Enski boltinn

Beckham spilar í kveðjuleik Neville

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Neville og Beckham eru miklir vinir. Þeir fagna hér saman árið 1999.
Neville og Beckham eru miklir vinir. Þeir fagna hér saman árið 1999.
LA Galaxy hefur nú loksins staðfest að David Beckham fái að spila kveðjuleik Gary Neville á þriðjudag. Becks og Gary eru perluvinir og Becks lagði því mikla áherslu á að komast í leikinn.

"Ég held að Bruce Arena þjálfari hafi skilið hversu miklu máli þessi leikur skipti fyrir mig. Ég vil vera þarna með vini mínum," sagði Beckham kátur.

Nicky Butt og Phil Neville munu einnig taka þátt í leiknum þar sem hinn frægi ´92 árgangur Man. Utd sameinast á ný. Þessir strákar eiga mikinn þátt í frábæri gengi Man. Utd í gegnum árin.

"Það er frábært að ná því að sameina þessa stráka alla saman. Scholesy og Giggsy verða líka með þeim. Þessir strákar sköpuðu frábæran anda í liðinu," sagði Sir Alex Ferguson, stjóri Man. Utd.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×