja sig verða fyrir einelti oftar en tvisvar til þrisvar í mánuði.Mynd/víkurfréttir Fulltrúar frá mennta- og menningarmálaráðuneytinu ætla að gera ítarlega úttekt á starfsemi Gerðaskóla í Garði. Var þetta ákveðið eftir að svör bárust frá bæjarstjóra, skólanefnd og skólaráði í Garði við fyrirspurn ráðuneytisins í september síðastliðnum. Úttektin er gerð að ósk heimamanna í Garði. Þeir þættir sem kannaðir verða eru líðan nemenda og einelti, skólabragur, námsárangur nemenda í lestri, samstarf skólans við foreldra og fleira, að því er fram kemur í bréfi ráðuneytisins til Ásmundar Friðrikssonar, bæjarstjóra í Garði. Ásmundur segir bæjarstjórnina sérstaklega hafa óskað eftir stjórnsýsluúttekt á störfum skólans. Því var þessi ákvörðun tekin og samþykki menntamálaráðuneytisins kom í kjölfarið. „Það má alltaf gera gott betra," segir Ásmundur. „Það er vilji allra til þess að þessi úttekt verði gerð." Einelti í Gerðaskóla hefur verið mikið í umræðunni að undanförnu. Fram hafa komið frásagnir foreldra sem hafa þurft að taka börnin sín úr skólanum sökum eineltis og afskiptaleysis skólastjórnenda. Í skoðanakönnun meðal nemenda skólans sem gerð var fyrr á þessu ári kom fram að 13,3 prósent nemenda segjast verða fyrir einelti oftar en tvisvar til þrisvar sinnum í mánuði. Það er um helmingi hærra hlutfall en meðaltal á landsvísu. Fram hefur komið að meirihluti skólanefndar Gerðaskóla telji eineltismál og líðan nemenda með öllu óviðunandi. Pétur Brynjarsson, skólastjóri í Gerðaskóla, segir að mikið hafi áunnist í eineltismálum innan skólans að undanförnu. Olweusar-könnunin, sem leiddi í ljós 13,3 prósent hlutfall nemenda sem verða fyrir einelti, hafi verið gerð fyrir nær ári, en önnur könnun sem gerð var í september meðal starfsmanna skólans hafi sýnt fram á mun lægra hlutfall þolenda, eða um 4,1 prósent. „Við tókum reyndar aðeins aðra nálgun þá," segir Pétur. „Fyrri könnunin var nafnlaus en sú síðari fór fram í samtali með kennara, foreldra og nemanda." Spurður hvort hann hafi tölu á því hversu margir nemendur hafi hætt í skólanum sökum eineltis á síðustu árum, segist Pétur ekki hafa þá tölu. Hann segir þó að slíkt hafi gerst. „Hér er unnið vel og markvisst að þessum málaflokki og ég fagna því að ráðuneytið ætli að gera hér ítarlega úttekt," segir Pétur. sunna@frettabladid.is Fréttir Mest lesið Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Innlent Kínverjar menga mest en standa sig samt best Erlent Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Innlent Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Innlent Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Erlent Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Innlent „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Erlent Sprengdi sig í loft upp við dómshús Erlent Fleiri fréttir Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – seinni dagur Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Þörf á endurskoðun meðferðarheimila fyrir börn Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Sjá meira
Fulltrúar frá mennta- og menningarmálaráðuneytinu ætla að gera ítarlega úttekt á starfsemi Gerðaskóla í Garði. Var þetta ákveðið eftir að svör bárust frá bæjarstjóra, skólanefnd og skólaráði í Garði við fyrirspurn ráðuneytisins í september síðastliðnum. Úttektin er gerð að ósk heimamanna í Garði. Þeir þættir sem kannaðir verða eru líðan nemenda og einelti, skólabragur, námsárangur nemenda í lestri, samstarf skólans við foreldra og fleira, að því er fram kemur í bréfi ráðuneytisins til Ásmundar Friðrikssonar, bæjarstjóra í Garði. Ásmundur segir bæjarstjórnina sérstaklega hafa óskað eftir stjórnsýsluúttekt á störfum skólans. Því var þessi ákvörðun tekin og samþykki menntamálaráðuneytisins kom í kjölfarið. „Það má alltaf gera gott betra," segir Ásmundur. „Það er vilji allra til þess að þessi úttekt verði gerð." Einelti í Gerðaskóla hefur verið mikið í umræðunni að undanförnu. Fram hafa komið frásagnir foreldra sem hafa þurft að taka börnin sín úr skólanum sökum eineltis og afskiptaleysis skólastjórnenda. Í skoðanakönnun meðal nemenda skólans sem gerð var fyrr á þessu ári kom fram að 13,3 prósent nemenda segjast verða fyrir einelti oftar en tvisvar til þrisvar sinnum í mánuði. Það er um helmingi hærra hlutfall en meðaltal á landsvísu. Fram hefur komið að meirihluti skólanefndar Gerðaskóla telji eineltismál og líðan nemenda með öllu óviðunandi. Pétur Brynjarsson, skólastjóri í Gerðaskóla, segir að mikið hafi áunnist í eineltismálum innan skólans að undanförnu. Olweusar-könnunin, sem leiddi í ljós 13,3 prósent hlutfall nemenda sem verða fyrir einelti, hafi verið gerð fyrir nær ári, en önnur könnun sem gerð var í september meðal starfsmanna skólans hafi sýnt fram á mun lægra hlutfall þolenda, eða um 4,1 prósent. „Við tókum reyndar aðeins aðra nálgun þá," segir Pétur. „Fyrri könnunin var nafnlaus en sú síðari fór fram í samtali með kennara, foreldra og nemanda." Spurður hvort hann hafi tölu á því hversu margir nemendur hafi hætt í skólanum sökum eineltis á síðustu árum, segist Pétur ekki hafa þá tölu. Hann segir þó að slíkt hafi gerst. „Hér er unnið vel og markvisst að þessum málaflokki og ég fagna því að ráðuneytið ætli að gera hér ítarlega úttekt," segir Pétur. sunna@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Innlent Kínverjar menga mest en standa sig samt best Erlent Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Innlent Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Innlent Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Erlent Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Innlent „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Erlent Sprengdi sig í loft upp við dómshús Erlent Fleiri fréttir Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – seinni dagur Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Þörf á endurskoðun meðferðarheimila fyrir börn Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Sjá meira