Lífið

Kvenfélagskonur fækka fötum á ný

Konurnar í Kvenfélagi Biskupstungna sátu meðal annars fyrir í Bjarnabúð í Biskupstungum.
Konurnar í Kvenfélagi Biskupstungna sátu meðal annars fyrir í Bjarnabúð í Biskupstungum. Mynd/Lilja Matthíasdóttir
„Við erum að sýna konurnar eins og þær eru, engar þvengmjóar fyrirsætur heldur venjulegar konur," segir Sigríður Sigurfinnsdóttir, ein af konunum í kvenfélagi Biskupstungna.

Kvenfélag Biskupstungna hefur sent frá sér ögrandi dagatal þar sem konurnar í félaginu sitja fáklæddar fyrir við ýmis störf. Héraðsfréttablaðið Dagskráin greindi frá dagatalinu í gær, en þær sendu frá sér sams konar dagatal fyrir tveimur árum sem sló í gegn að sögn Sigríðar, sem var í heyskap þegar Fréttablaðið náði í hana.

„Já, dagatalið sló í gegn. Hristi vel upp í mannskapnum. Ég held að flestir hafi haft gaman að þessu," segir hún. „Auðvitað storkar maður einhverjum, en það gerir ekkert til."

Er tölvutæknin notuð til að fegra myndirnar? „Nei, þetta er bara eins og það er."

En er eina aðferðin sem virkar til fjáröflunar að fækka fötum?

„Nei. Þetta er bara ein af þeim."

Þetta vekur kannski meiri athygli en kökubasar?

„Já. Við erum að reyna að gera hlutina öðruvísi. Sýna að úti um allt land eru konur að gera skemmtilega hluti fyrir sjálfar sig. Þetta er rosalega gaman og við voru að stökkva út í djúpu laugina – sérstaklega þegar við gerðum þetta fyrst."

Ágóðinn af sölu dagatalsins rennur til ýmissa góðgerðarmála, en hægt er að nálgast það í Bjarnabúð í Reykholti, Gullfosskaffi og á vefsíðunni garn.is.

- afb






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.