Forrík hjólabrettagoðsögn og hvers manns hugljúfi 14. maí 2011 16:00 xx Hjólabrettagoðsögnin Tony Hawk kom til landsins í vikunni og bræddi hjörtu Íslendinga eins og smjör. Hann leit við í hjólabrettahúsi í Reykjavík og hitti þar nokkra aðdáendur. „Hann [Tony Hawk] er orðinn múltímilljóner. Samt er hann ennþá trúr rótum sínum,“ segir Egill Tómasson, starfsmaður Iceland Airwaves og hjólabrettamaður af gamla skólanum. Hjólabrettagoðsögnin Tony Hawk kom til landsins á þriðjudaginn ásamt Cathy Goodman, kærustunni sinni. Hawk birti mynd af sér í Bláa lóninu á miðvikudaginn og mætti svo um kvöldið á Range Rover-jeppa í Reykjavík Skatepark þar sem hann renndi sér á bretti ásamt nokkrum heppnum hjólabrettaköppum. Egill var einn af þeim sem hitti Hawk á miðvikudagskvöldið, en hann segir það hafa verið á stefnuskránni frá því á níunda áratugnum. „Hann er búinn að vera goðsögn frá því að menn fóru af brimbrettunum á hjólabrettin,“ segir Egill. „Ég leit þvílíkt upp til hans.“ Tony Hawk hefur komið víða við á löngum ferli og hagnast vel. Hann er orðinn 43 ára gamall, átti afmæli á fimmtudaginn, en er ennþá í fullu fjöri. „Ég myndi vilja fá hann með lið og halda almennilega sýningu,“ segir Egill, en Hawk er einmitt staddur með slíka sýningu í Svíþjóð í dag. „Þessi gaur er einstakur. Hann er búinn að vera í fremstu röð frá 1986-87.“ Söngvarinn Júlí Heiðar var einnig meðal þeirra sem hittu hjólabrettagoðsögnina í Reykjavík. Hann er ekki hjólabrettakappi sjálfur, en hefur spilað tölvuleikina sem Tony Hawk leggur nafn sitt við í nokkur ár. „Þetta var fáránlega nett, maður hefur séð hann í tölvuleikjum og í sjónvarpinu, að sjá svo allt í einu manneskjuna,“ segir Júlí Heiðar og játar að Hawk sé afar viðkunnanlegur náungi. „Hann var að sýna þvílíka takta. Það var svo gaman að horfa á þetta, ég er enginn hjólabrettaaðdáandi en það var gaman að horfa á hann.“ atlifannar@frettabladid.is Lífið Mest lesið Er þetta hinn nýi hvíti karlmaður? Lífið Fór í hjartastopp eftir að hafa borðað 10.000 hitaeiningar á dag Lífið Leikur plötusnúð á Hollywood sem eltir æskuástina til Spánar Lífið Þrýstingur Trump dugði til að fá Rush Hour 4 í gegn Bíó og sjónvarp Enn reið Tarantino vegna þess sem hann gerði íslenskum konum Lífið „Ma & pa í apríl“ Lífið Kjallarinn eins og nýr hjá Ásu og Árna Lífið Bryndís Líf og Stefán eiga von á dreng Lífið 50+: Það má segja Nei við barnapössun Lífið Retinól-salat tekur yfir TikTok Matur Fleiri fréttir Óttast að Dimma hafi endað í gini tófunnar Inga Elín hannar fyrir Saga Class Kjallarinn eins og nýr hjá Ásu og Árna „Ma & pa í apríl“ Bryndís Líf og Stefán eiga von á dreng Leikur plötusnúð á Hollywood sem eltir æskuástina til Spánar Fór í hjartastopp eftir að hafa borðað 10.000 hitaeiningar á dag Er þetta hinn nýi hvíti karlmaður? 50+: Það má segja Nei við barnapössun Gummi Ben gerir aldargamla fjölskylduuppskrift Inga Sæland fór á kostum í „Hvort myndir þú?“ Enn reið Tarantino vegna þess sem hann gerði íslenskum konum Lýsa endalokum vinsæls frasa: „Megi six-seven hvíla í friði“ Harbour og „Madeline“ sögð hafa endurnýjað kynnin Menningarmýs komu saman í jólafíling Retró-draumur í Hlíðunum Fjarlægði tónlistina þar til nýja platan hefur verið fjármögnuð „Ég heillast af hættunni“ „Mér finnst þessi vegferð okkar ótrúlega glæsileg“ Sögufrægt hús falt fyrir tvö hundruð milljónir Máttu ekkert gera og fóru þá að trufla Sunna Ben og Andri Freyr héldu „ponsulítið brúðkaup“ Helgi Ómars nú Heilsu-Helgi Þurfa að staðfesta á fimm ára fresti að dóttir þeirra sé enn með Downs Theodór Elmar og Pattra í sundur Kristján Guðmundsson látinn Simmi Vill í meðferð Sambærilegt því að spila með Real Madrid Fyrirmynd Lucy úr Narníu látin Tískukóngur og húðdrottning ástfangin Sjá meira
Hjólabrettagoðsögnin Tony Hawk kom til landsins í vikunni og bræddi hjörtu Íslendinga eins og smjör. Hann leit við í hjólabrettahúsi í Reykjavík og hitti þar nokkra aðdáendur. „Hann [Tony Hawk] er orðinn múltímilljóner. Samt er hann ennþá trúr rótum sínum,“ segir Egill Tómasson, starfsmaður Iceland Airwaves og hjólabrettamaður af gamla skólanum. Hjólabrettagoðsögnin Tony Hawk kom til landsins á þriðjudaginn ásamt Cathy Goodman, kærustunni sinni. Hawk birti mynd af sér í Bláa lóninu á miðvikudaginn og mætti svo um kvöldið á Range Rover-jeppa í Reykjavík Skatepark þar sem hann renndi sér á bretti ásamt nokkrum heppnum hjólabrettaköppum. Egill var einn af þeim sem hitti Hawk á miðvikudagskvöldið, en hann segir það hafa verið á stefnuskránni frá því á níunda áratugnum. „Hann er búinn að vera goðsögn frá því að menn fóru af brimbrettunum á hjólabrettin,“ segir Egill. „Ég leit þvílíkt upp til hans.“ Tony Hawk hefur komið víða við á löngum ferli og hagnast vel. Hann er orðinn 43 ára gamall, átti afmæli á fimmtudaginn, en er ennþá í fullu fjöri. „Ég myndi vilja fá hann með lið og halda almennilega sýningu,“ segir Egill, en Hawk er einmitt staddur með slíka sýningu í Svíþjóð í dag. „Þessi gaur er einstakur. Hann er búinn að vera í fremstu röð frá 1986-87.“ Söngvarinn Júlí Heiðar var einnig meðal þeirra sem hittu hjólabrettagoðsögnina í Reykjavík. Hann er ekki hjólabrettakappi sjálfur, en hefur spilað tölvuleikina sem Tony Hawk leggur nafn sitt við í nokkur ár. „Þetta var fáránlega nett, maður hefur séð hann í tölvuleikjum og í sjónvarpinu, að sjá svo allt í einu manneskjuna,“ segir Júlí Heiðar og játar að Hawk sé afar viðkunnanlegur náungi. „Hann var að sýna þvílíka takta. Það var svo gaman að horfa á þetta, ég er enginn hjólabrettaaðdáandi en það var gaman að horfa á hann.“ atlifannar@frettabladid.is
Lífið Mest lesið Er þetta hinn nýi hvíti karlmaður? Lífið Fór í hjartastopp eftir að hafa borðað 10.000 hitaeiningar á dag Lífið Leikur plötusnúð á Hollywood sem eltir æskuástina til Spánar Lífið Þrýstingur Trump dugði til að fá Rush Hour 4 í gegn Bíó og sjónvarp Enn reið Tarantino vegna þess sem hann gerði íslenskum konum Lífið „Ma & pa í apríl“ Lífið Kjallarinn eins og nýr hjá Ásu og Árna Lífið Bryndís Líf og Stefán eiga von á dreng Lífið 50+: Það má segja Nei við barnapössun Lífið Retinól-salat tekur yfir TikTok Matur Fleiri fréttir Óttast að Dimma hafi endað í gini tófunnar Inga Elín hannar fyrir Saga Class Kjallarinn eins og nýr hjá Ásu og Árna „Ma & pa í apríl“ Bryndís Líf og Stefán eiga von á dreng Leikur plötusnúð á Hollywood sem eltir æskuástina til Spánar Fór í hjartastopp eftir að hafa borðað 10.000 hitaeiningar á dag Er þetta hinn nýi hvíti karlmaður? 50+: Það má segja Nei við barnapössun Gummi Ben gerir aldargamla fjölskylduuppskrift Inga Sæland fór á kostum í „Hvort myndir þú?“ Enn reið Tarantino vegna þess sem hann gerði íslenskum konum Lýsa endalokum vinsæls frasa: „Megi six-seven hvíla í friði“ Harbour og „Madeline“ sögð hafa endurnýjað kynnin Menningarmýs komu saman í jólafíling Retró-draumur í Hlíðunum Fjarlægði tónlistina þar til nýja platan hefur verið fjármögnuð „Ég heillast af hættunni“ „Mér finnst þessi vegferð okkar ótrúlega glæsileg“ Sögufrægt hús falt fyrir tvö hundruð milljónir Máttu ekkert gera og fóru þá að trufla Sunna Ben og Andri Freyr héldu „ponsulítið brúðkaup“ Helgi Ómars nú Heilsu-Helgi Þurfa að staðfesta á fimm ára fresti að dóttir þeirra sé enn með Downs Theodór Elmar og Pattra í sundur Kristján Guðmundsson látinn Simmi Vill í meðferð Sambærilegt því að spila með Real Madrid Fyrirmynd Lucy úr Narníu látin Tískukóngur og húðdrottning ástfangin Sjá meira