Innlent

Leiguverð komið upp í topp: "Auðvitað eru þetta fáránlega há verð“

Höskuldur Kári Schram skrifar
Leiguverð á íbúðum á höfuðborgarsvæðinu er komið upp í topp miðað við greiðslugetu almennings að mati formanns félags leigumiðlara. Slegist er um lausar íbúðir og dæmi um að þriggja herbergja íbúðir séu leigðar út á alltað hundrað og áttatíu þúsund krónur á mánuði.

Eftirspurn á leigumarkaði hefur stóraukist á undanförnum mánuði. Framboð er hins vegar mun minna og því hefur leiguverð rokið upp.

Leiguverð á tveggja herbergja íbúðum liggur nú á bilinu 65 þúsund til 150 þúsund krónur á mánuði. Fyrir þriggja herbergja íbúðir er leiguverð 89 til 180 þúsund og allt upp í þrjú hundruð og fimmtíu þúsund krónur fyrir fjögurra herbergja íbúðir.

„Auðvitað eru þetta fáránlega há verð sem maður er að sjá oft á tíðum og jafnvel séð 18 fermetra fara á 50 þúsund, sem er stúdíó íbúð og ekki samþykktar íbúðir, þannig að verð oft á tíðum sem maður er að sjá á þessum markaði og fólk er að bjóða og yfirbjóða eru langt í frá að vera eðlileg. Er mikið um yfirboð á markaðinum? það kemur oft fyrir að það sé boðið hærra verð heldur en auglýst verð," segir Svanur Guðmundsson, formaður félags leigumiðlara.

Íbúðalánsjóður ætlar að setja um eitt hundrað og þrjátíu íbúðir inn á leigumarkað á næstu tólf mánuður. Svanur telur þörf á um eitt þúsund íbúðum bara í miðborginni á næstu misserum til að anna eftirspurn. Þá hefur það aukist að leigusalar vilji ekki þinglýsa samningum til að komast hjá því að greiða skatt af leigutekjum.

„Þetta er auðvitað ekkert sem við getum gert með. þegar maður heyrir þetta oft og það gefur auga leið þegar skatturinn hefur hækkað svona mikið þá er fólk að reyna forðast það að þinglýsa samningi," segir Svanur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×