Leikkonan Denise Richards ættleiddi á dögunum nýfædda stúlku sem hefur fengið nafnið Joni. Richards á fyrir tvær dætur með leikaranum og vandræðagemlingnum Charlie Sheen en þau skildu árið 2006. Miklar forræðisdeilur hafa staðið á milli þeirra en deilurnar leystust í fyrra og deila þau nú forræði.
Langt er síðan Richards var áberandi á hvíta tjaldinu en líklega einbeitir hún sér núna að því að vera einstæð þriggja barna móðir.
Einstæð og ættleiðir
