Innlent

Innbrot í verslun á Akureyri

Brotist var inn í verslun  á Lónsbakkasvæðinu í útjaðri Akureyrar í nótt og þaðan stolið nokkrum dýrum raftækjum. Andvirði þýfisins hleypur á hundruðum þúsunda króna.

Þjófurinn var fljótur að athafna sig á vettvangi, því viðvörunarkerfi fór í gang og gerði lögreglu viðvart. Þjófurinn var á bak og burt þegar lögreglan kom á vettvang skömmu síðar og er hann ófundinn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×