Meðfylgjandi myndir voru teknar á svokölluðu Daðurkvöldi Heiðars snyrti á veitingahúsinu Esju á miðvikudagskvöldið. Heiðar kenndi gestum að daðra, las í augu og spáði.
Þá fengu gestir að kynnast ilminum Issey Myiake og jólakjólum frá tískuversluninni Cosmo.
Eins og sjá má í myndasafni voru gestirnir glaðir.
Facebooksíða Esju - Spáð og daðrað með Heiðari
Þarna var daðrað í drasl

Tengdar fréttir

Ekki horfa ef þú kannt að daðra
Þegar þið eruð búnar að vera giftar karlinum í par mörg ár þá fáið þið ekkert í hnén þegar við erum á brókinni, segir Heiðar Jónsson í meðfylgjandi myndskeiði en hann ætlar að kenna konum að daðra á veitingahúsinu Esju í Austurstræti í kvöld. Þá spáir Heiðar fyrir gestum og les í augu svo eitthvað sé nefnt.