Lífið

Pabbi í þriðja sinn

Mynd/AFP
Leikarinn Ryan Phillippe er orðinn faðir í þriðja sinn. Fyrrum kærasta leikarans, fyrirsætan Alexis Knapp, fæddi litla stúlku í vikunni og hefur hún hlotið nafnið Kai.

Knapp, sem átti í stuttu sambandi við Phillippe síðasta haust, heldur því fram að leikarinn sé faðir barnsins. Phillippe virðist þó vilja hafa vaðið fyrir neðan sig því hann hefur óskað eftir faðernisprófi

áður en hann gengst við barninu. Hann hefur þó verið duglegur að aðstoða Knapp á meðan á meðgöngunni stóð, sótti læknisskoðanir með henni og var einnig viðstaddur fæðingu barnsins.

Fyrir á Phillippe tvö börn með fyrrum eiginkonu sinni, Óskarsverðlaunaleikkonunni Reese Witherspoon.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.