Innlent

Engin sækir um þegar stöður eru auglýstar

Gunnlaugur Sigurjónsson læknir
Gunnlaugur Sigurjónsson læknir
Á Vesturlandi vantar sjö heimilislækna en skortur er á læknum þar líkt og á heilsugæslum og víða um land. Stjórnarmaður í Félagi íslenskra heimilislækna segir enga sækja um þegar stöður eru auglýstar lausar.

Við sögðum frá því í fréttum okkar í gær að tuttugu og tvo heimilislækna vantar á heilsugæslustöðvar í Reykjavík.

Gunnlaugur Sigurjónsson, stjórnarmaður í Félagi íslenskra heimilislækna segir stefna í óefni en í dag getur fólk þurft að bíða í allt að fjórar vikukr eftir tíma hjá sínum heimilislækni.

Gunnlaugur starfar á Heilsugæslunni í Árbæ og segir stöðuna slæma þar en sex fastir læknar starfa þar.

„Þar eru um fjórtán þúsund skjólstæðingar skráðir á stöðina. Mönnunin eins og hún er í dag þá erum við kannski að ráða við með góðu móti níu þúsund manns. Þannig að það eru þá fimm þúsund manns sem eru í vandræðum," segir Gunnlaugur.

Meðalaldur heimilislækna hefur farið hækkandi og er nú 55 ár. Þá er von á því að um fjörtíu prósent heimilislækna í borginni fari á eftirlaun á næstu tíu árum. Gunnlaugur segir erfitt að ráða í þær stöður sem losna, en staðreyndin sé sú að engin sæki um þegar stöður eru auglýstar.

Gunnlaugur segir ástandið ekki bara slæmt í borginni heldur víða um land.

„Það hefur verið auglýst eftir læknum ekki bara í Árbænum heldur víðar og landsbyggðin öll. Félag íslenskra heimilislækna var að skoða ástandið á Vesturlandi. Þar eru ríflega átján stöðugildi en ég held að það séu tæplega ellefu stöðugildi setin. Þannig að þar vatnar æði marga líka.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×