Fótbolti

Jafntefli í Edinborgarslagnum

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Guðlaugur Victor í leik með íslenska U-21 landsliðinu gegn Englandi í síðasta mánuði.
Guðlaugur Victor í leik með íslenska U-21 landsliðinu gegn Englandi í síðasta mánuði. Nordic Photos / Getty Images
Guðlaugur Victor Pálsson var í byrjunarliði Hibernian sem gerði 2-2 jafntefli við Hearts í skosku úrvalsdeildinni í dag.

Guðlaugur Victor var skipt af velli á 68. mínútu en hann fékk gott færi í upphafi síðari hálfleiks. Þá slapp hann einn inn fyrir vörn Hearts en skaut yfir.

Eggert Gunnþór Jónsson tók út leikbann í dag og var því ekki með Hearts í leiknum.

Hearts komst yfir með marki Ryan Stevenson á 24. mínútu en Liam Miller jafnaði metin úr vítaspyrnu tæpum tíu mínútum síðar. Vítaspyrnan var dæmd á Marius Zaliukas sem fékk þar að auki að líta rauða spjaldið fyrir að brjóta á Akpo Sodje, leikmanni Hibernian.

Ricardo Vaz Te kom svo Hibernian yfir með marki á 80. mínútu en Stephen Elliot náði að jafna metin fyrir gestina þremur mínútum síðar.

Bæði lið leika í Edinborg og því um grannaslag að ræða. Hearts er í þriðja sæti deildarinnar með 59 stig en Hibernian í því níunda með 33.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×