Enski boltinn

Denilson búinn að fá nóg af titlaleysinu og vill fara frá Arsenal

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Denilson er í fýlu og  fara.
Denilson er í fýlu og fara.
Brasilíumaðurinn Denilson hefur komið öllum hjá Arsenal í opna skjöldu með því að fara fram á að yfirgefa félagið sem hann hefur verið hjá síðan 2006. Þessi 23 ára miðjumaður er búinn að spila 150 leiki fyrir félagið. Hann er eins og margir orðinn þreyttur á titlaleysi félagsins.

"Þetta hefur verið versta tímabilið á mínum ferli. Ég er alveg miður mín. Ég er sigurvegari og kom hingað til þess að vinna titla. Á fimm árum hef ég ekki unnið neitt," sagði Denilson.

"Ferill leikmanna er stuttur og það er kominn tími á nýja áskorun. Þessi ákvörðun er engin skyndiákvörðun. Ég var búinn að ákveða þetta fyrir átta mánuðum síðan. Þá var ég búinn að fá nóg af því að koma heim í vondu skapi."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×