Mugison flytur á mölina 23. ágúst 2011 10:15 Kominn suður Mugison hefur búið fyrir vestan síðan 2002 ef undanskilið er eitt ár. Hann hyggst setjast á skólabekk til að læra betur á hljóðfærið sem hann smíðaði sjálfur.Fréttablaðið/Stefán Einn dáðasti sonur Vestfjarða, Örn Elías Guðmundsson eða Mugison, er fluttur á mölina og hyggst setjast á skólabekk í haust. Hann ætlar jafnframt að stjórna rokkhátíðinni Aldrei fór ég suður með harðri hendi gegnum tölvupóst. „Enda býr rokkstjórinn Jón Þór Þorleifsson líka hérna fyrir sunnan og við tveir getum bara sent skeyti vestur og látið aðra um að púla fyrir okkur.“ Mugison ætlar að fara í meistaranámið Sköpun, miðlun og frumkvöðlastarf í Listaháskólanum en það er kennt í samstarfi við fimm aðra tónlistarháskóla í Evrópu. „Upphaflega pælingin var að fara á listamannalaun og fara í hálfgerða einkaþjálfun á hljóðfærið sem ég bjó til. Þannig að ég sótti um en fékk ekki. Og þá var það bara plan B, ég gerði næstum copy/paste á listamannalauna-umsóknina og komst inn í skólann. Sem er náttúrlega áfellisdómur yfir íslenska skólakerfinu,“ segir Mugison og skellir upp úr. Hann ætlar að reyna að komast í gegnum námið án þess að fara á námslán, vill fjármagna námið eftir öðrum leiðum. „En ef næsta plata gengur illa þá mun ég fara á þau, alveg pottþétt,“ en hún kemur út 1. október og verða útgáfutónleikar af því tilefni í Fríkirkjunni. Mugison er ekki búinn að finna íbúð fyrir fjölskylduna en þau hafa fengið inni hjá góðum vini sínum á Grenimel í Vesturbæ Reykjavíkur þangað til. „Ég veit ekki hvar við verðum, skólinn er í miðbænum og mig langar mest af öllu að losa mig við bílinn. Það eina sem maður gerir hérna í Reykjavík er að sitja í bíl og skutla fólki hingað og þangað. Þannig að ætli ég endi ekki sem miðbæjarrotta.“ Örn er hins vegar ekki búinn að selja húsið fyrir vestan en hefur leigt það út í allan vetur. Flutningurinn á mölina mæltist misvel fyrir og Örn viðurkennir að pabbi sinn hafi haft uppi hávær mótmæli. „Tengdamamma bjó við hliðina á okkur og var svona amma „deluxe“ fyrir börnin og hún var heldur ekkert sátt. Mamma mín býr reyndar í bænum og ætlar að taka við þeim titli fyrir börnin þegar pabbinn fer að vera leiðinlegur.“ freyrgigja@frettabladid.is Lífið Mest lesið „Ég heyrði þá kalla á mig en gat engu svarað“ Lífið Nýkominn úr meðferð og „sjaldan verið betur nýsleginn túskildingur“ Lífið Heilsu krónprinsessunnar hrakar gríðarlega Lífið Best klæddu Íslendingarnir 2025 Tíska og hönnun Úr öskunni í eldinn Gagnrýni Flýta jólasýningunni um klukkutíma vegna lengdar Menning Laufey á lista Obama Lífið „Það jafnar sig enginn eftir svona og við munum aldrei gera það“ Lífið Pete orðinn pabbi Lífið Þriðja stigs krabbameinið það besta sem kom fyrir hann Lífið Fleiri fréttir Fáklæddir barþjónar þegar Regnboginn opnaði í Bíó Paradís Þriðja stigs krabbameinið það besta sem kom fyrir hann Dúnninn bakaður í fjóra sólarhringa til að drepa allt í honum Heilsu krónprinsessunnar hrakar gríðarlega Pete orðinn pabbi Nýkominn úr meðferð og „sjaldan verið betur nýsleginn túskildingur“ Laufey á lista Obama „Ég heyrði þá kalla á mig en gat engu svarað“ Opnar sig í fyrsta sinn: Kyssti yfirmanninn í fyrsta sinn þetta kvöld Sex hundruð ára kastali Björns í Frakklandi svo gott sem klár Fyrirsát að Valgerði, Stund Pírata og meint alzheimer Þráins Bertelssonar „Það jafnar sig enginn eftir svona og við munum aldrei gera það“ Ungir sjálfstæðismenn gefa út vandræðalegt fjölskyldudagatal Keough sögð líffræðileg móðir Benjamin Travolta Rússland aftur í Eurovision - undirskriftasöfnun Óskarsverðlaununum streymt á Youtube Karmað muni bíta þjófinn í rassinn þegar títan og glyttan byrja að dansa í hitanum Hreimur og Ólafur Darri perluvinir sem horfa á enska boltann saman „Ég er mamman sem gat aldrei gefið honum það sem hann óskaði sér“ Áttu að hitta Reiner-hjónin daginn örlagaríka Leynigesturinn hitti Heimi Karls beint í hjartastað Sannkölluð útsýnisperla með potti í Skerjafirði Kristófer Acox og Guðrún Elísabet eiga von á barni Reynihvammur 39 jólahús Kópavogsbæjar Þingmaður selur húsið Segja Helenu fara með „hreinar rangfærslur“ Skrifaði eftirréttasöguna: „Er hann geðbilaður?“ Palestínskir fánar leyfðir og óánægjuhróp áhorfenda ekki falin Féllu örmagna til jarðar eftir langa þriðju vakt „Þegar maður er með einhverjum sem elskar að borða, þá er svo gaman að elda“ Sjá meira
Einn dáðasti sonur Vestfjarða, Örn Elías Guðmundsson eða Mugison, er fluttur á mölina og hyggst setjast á skólabekk í haust. Hann ætlar jafnframt að stjórna rokkhátíðinni Aldrei fór ég suður með harðri hendi gegnum tölvupóst. „Enda býr rokkstjórinn Jón Þór Þorleifsson líka hérna fyrir sunnan og við tveir getum bara sent skeyti vestur og látið aðra um að púla fyrir okkur.“ Mugison ætlar að fara í meistaranámið Sköpun, miðlun og frumkvöðlastarf í Listaháskólanum en það er kennt í samstarfi við fimm aðra tónlistarháskóla í Evrópu. „Upphaflega pælingin var að fara á listamannalaun og fara í hálfgerða einkaþjálfun á hljóðfærið sem ég bjó til. Þannig að ég sótti um en fékk ekki. Og þá var það bara plan B, ég gerði næstum copy/paste á listamannalauna-umsóknina og komst inn í skólann. Sem er náttúrlega áfellisdómur yfir íslenska skólakerfinu,“ segir Mugison og skellir upp úr. Hann ætlar að reyna að komast í gegnum námið án þess að fara á námslán, vill fjármagna námið eftir öðrum leiðum. „En ef næsta plata gengur illa þá mun ég fara á þau, alveg pottþétt,“ en hún kemur út 1. október og verða útgáfutónleikar af því tilefni í Fríkirkjunni. Mugison er ekki búinn að finna íbúð fyrir fjölskylduna en þau hafa fengið inni hjá góðum vini sínum á Grenimel í Vesturbæ Reykjavíkur þangað til. „Ég veit ekki hvar við verðum, skólinn er í miðbænum og mig langar mest af öllu að losa mig við bílinn. Það eina sem maður gerir hérna í Reykjavík er að sitja í bíl og skutla fólki hingað og þangað. Þannig að ætli ég endi ekki sem miðbæjarrotta.“ Örn er hins vegar ekki búinn að selja húsið fyrir vestan en hefur leigt það út í allan vetur. Flutningurinn á mölina mæltist misvel fyrir og Örn viðurkennir að pabbi sinn hafi haft uppi hávær mótmæli. „Tengdamamma bjó við hliðina á okkur og var svona amma „deluxe“ fyrir börnin og hún var heldur ekkert sátt. Mamma mín býr reyndar í bænum og ætlar að taka við þeim titli fyrir börnin þegar pabbinn fer að vera leiðinlegur.“ freyrgigja@frettabladid.is
Lífið Mest lesið „Ég heyrði þá kalla á mig en gat engu svarað“ Lífið Nýkominn úr meðferð og „sjaldan verið betur nýsleginn túskildingur“ Lífið Heilsu krónprinsessunnar hrakar gríðarlega Lífið Best klæddu Íslendingarnir 2025 Tíska og hönnun Úr öskunni í eldinn Gagnrýni Flýta jólasýningunni um klukkutíma vegna lengdar Menning Laufey á lista Obama Lífið „Það jafnar sig enginn eftir svona og við munum aldrei gera það“ Lífið Pete orðinn pabbi Lífið Þriðja stigs krabbameinið það besta sem kom fyrir hann Lífið Fleiri fréttir Fáklæddir barþjónar þegar Regnboginn opnaði í Bíó Paradís Þriðja stigs krabbameinið það besta sem kom fyrir hann Dúnninn bakaður í fjóra sólarhringa til að drepa allt í honum Heilsu krónprinsessunnar hrakar gríðarlega Pete orðinn pabbi Nýkominn úr meðferð og „sjaldan verið betur nýsleginn túskildingur“ Laufey á lista Obama „Ég heyrði þá kalla á mig en gat engu svarað“ Opnar sig í fyrsta sinn: Kyssti yfirmanninn í fyrsta sinn þetta kvöld Sex hundruð ára kastali Björns í Frakklandi svo gott sem klár Fyrirsát að Valgerði, Stund Pírata og meint alzheimer Þráins Bertelssonar „Það jafnar sig enginn eftir svona og við munum aldrei gera það“ Ungir sjálfstæðismenn gefa út vandræðalegt fjölskyldudagatal Keough sögð líffræðileg móðir Benjamin Travolta Rússland aftur í Eurovision - undirskriftasöfnun Óskarsverðlaununum streymt á Youtube Karmað muni bíta þjófinn í rassinn þegar títan og glyttan byrja að dansa í hitanum Hreimur og Ólafur Darri perluvinir sem horfa á enska boltann saman „Ég er mamman sem gat aldrei gefið honum það sem hann óskaði sér“ Áttu að hitta Reiner-hjónin daginn örlagaríka Leynigesturinn hitti Heimi Karls beint í hjartastað Sannkölluð útsýnisperla með potti í Skerjafirði Kristófer Acox og Guðrún Elísabet eiga von á barni Reynihvammur 39 jólahús Kópavogsbæjar Þingmaður selur húsið Segja Helenu fara með „hreinar rangfærslur“ Skrifaði eftirréttasöguna: „Er hann geðbilaður?“ Palestínskir fánar leyfðir og óánægjuhróp áhorfenda ekki falin Féllu örmagna til jarðar eftir langa þriðju vakt „Þegar maður er með einhverjum sem elskar að borða, þá er svo gaman að elda“ Sjá meira