Lífið

Frumleg og skringileg

Björk Guðmundsdóttir fær fjórar stjörnur fyrir tónleika sína í Manchester.
Björk Guðmundsdóttir fær fjórar stjörnur fyrir tónleika sína í Manchester.
Björk Guðmundsdóttir fær mjög góða dóma í The Guardian, einu virtasta dagblaði Englands, fyrir fyrstu Biohpilia-tónleika sína á menningarhátíðinni í Manchester.

Tónleikarnir, sem voru haldnir á fimmtudagskvöld, fá fjórar stjörnur af fimm mögulegum. Gagnrýnandinn segir þá samblöndu af tónlist, tækni og náttúruöflum.

„Tveimur áratugum eftir að Sykurmolarnir stigu fram á sjónarsviðið er rödd hinnar 45 ára Bjarkar enn yndislega barnaleg og hljómar eins og hún sé frá annarri plánetu. Stundum virtist röddin koma úr annarri vídd,“ skrifar hann og bætir við að tónleikarnir hafi verið skrítnir en engu að síður mikil upplifun. „Tónleikarnir virkuðu á mig eins og sýning á þessari undarlegu veröld okkar.“ Hann kvartar helst yfir því að Björk hafi ekki sungið fleiri vinsæl lög en hrósar henni engu að síður fyrir frumleika og skringilegheit.

Á tónleikunum notast Björk við stafrænt pípuorgel, fjórar risavaxnar pendúlahörpur, eina stóra hörpu sem kallast Sharpsicord og hljóðgervil sem getur „spilað“ eldingar. Einnig styður við bakið á henni íslenskur stúlknakór.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.