Lífið

Opnar veitingastað gengin 29 vikur

„Ég er komin 29 vikur og er með strák. Ég leit í spegil í gær þegar ég var að gera mig tilbúna fyrir partýið og sá þá eiginlega í fyrsta skipti ólétta konu," segir Hrefna Rósa Sætran sem opnaði nýjan veitingastað, Grillmarkaðinn, í Lækjargötu í gær og það með látum eins og sjá má myndunum.

„Ég er búin að vera heppin, ekkert flökurt eða neitt svoleiðis. Kanski bara fyrr þreytt á kvöldin. Ég slapp við að bera alla hluti og að vera í málningunni. Ég var svo heppin að fá að ferðast og heimsækja alla bændurna okkar sem var frábært," segir hún ánægð og svarar spurð um opnunina í gær:

„Það er yndislegt að sjá allar hugmyndirnar lifna við og ennþá betra að sjá staðinn fullan af fólki. Það sem mér finnst einna skemmtilegast við veitingahús er að hafa gestina ánægða og sjá þá brosa. Það er fyrir öllu að það sé gaman hjá fólki."-elly@365.is





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.