Lífið

Paris Hilton hermir aldrei eftir neinum

Mynd/AP
Paris Hilton segist fá innblástur frá Oprah Winfrey, Kate Moss og Audrey Hepburn, en segist aldrei reyna að herma eftir neinum.

„Ég hef alltaf dáðst að Marilyn Monrone, því að myndavélin elskaði hana. Audrey Hepburn, fyrir að vera fáguð, og Kate Moss. Ég hef alltaf litið upp til Martha Stewart og Ophrah Winfrey,“ sagði Paris í viðtali á dögunum.

„Ég er mjög skemmtileg og djörf. Ég hermi ekki eftir neinum. Ég er eins og mín eigin týpa af Barbie,“ bætti Paris við.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.