Innlent

Come To Harm sú besta á RIFF

Björn Thors leikur aðalhlutverk í myndinni.
Björn Thors leikur aðalhlutverk í myndinni. Mynd/Imdb
Íslenska stuttmyndin Come To Harm eftir Börk Sigþórsson var valin besta stuttmyndin þegar verðlaunin voru veitt í fyrsta skipti á RIFF-kvikmyndahátíðinni. Verðlaunin eru veitt í nafni Minningarsjóðs Thors Vilhjálmssonar.

Vigdís Finnbogadóttir veitti dönsku kvikmyndagerðarkonunni Lone Scherfig verðlaun fyrir framúrskarandi listræna sýn.

Þá ákvað dómnefnd að heiðra mynd Hauks M, Invisible Borders, sérstaklega. Alþjóðleg kvikmyndahátíð í Reykjavík stendur til 2. október.- bþh




Fleiri fréttir

Sjá meira


×