Hvenær fóru trúmál að skipta sköpum í kosningum? Magnús sveinn Helgason skrifar 1. október 2011 03:00 Magnús sveinn Helgason Sagnfræðingurinn Magnús Sveinn Helgason, sem kennir bandarísk stjórnmál við Háskólann á Bifröst, segir ljóst að mál tengd kristinni trú og gildum séu mikilvæg í stjórnmálabaráttunni þar í landi. „Það hefur sýnt sig undanfarið að repúblikanar sem eru líklegir til að kjósa í prófkjörum hafa verið að færast til hægri og hófsömum hefur fækkað. Þessi grasrót er íhaldssöm í siðferðismálum og metur frambjóðendur út frá sinni eigin veraldarsýn. Vilji frambjóðendur komast í gegnum prófkjör þurfa þeir sem sagt að höfða afdráttarlaust til grasrótarinnar. Þarna er um nokkur lykilmál að ræða. Á tíunda áratugnum var það afstaða til fóstureyðinga en nú virðist sem nýjasta prófmálið sé þróunarkenningin gegn sköpunarkenningu Biblíunnar.“ Magnús segir að þessi trúarlegu siðferðismál hafi hafið innreið sína í stjórnmál vestanhafs fyrir alvöru með forsetaframboði demókratans Jimmys Carter árið 1976. Árin þar á undan hafi frjálslyndi aukist í samfélaginu með auknum réttindum kvenna, blökkumanna og annarra hópa sem höfðu áður verið undirokaðir, og kristna íhaldshreyfingin hafi orðið til sem viðbrögð við þeirri þróun. „Þar komu kristnir inn sem ákveðinn öflugur kjósendahópur í fyrsta sinn. Svo náði Ronald Reagan þessum hópi frá demókrötum og síðan þá hafa repúblikanar nokkurn veginn haldið þeim.“ Magnús segir áhrif strangtrúaðra hafa dvínað á níunda áratugnum og í upphafi þess tíunda en þá hafi þeir stimplað sig inn á ný. „Eftir það hafa þeir haft mjög sterka stöðu og mikið vægi í bandarískum stjórnmálum.“ Fréttir Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Erlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Erlent „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Innlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Innlent Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Erlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Fleiri fréttir Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Sjá meira
Sagnfræðingurinn Magnús Sveinn Helgason, sem kennir bandarísk stjórnmál við Háskólann á Bifröst, segir ljóst að mál tengd kristinni trú og gildum séu mikilvæg í stjórnmálabaráttunni þar í landi. „Það hefur sýnt sig undanfarið að repúblikanar sem eru líklegir til að kjósa í prófkjörum hafa verið að færast til hægri og hófsömum hefur fækkað. Þessi grasrót er íhaldssöm í siðferðismálum og metur frambjóðendur út frá sinni eigin veraldarsýn. Vilji frambjóðendur komast í gegnum prófkjör þurfa þeir sem sagt að höfða afdráttarlaust til grasrótarinnar. Þarna er um nokkur lykilmál að ræða. Á tíunda áratugnum var það afstaða til fóstureyðinga en nú virðist sem nýjasta prófmálið sé þróunarkenningin gegn sköpunarkenningu Biblíunnar.“ Magnús segir að þessi trúarlegu siðferðismál hafi hafið innreið sína í stjórnmál vestanhafs fyrir alvöru með forsetaframboði demókratans Jimmys Carter árið 1976. Árin þar á undan hafi frjálslyndi aukist í samfélaginu með auknum réttindum kvenna, blökkumanna og annarra hópa sem höfðu áður verið undirokaðir, og kristna íhaldshreyfingin hafi orðið til sem viðbrögð við þeirri þróun. „Þar komu kristnir inn sem ákveðinn öflugur kjósendahópur í fyrsta sinn. Svo náði Ronald Reagan þessum hópi frá demókrötum og síðan þá hafa repúblikanar nokkurn veginn haldið þeim.“ Magnús segir áhrif strangtrúaðra hafa dvínað á níunda áratugnum og í upphafi þess tíunda en þá hafi þeir stimplað sig inn á ný. „Eftir það hafa þeir haft mjög sterka stöðu og mikið vægi í bandarískum stjórnmálum.“
Fréttir Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Erlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Erlent „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Innlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Innlent Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Erlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Fleiri fréttir Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Sjá meira