Eva María fer á Sundance 21. september 2011 20:00 Eva María Daníels forsýndi myndina Goats í New York á dögunum við góðar viðtökur en myndin verður frumsýnd á Sundance-hátíðinni í byrjun næsta árs. Stjarnan úr sjónvarpsþáttunum The X-Files og nú Californication, David Duchovny, leikur stórt hlutverk í myndinni ásamt leikkonunum Veru Farmiga, Keri Russell og Minnie Driver.Nordicphotos/Getty „Ég er svo ánægð og fékk tár í augun þegar ég sá myndina á hvíta tjaldinu," segir Eva María Daniels framleiðandi, en mynd hennar, Goats, var prufusýnd í New York í vikunni og fékk góðar viðtökur sýningargesta. David Duchovny leikur stórt hlutverk í myndinni ásamt leikkonunum Veru Farmiga, Keri Russell og Minnie Driver en myndin hefur verið í bígerð í langan tíma og mikið gengið á í tökuferlinu. Myndin verður frumsýnd á Sundance-hátíðinni í byrjun næsta árs. „Þetta var löng fæðing og þess vegna var sýningin extra sæt," segir Eva María. Ferlið byrjaði á að tökum var frestað í sex mánuði vegna skorts á fjármagni. Breytingar í leikarahópnum settu líka strik í reikninginn en Eva María hafði upphaflega fengið til liðs við sig leikkonuna Rooney Mara og leikarann Kevin Kline. Eins og flestir vita var Mara ráðin til að leika tölvuhakkarann Lisbeth Salander í myndinni The Girl with the Dragon Tattoo og þurfti vegna þess að draga sig úr Goats. „Loksins þegar við gátum farið í tökur og myndin var komin á klippiborðið þurftum við að færa okkur frá Los Angeles til New York og ráða nýjan klippara. Svo, já þetta var ansi langt og strangt ferli," segir Eva María en hún er mjög ánægð með þá útgáfu sem hún sá af myndinni og stolt af þeim sem lögðu hönd á plóg. Hún vonast einnig til að Goats verði sýnd í íslenskum kvikmyndahúsum á næsta ári. - áp Mest lesið „Sjónvarpssonur“ John Travolta látinn Lífið Grunaði alltaf að hann væri ekki sonur föður síns Lífið Sérhönnuð krem frá O´Keeffe´s fyrir þurra og sprungna húð Lífið kynningar Tilkynntu hver jólagjöf ársins væri Lífið Edwald-feðgar kaupa hlið við hlið Lífið Fyrstu mistökin voru að fara einn í fangaklefann Lífið Óhuggulegt fall fegurðardrottningar Lífið „Bannað að reikna hvað Aron var gamall þegar við byrjuðum saman“ Lífið Halla átti ánægjulegan fund með Karli Bretakonungi Lífið Nýsloppin við vinstra vókið þegar það hægra mætti Lífið Fleiri fréttir Fyrsta súperstjarna Íslands stendur á tímamótum „Sjónvarpssonur“ John Travolta látinn Tilkynntu hver jólagjöf ársins væri Halla átti ánægjulegan fund með Karli Bretakonungi Edwald-feðgar kaupa hlið við hlið Grunaði alltaf að hann væri ekki sonur föður síns Óhuggulegt fall fegurðardrottningar Sonur tónlistarparsins fæddur og nefndur Óttaðist um líf sitt: „Það var erfiðasti dagur lífs míns“ Játaði sig sigraða: „Mér fannst það algjört tabú áður“ Mobb Deep kemur fram í KR-höllinni í mars Nýsloppin við vinstra vókið þegar það hægra mætti Ætluðu að taka þakið í gegn en urðu óvænt að byrja á kjallaranum Opnar sig um dulið fósturlát RAX hlýtur verðlaun Konunglega ljósmyndafélagsins Æskuheimili Bríetar til sölu: „Epic staður til að alast upp“ Landsliðið réðst á Fannar: „Þó að þið gerið ekkert annað en að tapa“ „Ég elska þig í dag eins og ég gerði þá“ Innlit í ævintýralega baðlónið Laugarás Lagoon Sjö ár frá örlagaríkum kossi á fullu tungli Úr 101 í miðbæ Hafnar: „Búið að bjóða mér á alla fundi Kiwanis, kótilettukvöld og hvaðeina“ „Bannað að reikna hvað Aron var gamall þegar við byrjuðum saman“ Ekki meira en bara vinir Rikki orðinn tveggja dætra faðir: „Annað eins hár hefur sjaldan sést“ Fyrstu mistökin voru að fara einn í fangaklefann Tíu augnkrem fyrir vetrarkuldann Hélt að þetta væri „fjall sem ætti bara heima í málverkum“ „Þetta er þér að kenna“ Sögufrægt hús í miðborginni falt fyrir hálfan milljarð „Hann er að slátra laxinum“ Sjá meira
Stjarnan úr sjónvarpsþáttunum The X-Files og nú Californication, David Duchovny, leikur stórt hlutverk í myndinni ásamt leikkonunum Veru Farmiga, Keri Russell og Minnie Driver.Nordicphotos/Getty „Ég er svo ánægð og fékk tár í augun þegar ég sá myndina á hvíta tjaldinu," segir Eva María Daniels framleiðandi, en mynd hennar, Goats, var prufusýnd í New York í vikunni og fékk góðar viðtökur sýningargesta. David Duchovny leikur stórt hlutverk í myndinni ásamt leikkonunum Veru Farmiga, Keri Russell og Minnie Driver en myndin hefur verið í bígerð í langan tíma og mikið gengið á í tökuferlinu. Myndin verður frumsýnd á Sundance-hátíðinni í byrjun næsta árs. „Þetta var löng fæðing og þess vegna var sýningin extra sæt," segir Eva María. Ferlið byrjaði á að tökum var frestað í sex mánuði vegna skorts á fjármagni. Breytingar í leikarahópnum settu líka strik í reikninginn en Eva María hafði upphaflega fengið til liðs við sig leikkonuna Rooney Mara og leikarann Kevin Kline. Eins og flestir vita var Mara ráðin til að leika tölvuhakkarann Lisbeth Salander í myndinni The Girl with the Dragon Tattoo og þurfti vegna þess að draga sig úr Goats. „Loksins þegar við gátum farið í tökur og myndin var komin á klippiborðið þurftum við að færa okkur frá Los Angeles til New York og ráða nýjan klippara. Svo, já þetta var ansi langt og strangt ferli," segir Eva María en hún er mjög ánægð með þá útgáfu sem hún sá af myndinni og stolt af þeim sem lögðu hönd á plóg. Hún vonast einnig til að Goats verði sýnd í íslenskum kvikmyndahúsum á næsta ári. - áp
Mest lesið „Sjónvarpssonur“ John Travolta látinn Lífið Grunaði alltaf að hann væri ekki sonur föður síns Lífið Sérhönnuð krem frá O´Keeffe´s fyrir þurra og sprungna húð Lífið kynningar Tilkynntu hver jólagjöf ársins væri Lífið Edwald-feðgar kaupa hlið við hlið Lífið Fyrstu mistökin voru að fara einn í fangaklefann Lífið Óhuggulegt fall fegurðardrottningar Lífið „Bannað að reikna hvað Aron var gamall þegar við byrjuðum saman“ Lífið Halla átti ánægjulegan fund með Karli Bretakonungi Lífið Nýsloppin við vinstra vókið þegar það hægra mætti Lífið Fleiri fréttir Fyrsta súperstjarna Íslands stendur á tímamótum „Sjónvarpssonur“ John Travolta látinn Tilkynntu hver jólagjöf ársins væri Halla átti ánægjulegan fund með Karli Bretakonungi Edwald-feðgar kaupa hlið við hlið Grunaði alltaf að hann væri ekki sonur föður síns Óhuggulegt fall fegurðardrottningar Sonur tónlistarparsins fæddur og nefndur Óttaðist um líf sitt: „Það var erfiðasti dagur lífs míns“ Játaði sig sigraða: „Mér fannst það algjört tabú áður“ Mobb Deep kemur fram í KR-höllinni í mars Nýsloppin við vinstra vókið þegar það hægra mætti Ætluðu að taka þakið í gegn en urðu óvænt að byrja á kjallaranum Opnar sig um dulið fósturlát RAX hlýtur verðlaun Konunglega ljósmyndafélagsins Æskuheimili Bríetar til sölu: „Epic staður til að alast upp“ Landsliðið réðst á Fannar: „Þó að þið gerið ekkert annað en að tapa“ „Ég elska þig í dag eins og ég gerði þá“ Innlit í ævintýralega baðlónið Laugarás Lagoon Sjö ár frá örlagaríkum kossi á fullu tungli Úr 101 í miðbæ Hafnar: „Búið að bjóða mér á alla fundi Kiwanis, kótilettukvöld og hvaðeina“ „Bannað að reikna hvað Aron var gamall þegar við byrjuðum saman“ Ekki meira en bara vinir Rikki orðinn tveggja dætra faðir: „Annað eins hár hefur sjaldan sést“ Fyrstu mistökin voru að fara einn í fangaklefann Tíu augnkrem fyrir vetrarkuldann Hélt að þetta væri „fjall sem ætti bara heima í málverkum“ „Þetta er þér að kenna“ Sögufrægt hús í miðborginni falt fyrir hálfan milljarð „Hann er að slátra laxinum“ Sjá meira