Eldhætta af lúpínu í byggð 29. október 2011 06:00 Jón Viðar Matthíasson „Það er ekki spurning um hvort heldur hvenær það verður stórbruni þar sem lúpínan vex í miklu magni," segir Jón Gunnar Ottósson, forstjóri Náttúrufræðistofnunar Íslands. „Ég veit ekki hvort fólk áttar sig á hættunni." Í Hvítbók um náttúruvernd segir að með hlýnandi veðurfari skapist aukin hætta á tjóni af völdum bruna í náttúrunni. „Lúpína er hér sérstakt áhyggjuefni. Hún myndar miklar og þéttar breiður kringum þéttbýlisstaði, á skógræktar- og landgræðslusvæðum og í sumarbústaðalöndum." Á haustin myndast mikil sina í lúpínubreiðum og um leið gríðarlegur eldsmatur. Mælingar sýna að um fimm til tíu tonn af þurrefni eru á hektara í lúpínusinu, sem er er tífalt það magn sem er í graslendi. Í Hvítbókinni er varpað fram þeirri spurningu hvaða aðilar eigi að meta nauðsyn viðbragða. Full ástæða sé til að huga að setningu skýrari reglna um viðbrögð við náttúrueldum. Jón Viðar Matthíasson, slökkviliðsstjóri á höfuðborgarsvæðinu, deilir áhyggjum vegna þeirrar hættu sem lúpínunni fylgir. „Minni sláttur, í kjölfar hrunsins, og krafturinn í lúpínunni er áhyggjuefni," segir Jón Viðar og kastar fram þeirri hugmynd að eyða lúpínu kerfisbundið þar sem hún er á stórum svæðum og mynda þannig „brunahólf" eða „eldgötu" sem geri sinubruna viðráðanlegri. „Við erum að byggja upp náttúruperlur nærri byggð sem tiltölulega lítill bruni getur eyðilagt á dagparti. Því er full ástæða til að vera á varðbergi," segir Jón Viðar. Hann segir slökkviliðin ágætlega útbúin til að fást við eldana en lengi megi gera betur. Jón Gunnar segir að búast megi við að sinueldar verði viðvarandi og aukið vandamál á höfuðborgarsvæðinu næstu áratugi vegna aukins gróðurs í landi. „Það þarf líka að hafa hugfast að lúpínusinan brennur mun hraðar og myndar margfaldan hita á við venjulegan sinueld. Þetta er tifandi tímasprengja." - sháJón Gunnar Ottósson Fréttir Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Erlent 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Erlent Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Innlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Innlent Fleiri fréttir Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku Sjá meira
Jón Viðar Matthíasson „Það er ekki spurning um hvort heldur hvenær það verður stórbruni þar sem lúpínan vex í miklu magni," segir Jón Gunnar Ottósson, forstjóri Náttúrufræðistofnunar Íslands. „Ég veit ekki hvort fólk áttar sig á hættunni." Í Hvítbók um náttúruvernd segir að með hlýnandi veðurfari skapist aukin hætta á tjóni af völdum bruna í náttúrunni. „Lúpína er hér sérstakt áhyggjuefni. Hún myndar miklar og þéttar breiður kringum þéttbýlisstaði, á skógræktar- og landgræðslusvæðum og í sumarbústaðalöndum." Á haustin myndast mikil sina í lúpínubreiðum og um leið gríðarlegur eldsmatur. Mælingar sýna að um fimm til tíu tonn af þurrefni eru á hektara í lúpínusinu, sem er er tífalt það magn sem er í graslendi. Í Hvítbókinni er varpað fram þeirri spurningu hvaða aðilar eigi að meta nauðsyn viðbragða. Full ástæða sé til að huga að setningu skýrari reglna um viðbrögð við náttúrueldum. Jón Viðar Matthíasson, slökkviliðsstjóri á höfuðborgarsvæðinu, deilir áhyggjum vegna þeirrar hættu sem lúpínunni fylgir. „Minni sláttur, í kjölfar hrunsins, og krafturinn í lúpínunni er áhyggjuefni," segir Jón Viðar og kastar fram þeirri hugmynd að eyða lúpínu kerfisbundið þar sem hún er á stórum svæðum og mynda þannig „brunahólf" eða „eldgötu" sem geri sinubruna viðráðanlegri. „Við erum að byggja upp náttúruperlur nærri byggð sem tiltölulega lítill bruni getur eyðilagt á dagparti. Því er full ástæða til að vera á varðbergi," segir Jón Viðar. Hann segir slökkviliðin ágætlega útbúin til að fást við eldana en lengi megi gera betur. Jón Gunnar segir að búast megi við að sinueldar verði viðvarandi og aukið vandamál á höfuðborgarsvæðinu næstu áratugi vegna aukins gróðurs í landi. „Það þarf líka að hafa hugfast að lúpínusinan brennur mun hraðar og myndar margfaldan hita á við venjulegan sinueld. Þetta er tifandi tímasprengja." - sháJón Gunnar Ottósson
Fréttir Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Erlent 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Erlent Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Innlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Innlent Fleiri fréttir Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku Sjá meira