Innlent

Fjölmargir foreldrar þurfa að reiða sig á Fjölskylduhjálpina

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Af þeim 3562 einstaklingum sem fengu matargjafir frá Fjölskylduhjálp Íslands á tímabilinu 1. júní í fyrra til loka maí í ár voru um 1399 með börn á framfæri, samkvæmt rannsókn sem Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands gerði fyrir Fjölskylduhjálpina. Alls var tæplega 24 þúsund matargjöfum úthlutað á tímabilinu.

Rannsóknin sýnir að þeir sem þáðu mataraðstoð voru á aldrinum 18-86 ára, en meðalaldurinn var 40,4 ár. Flestir þeirra sem fengu mataraðstoð voru með íslenskt ríkisfang, eða 68%. Fimmtungur var með pólskt ríkisfang og um 12% með annað erlent ríkisfang. Hlutfallslega fleiri þeirra sem höfðu erlent ríkisfang voru karlar.

Í dag fer fram athöfn hjá Fjölskylduhjálpinni þar sem Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, mun afhenda viðurkenninguna Fyrirtæki mannúðuar 2010 til tíu fyrirtækja sem stutt hafa við starf Fjölskylduhjálparinnar og sýnt samhug í verki í garð þeirra sem búa við bág kjör hér á landi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×