Lífið

Aniston og skeggjaði kærastinn

MYNDIR/Cover Media
Leikkonan Jennifer Aniston, 42 ára, og skeggjaði kærastinn hennar, leikarinn Justin Theroux nutu samverunnar í Soho í New York eins og sjá má í meðfylgjandi myndasafni.

Justin og Jennifer kynntust við tökur á myndinni Wanderlust en sáust fyrst saman í byrjun júní þar sem þau leiddust og létu vel að hvort öðru á röltinu um götur New York borgar. Justin flutti út frá sambýliskonu sinni til fjórtán ára, búningahönnuðinum Heidi Bivens og núna er hann fluttur inn til Jennifer.

„Hún féll fyrir honum strax.Hann er fyndinn og ljúfur og það er mjög auðvelt að vera í kringum hann. Þau byrjuðu að daðra í veislu sem Jennifer hélt fyrir tökuliðið en hafa farið mjög varlega í sakirnar," var haft eftir vini leikkonunnar.

Burtséð frá tilhugalífi leikkonunnar var tilkynnt á dögunum að Jennifer fengi sína eigin Hollywood Walk of fame stjörnu, sem þykir mikill heiður í kvikmyndageiranum.  Sjá myndirnar hér.

Lífið býður í rómantískt bíó (Facebookleikur).










Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.