Fótbolti

Kastaði af sér vatni í miðjum leik

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Jorge Valdivia, leikmaður Palmeiras í Brasilíu, dó ekki ráðalaus þegar náttúran kallaði og hann þurfti að kasta af sér vatni í miðjum leik. Valdivia gerði sér lítið fyrir og vippaði félaganum út og lét vaða rétt fyrir utan völlinn.

Það var reyndar ekkert sérstaklega gáfulegt hjá honum að pissa á rafmagnsskilti í stað þess að láta vaða á grasið. Hann slapp þó með skrekkinn.

Hægt er að sjá þessa kostulegu uppákomu hér að ofan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×