Lífið

Sigrún dagskrárstjóri sofnaði yfir Bíódögum

Sigrún Stefánsdóttir náði ekki að halda sér vakandi yfir Bíódögum og nú hefur sýningartímum íslensku bíómyndanna verið breytt. Þær verða mun fyrr á dagskrá.
Sigrún Stefánsdóttir náði ekki að halda sér vakandi yfir Bíódögum og nú hefur sýningartímum íslensku bíómyndanna verið breytt. Þær verða mun fyrr á dagskrá.
„Ég gerði smá tilraun á sjálfri mér á fimmtudagskvöldið þegar við sýndum Bíódaga. Og ég var farin að sofa um miðja mynd," segir Sigrún Stefánsdóttir, dagskrárstjóri RÚV.

Sjónvarpið hefur að undanförnu sýnt íslenskar kvikmyndir á fimmtudags- og sunnudagskvöldum. Kviksjá, kvikmyndaþáttur Sigríðar Pétursdóttur, hefur verið sýnd bæði á undan og eftir kvikmyndunum á fimmtudagskvöldum en þar hefur útvarps- og sjónvarpskonan rætt við Ásgrím Sverrisson um myndirnar og tilurð þeirra. Sýningarnar hafa hlotið ágætis undirtektir en það hefur hins vegar verið gagnrýnt hversu seint myndirnar eru sýndar; þær eru iðulega ekki búnar fyrr en um eða eftir miðnætti og þá eru flestir landsmenn farnir að sofa enda vinnudagur fram undan.

Sigrún lofar bót og betrun: „Fimmtudagsmyndirnar verða sýndar strax á eftir tíufréttum og sunnudagsmyndirnar á eftir Landanum," segir Sigrún og viðurkennir að fjöldi fólks hafi sett sig í samband og kvartað undan sýningartímanum. Hún bætir því hins vegar við að það sé stefna RÚV að vera með íslenskt efni á dagskrá sinni og nefnir þar fjóra nýja íslenska þætti sem hefja göngu sína í júlí; Gulli byggir, Andri á flandri, Með okkar eigin augum og Grillað með Völla Snæ.- fgg






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.