Brýnasta verkefnið að lækka skatta - Yfirlýsing Hönnu Birnu Jón Hákon Halldórsson skrifar 3. nóvember 2011 16:29 Framboðið styrki stöðu Sjálfstæðisflokksins. „Ég trúi því að framboð mitt styrki stöðu Sjálfstæðisflokksins í næstu kosningum. Formannskjörið snýst einfaldlega um það, hver sé líklegastur til að leiða okkur sjálfstæðismenn til sigurs í næstu kosningum. Með sigri getum við rofið kyrrstöðuna sem hvílir eins og mara á þjóðinni," segir Hanna Birna Kristjánsdóttir, oddviti borgarstjórnarflokks Sjálfstæðisflokksins, í yfirlýsingu sem hún sendi frá sér rétt í þessu vegna framboðs síns til formanns Sjálfstæðisflokksins. Í yfirlýsingunni segir hún að komandi landsfundur sé einn sá mikilvægasti í sögu Sjálfstæðisflokksins. Bæði vegna þeirra málefna sem þar verði tekin afstaða til en líka vegna þess að á landsfundinum sé það meginverkefni landsfundarfulltrúa að velja formann sem leiði Sjálfstæðisflokkinn til sigurs í næstu kosningum. „Ég er reiðubúin í það og mun því óska eftir stuðningi sem formaður Sjálfstæðisflokksins,“ segir Hanna Birna.Yfirlýsingin í heild sinni Í nærri 20 ár hef ég helgað mig baráttunni fyrir betra samfélagi. Ég hef gegnt fjölmörgum trúnaðarstörfum innan Sjálfstæðisflokksins og nú síðast sem borgarstjóri. Síðustu vikur hefur það ítrekað komið fram að mikill meirihluti sjálfstæðismanna telur að nú sé rétti tíminn til að ég gefi kost á mér sem formaður flokksins. Þannig geti Sjálfstæðisflokkurinn tekið af skarið í þeirri endurnýjun sem þarf að eiga sér stað í íslenskum stjórnmálum. Endurnýjun er nauðsynleg til að traust á stjórnmálum aukist á ný. Ég hef því ákveðið að gefa kost á mér sem formaður Sjálfstæðisflokksins. Ég trúi því að framboð mitt styrki stöðu Sjálfstæðisflokksins í næstu kosningum. Formannskjörið snýst einfaldlega um það, hver sé líklegastur til að leiða okkur sjálfstæðismenn til sigurs í næstu kosningum. Með sigri getum við rofið kyrrstöðuna sem hvílir eins og mara á þjóðinni. Við viljum auka val fólksins og minnka umsvif hins opinbera. Við verðum að koma vinstri stjórninni frá til að auka atvinnu, lækka skuldir heimilanna og tryggja að Ísland verði land tækifæra, lífsgæða og farsælla lausna. Eitt mikilvægasta viðfangsefni næstu ríkisstjórnar er að lækka skatta. Þegar ég var borgarstjóri fannst mér mestu máli skipta að við hækkuðum ekki skatta á borgarbúa. Í stað þess að hækka skatta drógum við saman í stjórnsýslunni og hagræddum í rekstri borgarinnar í góðri sátt við íbúa. Þannig fór Reykjavíkurborg í gegnum erfiðasta hluta niðursveiflunnar. Við sýndum og sönnuðum að það er hægt að ná miklum árangri á erfiðum tímum án þess að hækka skatta. Sjálfstæðismenn þekkja mig af þessum störfum og hafa hvatt mig til að færa þessar áherslur inn í landsmálin, enda séu nýjar áherslur og ný vinnubrögð forsenda þess að okkar bíði nýtt upphaf. Ég er reiðubúin að helga því verkefni alla mína krafta. Kosningarnar næst þurfa að tryggja að þjóðin fái starfhæfa ríkisstjórn og Sjálfstæðisflokkurinn á þar að vera leiðandi afl. Til þess að svo geti orðið þarf hann að verða sterkari, njóta meiri stuðnings og aukins trausts. Komandi landsfundur er einn sá mikilvægasti í sögu Sjálfstæðisflokksins. Bæði vegna þeirra málefna sem þar verður tekin afstaða til en líka vegna þess að á landsfundinum er það meginverkefni landsfundarfulltrúa að velja formann sem leiðir Sjálfstæðisflokkinn til sigurs í næstu kosningum. Ég er reiðubúin í það og mun því óska eftir stuðningi sem formaður Sjálfstæðisflokksins. Mest lesið Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags Innlent Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Innlent Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Innlent Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Innlent Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Innlent Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Innlent Barinn við barinn en gerandinn farinn Innlent Fleiri fréttir Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu Sjá meira
„Ég trúi því að framboð mitt styrki stöðu Sjálfstæðisflokksins í næstu kosningum. Formannskjörið snýst einfaldlega um það, hver sé líklegastur til að leiða okkur sjálfstæðismenn til sigurs í næstu kosningum. Með sigri getum við rofið kyrrstöðuna sem hvílir eins og mara á þjóðinni," segir Hanna Birna Kristjánsdóttir, oddviti borgarstjórnarflokks Sjálfstæðisflokksins, í yfirlýsingu sem hún sendi frá sér rétt í þessu vegna framboðs síns til formanns Sjálfstæðisflokksins. Í yfirlýsingunni segir hún að komandi landsfundur sé einn sá mikilvægasti í sögu Sjálfstæðisflokksins. Bæði vegna þeirra málefna sem þar verði tekin afstaða til en líka vegna þess að á landsfundinum sé það meginverkefni landsfundarfulltrúa að velja formann sem leiði Sjálfstæðisflokkinn til sigurs í næstu kosningum. „Ég er reiðubúin í það og mun því óska eftir stuðningi sem formaður Sjálfstæðisflokksins,“ segir Hanna Birna.Yfirlýsingin í heild sinni Í nærri 20 ár hef ég helgað mig baráttunni fyrir betra samfélagi. Ég hef gegnt fjölmörgum trúnaðarstörfum innan Sjálfstæðisflokksins og nú síðast sem borgarstjóri. Síðustu vikur hefur það ítrekað komið fram að mikill meirihluti sjálfstæðismanna telur að nú sé rétti tíminn til að ég gefi kost á mér sem formaður flokksins. Þannig geti Sjálfstæðisflokkurinn tekið af skarið í þeirri endurnýjun sem þarf að eiga sér stað í íslenskum stjórnmálum. Endurnýjun er nauðsynleg til að traust á stjórnmálum aukist á ný. Ég hef því ákveðið að gefa kost á mér sem formaður Sjálfstæðisflokksins. Ég trúi því að framboð mitt styrki stöðu Sjálfstæðisflokksins í næstu kosningum. Formannskjörið snýst einfaldlega um það, hver sé líklegastur til að leiða okkur sjálfstæðismenn til sigurs í næstu kosningum. Með sigri getum við rofið kyrrstöðuna sem hvílir eins og mara á þjóðinni. Við viljum auka val fólksins og minnka umsvif hins opinbera. Við verðum að koma vinstri stjórninni frá til að auka atvinnu, lækka skuldir heimilanna og tryggja að Ísland verði land tækifæra, lífsgæða og farsælla lausna. Eitt mikilvægasta viðfangsefni næstu ríkisstjórnar er að lækka skatta. Þegar ég var borgarstjóri fannst mér mestu máli skipta að við hækkuðum ekki skatta á borgarbúa. Í stað þess að hækka skatta drógum við saman í stjórnsýslunni og hagræddum í rekstri borgarinnar í góðri sátt við íbúa. Þannig fór Reykjavíkurborg í gegnum erfiðasta hluta niðursveiflunnar. Við sýndum og sönnuðum að það er hægt að ná miklum árangri á erfiðum tímum án þess að hækka skatta. Sjálfstæðismenn þekkja mig af þessum störfum og hafa hvatt mig til að færa þessar áherslur inn í landsmálin, enda séu nýjar áherslur og ný vinnubrögð forsenda þess að okkar bíði nýtt upphaf. Ég er reiðubúin að helga því verkefni alla mína krafta. Kosningarnar næst þurfa að tryggja að þjóðin fái starfhæfa ríkisstjórn og Sjálfstæðisflokkurinn á þar að vera leiðandi afl. Til þess að svo geti orðið þarf hann að verða sterkari, njóta meiri stuðnings og aukins trausts. Komandi landsfundur er einn sá mikilvægasti í sögu Sjálfstæðisflokksins. Bæði vegna þeirra málefna sem þar verður tekin afstaða til en líka vegna þess að á landsfundinum er það meginverkefni landsfundarfulltrúa að velja formann sem leiðir Sjálfstæðisflokkinn til sigurs í næstu kosningum. Ég er reiðubúin í það og mun því óska eftir stuðningi sem formaður Sjálfstæðisflokksins.
Mest lesið Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags Innlent Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Innlent Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Innlent Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Innlent Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Innlent Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Innlent Barinn við barinn en gerandinn farinn Innlent Fleiri fréttir Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu Sjá meira