Innlent

Boða til mótmæla við bandaríska sendiráðið

Mynd/AP
Boðað hefur verið til samstöðumótmæla fyrir utan bandaríska sendiráðið á Laufásvegi á morgun. Tilefnið er afmælisdagur Bradley Manning en hann verður 24 ára á morgun. Manning, sem er í bandaríska hernum, hefur verið í fangelsi í tvö ár eða allt frá því upp komst um að hann hefði látið WikiLeaks í té þúsundir skjala sem vörðuðu meðal annars framferði Bandaríkjamanna í Írak.

Mál hans var loks tekið fyrir í Bandaríkjunum í dag. „Af þessu tilefni er blásið til samstöðumótmæla við bandarísk sendiráð víðsvegar um heim. Ísland er þar ekki undantekning,“ segir í tilkynningu sem undirrituð er af Þórði Birni Sigurðssyni. „Boðað er til samstöðumótmæla í formi afmælisveislu til heiðurs Bradley Manning við bandaríska sendiráðið kl. 18.00 - 19.00 á morgun, laugardaginn 17. desember 2011.“

„Að afhjúpa stríðsglæpi er ekki glæpsamlegt,“ segir að lokum.

Facebook síðu um viðburðinn er að finna hér.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×