Hlý föt fyrir dansara 30. janúar 2011 08:00 Fréttablaðið/Stefán Þótt flestir Íslendingar þurfi að huga að hlýjum klæðnaði yfir vetrarmánuðina er það dönsurum sérstaklega mikilvægt til að forða því að líkaminn stífni upp eins og Lára Stefánsdóttir, dansari og skólastjóri Listdansskóla Íslands, veit. „Ég þarf að klæðast mjög hlýjum fötum til að fá hita í kroppinn og finnst mikilvægt að vera í góðum ekta efnum eins og ull, sem andar en er samt hlý,“ segir Lára. Uppáhaldsflík Láru er mokkakápan sem hún klæðist en hún getur snúið henni við og þannig ýmist haft hana alveg hvíta eða látið skinnið snúa fram. „Mér finnst fötin þurfa að að vera þægileg og óþvingandi þannig að maður sé frjáls. Minn klæðnaður tekur líka mið af því að ég þarf að geta kennt í þeim og hreyft mig, auk þess sem hann þarf líka að vera fínn til að nota dagsdaglega í vinnunni. Því á ég mikið af leggings sem ég get æft í en henta líka hversdags. Annars finnst mér skemmtilegast að blanda saman nýju og gömlu.“ Lára hefur í nægu að snúast en auk þess að stýra Listdansskólanum er hún þessa dagana að æfa í Svanasöngnum sem sýndur verður 4. febrúar í Íslensku óperunni. Ljóðatónlist Franz Schuberts er þar flutt af tónlistarmönnum í samstarfi við dansara en Kennet Oberly, sem sviðsett hefur mörg sérstök verk, sviðsetur Svanasönginn fyrir dansara. juliam@frettabladid.is Mest lesið Allt ætlaði um koll að keyra í Borgarleikhúsinu Lífið Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Lífið Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Lífið Fréttatía vikunnar: Friðlýsing, frumsýning og handtaka Lífið Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Lífið Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Lífið Nýupptekið grænmeti á Flúðum í dag og opnar garðyrkjustöðvar Lífið Balta bregst bogalistin Gagnrýni Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Lífið Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Menning Fleiri fréttir „Hugsa fallega til stelpunnar sem ég var þá“ Þjóðbúningurinn aðal skvísuflíkin í dag Aðalfyrirsæta í herferð 66°Norður 99 ára gömul Búið að krýna nýjan arftaka Vogue-veldisins Klæddist brúðarkjólnum daglega í stúdentsprófunum Stígur út fyrir ramma raunveruleikans Amman helsta fyrirmynd tískudrottningar Reykjavíkur Breyta merki Eurovision Sjá meira
Þótt flestir Íslendingar þurfi að huga að hlýjum klæðnaði yfir vetrarmánuðina er það dönsurum sérstaklega mikilvægt til að forða því að líkaminn stífni upp eins og Lára Stefánsdóttir, dansari og skólastjóri Listdansskóla Íslands, veit. „Ég þarf að klæðast mjög hlýjum fötum til að fá hita í kroppinn og finnst mikilvægt að vera í góðum ekta efnum eins og ull, sem andar en er samt hlý,“ segir Lára. Uppáhaldsflík Láru er mokkakápan sem hún klæðist en hún getur snúið henni við og þannig ýmist haft hana alveg hvíta eða látið skinnið snúa fram. „Mér finnst fötin þurfa að að vera þægileg og óþvingandi þannig að maður sé frjáls. Minn klæðnaður tekur líka mið af því að ég þarf að geta kennt í þeim og hreyft mig, auk þess sem hann þarf líka að vera fínn til að nota dagsdaglega í vinnunni. Því á ég mikið af leggings sem ég get æft í en henta líka hversdags. Annars finnst mér skemmtilegast að blanda saman nýju og gömlu.“ Lára hefur í nægu að snúast en auk þess að stýra Listdansskólanum er hún þessa dagana að æfa í Svanasöngnum sem sýndur verður 4. febrúar í Íslensku óperunni. Ljóðatónlist Franz Schuberts er þar flutt af tónlistarmönnum í samstarfi við dansara en Kennet Oberly, sem sviðsett hefur mörg sérstök verk, sviðsetur Svanasönginn fyrir dansara. juliam@frettabladid.is
Mest lesið Allt ætlaði um koll að keyra í Borgarleikhúsinu Lífið Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Lífið Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Lífið Fréttatía vikunnar: Friðlýsing, frumsýning og handtaka Lífið Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Lífið Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Lífið Nýupptekið grænmeti á Flúðum í dag og opnar garðyrkjustöðvar Lífið Balta bregst bogalistin Gagnrýni Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Lífið Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Menning Fleiri fréttir „Hugsa fallega til stelpunnar sem ég var þá“ Þjóðbúningurinn aðal skvísuflíkin í dag Aðalfyrirsæta í herferð 66°Norður 99 ára gömul Búið að krýna nýjan arftaka Vogue-veldisins Klæddist brúðarkjólnum daglega í stúdentsprófunum Stígur út fyrir ramma raunveruleikans Amman helsta fyrirmynd tískudrottningar Reykjavíkur Breyta merki Eurovision Sjá meira