Bon Jovi og fjölskylda orðlaus yfir Íslandsdvölinni 8. júlí 2011 11:00 Bon Jovi og fjölskylda ferðuðust um í þyrlu á Íslandi og flugu meðal annars til Vestmannaeyja. Mynd/Stefán Rokksöngvarinn Jon Bon Jovi dvaldi á Íslandi í vikunni ásamt fjölskyldu sinni, eins og fram hefur komið í fjölmiðlum. Hann var gríðarlega ánægður með dvölina, samkvæmt skipuleggjanda ferðalagsins. „Þetta er eitt skemmtilegasta verkefni sem ég hef tekið þátt í," segir Þorbjörg Sigurðardóttir, framkvæmdastjóri Visitor, sem skipulagði ferðir söngvarans Jons Bon Jovi og fjölskyldu hans á Íslandi. Jon Bon Jovi kom til landsins ásamt eiginkonu sinni, fjórum börnum, aðstoðarmanni og eiginkonu hans um síðustu helgi. Þau dvöldu á Hótel Borg, en ferðuðust mikið um Suðurland. Hópurinn skoðaði meðal annars Gullfoss, Geysi og Vestmannaeyjar ásamt því að ferðast vestur í Borgarfjörð. Þorbjörg, eða Obbý eins og hún er ávallt kölluð, segir Bon Jovi og fjölskyldu hafa kunnað gríðarlega vel við sig á Íslandi. „Þau eiga ekki til orð. Þau héldu að þau væru búin að sjá allt, en þetta var algjör upplifun. Þeim fannst hver dagur ótrúlegur," segir Obbý. „Þetta var rosalega skemmtilegt verkefni og fjölskyldan er alveg frábær. Það eru engir stjörnustælar í þeim." Obbý segir að hann hafi að mestu verið látinn í friði á Íslandi, þó að nokkrir hafi stokkið á hann og fengið mynd af sér með goðinu. „Þetta var mjög hefðbundið, allt sem var gert og þau voru eins og hverjir aðrir túristar," segir Obbý. „Þau fóru um bæinn og fæstir þekktu þau. Hann var mjög hissa á því hvað hann fékk mikinn frið." Bon Jovi fór til Tyrklands eftir að Íslandsdvöl hans lauk, en hann kemur fram á tónleikum í Istanbúl í kvöld ásamt hljómsveit sinni. Obbý segir hann ekki hafa útilokað að koma aftur til landsins og að hann sé kominn í hóp svokallaðra Íslandsvina. „Allt sem við gerðum sló í gegn og var það stórkostlegasta sem þau hafa lent í," segir hún. atlifannar@frettabladid.is Mest lesið Þáttur Kimmel af sjónvarpsskjánum um óákveðinn tíma Lífið Ævintýralegt frí Ómars og Evu Margrétar á Ítalíu Lífið Er Lína Langsokkur woke? Gagnrýni Kynlífsmyndband í Ásmundarsal Lífið Skaut mink í eldhúsi í Garðabæ Lífið Hvernig getur kona sem er komin í tíðahvörf fundið neistann til að stunda kynlíf aftur? Lífið Kærastinn skyndilega orðinn „pabbi“ Aldísar Lífið Ótrúlegt útsýni og erfiðar aðstæður á Skessuhorni Lífið Bullandi boltastemning á árshátíð Sýnar Lífið Íslandsmeistari í kokteilagerð selur slotið Lífið Fleiri fréttir Allsgáður í sjö ár: „Mæli með“ Skaut mink í eldhúsi í Garðabæ Íslandsmeistari í kokteilagerð selur slotið Ótrúlegt útsýni og erfiðar aðstæður á Skessuhorni Ævintýralegt frí Ómars og Evu Margrétar á Ítalíu Kynlífsmyndband í Ásmundarsal Þáttur Kimmel af sjónvarpsskjánum um óákveðinn tíma Hvernig getur kona sem er komin í tíðahvörf fundið neistann til að stunda kynlíf aftur? „Þú ert svo falleg“ Djúsí Ceasar vefja sem klikkar seint Bullandi boltastemning á árshátíð Sýnar Fjölgar mannkyninu enn frekar Berjamó með sjálfum Berjakarlinum Eiríkur og Alma selja smekklega hæð í Garðabæ Fór ein í eftirpartý með Drake en segir ekki meir „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Kærastinn skyndilega orðinn „pabbi“ Aldísar Borguðu norn fyrir gott veður á brúðkaupsdaginn Fjallar ekki um eiturlyf í dýrðarljóma „Án djóks besta kvöld lífs míns“ Robert Redford er látinn Norska konungsfjölskyldan krefst breytinga á heimildarmynd Netflix Fyrst „stóru fimm“ til að hóta sniðgöngu Keyptu vistvænt hús í Garðabæ af meðlimi Sigur Rósar Fögur hæð í frönskum stíl „Hann varð fyrir gríðarlega miklum árásum úr samfélaginu“ Mægðurnar Vanda Sig og Dísa sögðu fokk við ofbeldi Salka Sól og Elísabet Jökuls mættu á frumsýningu „Komst ekki á Emmy-hátíðina en komst á bráðamóttökuna“ Staða inn á fótboltavelli sem heitir það sama og bleyjutegund Sjá meira
Rokksöngvarinn Jon Bon Jovi dvaldi á Íslandi í vikunni ásamt fjölskyldu sinni, eins og fram hefur komið í fjölmiðlum. Hann var gríðarlega ánægður með dvölina, samkvæmt skipuleggjanda ferðalagsins. „Þetta er eitt skemmtilegasta verkefni sem ég hef tekið þátt í," segir Þorbjörg Sigurðardóttir, framkvæmdastjóri Visitor, sem skipulagði ferðir söngvarans Jons Bon Jovi og fjölskyldu hans á Íslandi. Jon Bon Jovi kom til landsins ásamt eiginkonu sinni, fjórum börnum, aðstoðarmanni og eiginkonu hans um síðustu helgi. Þau dvöldu á Hótel Borg, en ferðuðust mikið um Suðurland. Hópurinn skoðaði meðal annars Gullfoss, Geysi og Vestmannaeyjar ásamt því að ferðast vestur í Borgarfjörð. Þorbjörg, eða Obbý eins og hún er ávallt kölluð, segir Bon Jovi og fjölskyldu hafa kunnað gríðarlega vel við sig á Íslandi. „Þau eiga ekki til orð. Þau héldu að þau væru búin að sjá allt, en þetta var algjör upplifun. Þeim fannst hver dagur ótrúlegur," segir Obbý. „Þetta var rosalega skemmtilegt verkefni og fjölskyldan er alveg frábær. Það eru engir stjörnustælar í þeim." Obbý segir að hann hafi að mestu verið látinn í friði á Íslandi, þó að nokkrir hafi stokkið á hann og fengið mynd af sér með goðinu. „Þetta var mjög hefðbundið, allt sem var gert og þau voru eins og hverjir aðrir túristar," segir Obbý. „Þau fóru um bæinn og fæstir þekktu þau. Hann var mjög hissa á því hvað hann fékk mikinn frið." Bon Jovi fór til Tyrklands eftir að Íslandsdvöl hans lauk, en hann kemur fram á tónleikum í Istanbúl í kvöld ásamt hljómsveit sinni. Obbý segir hann ekki hafa útilokað að koma aftur til landsins og að hann sé kominn í hóp svokallaðra Íslandsvina. „Allt sem við gerðum sló í gegn og var það stórkostlegasta sem þau hafa lent í," segir hún. atlifannar@frettabladid.is
Mest lesið Þáttur Kimmel af sjónvarpsskjánum um óákveðinn tíma Lífið Ævintýralegt frí Ómars og Evu Margrétar á Ítalíu Lífið Er Lína Langsokkur woke? Gagnrýni Kynlífsmyndband í Ásmundarsal Lífið Skaut mink í eldhúsi í Garðabæ Lífið Hvernig getur kona sem er komin í tíðahvörf fundið neistann til að stunda kynlíf aftur? Lífið Kærastinn skyndilega orðinn „pabbi“ Aldísar Lífið Ótrúlegt útsýni og erfiðar aðstæður á Skessuhorni Lífið Bullandi boltastemning á árshátíð Sýnar Lífið Íslandsmeistari í kokteilagerð selur slotið Lífið Fleiri fréttir Allsgáður í sjö ár: „Mæli með“ Skaut mink í eldhúsi í Garðabæ Íslandsmeistari í kokteilagerð selur slotið Ótrúlegt útsýni og erfiðar aðstæður á Skessuhorni Ævintýralegt frí Ómars og Evu Margrétar á Ítalíu Kynlífsmyndband í Ásmundarsal Þáttur Kimmel af sjónvarpsskjánum um óákveðinn tíma Hvernig getur kona sem er komin í tíðahvörf fundið neistann til að stunda kynlíf aftur? „Þú ert svo falleg“ Djúsí Ceasar vefja sem klikkar seint Bullandi boltastemning á árshátíð Sýnar Fjölgar mannkyninu enn frekar Berjamó með sjálfum Berjakarlinum Eiríkur og Alma selja smekklega hæð í Garðabæ Fór ein í eftirpartý með Drake en segir ekki meir „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Kærastinn skyndilega orðinn „pabbi“ Aldísar Borguðu norn fyrir gott veður á brúðkaupsdaginn Fjallar ekki um eiturlyf í dýrðarljóma „Án djóks besta kvöld lífs míns“ Robert Redford er látinn Norska konungsfjölskyldan krefst breytinga á heimildarmynd Netflix Fyrst „stóru fimm“ til að hóta sniðgöngu Keyptu vistvænt hús í Garðabæ af meðlimi Sigur Rósar Fögur hæð í frönskum stíl „Hann varð fyrir gríðarlega miklum árásum úr samfélaginu“ Mægðurnar Vanda Sig og Dísa sögðu fokk við ofbeldi Salka Sól og Elísabet Jökuls mættu á frumsýningu „Komst ekki á Emmy-hátíðina en komst á bráðamóttökuna“ Staða inn á fótboltavelli sem heitir það sama og bleyjutegund Sjá meira