Innlent

Myndi Heiða fá öðruvísi viðbrögð ef hún héti Heiðar?

Jón Gnarr borgarstjóri
Jón Gnarr borgarstjóri
Jón Gnarr borgarstjóri veltir því fyrir sér á Facebooksíðu sinni í dag hvort að Heiða Kristín Helgadóttir, framkvæmdastjóri Besta flokksins, myndi fá öðruvísi viðtökur ef hún væri karlmaður. Hann segir hana oft fá skringileg viðbrögð í fjölmiðlum og umræðu.

Heiða Kristín leiðir systurframboð Besta flokksins ásamt Guðmundi Steingrímssyni.

Færsla borgarstjórans á Facebook í dag:

„Finnst Heiða oft fá skringileg viðbrögð í fjölmiðlum og umræðu. Er það ekki mikið gleðiefni að ung kona hafi áhuga á stjórnmálum? Ég heyri oft talað um "reynsluleysi" og "nýgræðingur í pólitík" en ekkert um það að hún er með BA gráðu í stjórnmálafræði og hefur tekið þátt í að stofna stjórnmálaafl sem vakið hefur heimsathygli. Mundi Heiða fá öðruvísi viðtökur ef hún héti Heiðar? “




Fleiri fréttir

Sjá meira


×