Krummi stefnir á tvær plötur í ár 18. janúar 2011 09:00 Krummi Björgvinsson hefur í nógu að snúast um þessar mundir. Hann hyggst gefa út tvær plötur á þessu ári, eina með Mínus og aðra með Legend.Fréttablaðið/Vilhelm „Maður var svona meira að sá á síðasta ári en árið í ár verður meiri uppskera," segir Krummi Björgvinsson, oftast kenndur við Mínus. Hann verður með tvær plötur í ár eftir að hafa látið lítið fyrir sér fara á því síðasta. Þar ber fyrst að nefna fyrstu hljómplötu rokksveitarinnar Mínus í þrjú ár. Mínus fór mikinn á rokksviðinu þá en hefur haft hægt um sig enda hafa orðið ýmsar mannabreytingar, Frosti Logason, gítarleikari og ein aðalsprauta sveitarinnar á sínum tíma, er til að mynda orðinn virðulegur stjórnmálafræðinemi og útvarpsmaður og Þröstur Jónsson bassaleikari er á sjó. Krummi upplýsir að nýjustu plötunni hafi verið gefið nafnið Kol og að hún sé væntanleg í allar betri plötubúðir snemma á þessu ári. Það er ýmislegt fleira sem á eftir að gleðja Krumma-aðdáendur á þessu ári því hann stefnir einnig á plötuútgáfu með rafhljómsveitinni Legend en hún þótti standa sig vel á síðustu Airwaves-hátíð. „Ég er eiginlega alveg pottþéttur á því að sú plata komi einnig út á þessu ári. Alveg hundrað prósent," segir Krummi en með honum í Legend er Halldór Björnsson sem sér um píanóleik en Halldór og Krummi voru saman í kántrísveitinni Esju. Krummi hefur augljóslega í hyggju að vera frjór á þessu ári því hann hefur stofnað blús-sveitina The Bad Habits ásamt Bjarna Sigurðssyni, félaga sínum úr Mínus og fleiri góðum mönnum. Sú sveit hyggur hins vegar ekki á útgáfu alveg strax „Hún er hugsuð sem svona bar-sveit. Við ætlum að taka þessa gömlu blús-slagara og setja þá í nýjan búning. Við erum eiginlega bara að sefa þennan blús-þorsta sem við erum allir svo hrjáðir af." Krummi hefur að mörgu að hverfa þegar síðustu „bítin" eru slegin í rokkinu því hann hefur undanfarin tvö ár verið að skrifa ljóð sem hann langar að gefa út seinna meir. „En það er ekkert að fara að gerast á næstunni, ég gríp svona í þetta þegar ég hef tíma." freyrgigja@frettabladid.is Mest lesið Ungfrú Ísland rýfur tengslin við Ungfrú Ísland Lífið Ískaldir IceGuys jólatónleikar Lífið Bríet ældi á miðjum tónleikum Lífið Hver mínúta tók heilan mánuð af vinnu Lífið „Góður vetrardagur hér er 23 gráður“ Lífið Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Lífið „Var fljót að henda kjólnum aftur niður og labba inn á sviðið“ Lífið Upphitaðir afneitunarafgangar Frosta Gagnrýni Fordæmir barnaskap „skáeygðra“ sannra Finna Lífið „Litlu aumingjarnir þurftu að fara heim að sofa“ Lífið Fleiri fréttir Ungfrú Ísland rýfur tengslin við Ungfrú Ísland Draumadís Þórhildar og Hjalta skírð Ískaldir IceGuys jólatónleikar Bríet ældi á miðjum tónleikum Hver mínúta tók heilan mánuð af vinnu Þátttökulöndin ekki færri síðan 2003 Fordæmir barnaskap „skáeygðra“ sannra Finna „Litlu aumingjarnir þurftu að fara heim að sofa“ „Góður vetrardagur hér er 23 gráður“ Prestarnir sem passa þau sem samfélagið afskrifar eða dæmir Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Ebba Katrín hlaut styrk úr Minningarsjóði Stefaníu Krakkatían: HúbbaBúbba, Eurovision og handbolti Ein áhrifamesta grínleikkona Hollywood á lausu „Það eru forréttindi að eiga systur með Downs“ Fréttatía vikunnar: Afsökunarbeiðni, fréttastef og blaðamannafundur Þetta gúggluðu Íslendingar á árinu Klámleikkona slapp með sekt og brottvísun Grunaði strax að ókunnugur maður væri faðir vinkonu sinnar Róbert hættur við að mæta í hlaðvarp vegna viðtals við Albert Sannir Finnar lýsa yfir stuðningi við slaufuðu fegurðardrottninguna Innlit í glænýja mathöll í Smáralindinni Hanskar Gunna Nels, árituð ManU-treyja og Elli Egils á uppboði Húsið fallega í Eyjum komið langt á veg Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Krökkt af kempum í útgáfuhófi Óla Jó Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Svipt krúnunni eftir að hafa gert sig skáeygða Spígsporandi górilla á fyndnustu dýralífsmynd ársins Tóku áskoruninni og Joey Christ sver af sér sviðsetningu Sjá meira
„Maður var svona meira að sá á síðasta ári en árið í ár verður meiri uppskera," segir Krummi Björgvinsson, oftast kenndur við Mínus. Hann verður með tvær plötur í ár eftir að hafa látið lítið fyrir sér fara á því síðasta. Þar ber fyrst að nefna fyrstu hljómplötu rokksveitarinnar Mínus í þrjú ár. Mínus fór mikinn á rokksviðinu þá en hefur haft hægt um sig enda hafa orðið ýmsar mannabreytingar, Frosti Logason, gítarleikari og ein aðalsprauta sveitarinnar á sínum tíma, er til að mynda orðinn virðulegur stjórnmálafræðinemi og útvarpsmaður og Þröstur Jónsson bassaleikari er á sjó. Krummi upplýsir að nýjustu plötunni hafi verið gefið nafnið Kol og að hún sé væntanleg í allar betri plötubúðir snemma á þessu ári. Það er ýmislegt fleira sem á eftir að gleðja Krumma-aðdáendur á þessu ári því hann stefnir einnig á plötuútgáfu með rafhljómsveitinni Legend en hún þótti standa sig vel á síðustu Airwaves-hátíð. „Ég er eiginlega alveg pottþéttur á því að sú plata komi einnig út á þessu ári. Alveg hundrað prósent," segir Krummi en með honum í Legend er Halldór Björnsson sem sér um píanóleik en Halldór og Krummi voru saman í kántrísveitinni Esju. Krummi hefur augljóslega í hyggju að vera frjór á þessu ári því hann hefur stofnað blús-sveitina The Bad Habits ásamt Bjarna Sigurðssyni, félaga sínum úr Mínus og fleiri góðum mönnum. Sú sveit hyggur hins vegar ekki á útgáfu alveg strax „Hún er hugsuð sem svona bar-sveit. Við ætlum að taka þessa gömlu blús-slagara og setja þá í nýjan búning. Við erum eiginlega bara að sefa þennan blús-þorsta sem við erum allir svo hrjáðir af." Krummi hefur að mörgu að hverfa þegar síðustu „bítin" eru slegin í rokkinu því hann hefur undanfarin tvö ár verið að skrifa ljóð sem hann langar að gefa út seinna meir. „En það er ekkert að fara að gerast á næstunni, ég gríp svona í þetta þegar ég hef tíma." freyrgigja@frettabladid.is
Mest lesið Ungfrú Ísland rýfur tengslin við Ungfrú Ísland Lífið Ískaldir IceGuys jólatónleikar Lífið Bríet ældi á miðjum tónleikum Lífið Hver mínúta tók heilan mánuð af vinnu Lífið „Góður vetrardagur hér er 23 gráður“ Lífið Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Lífið „Var fljót að henda kjólnum aftur niður og labba inn á sviðið“ Lífið Upphitaðir afneitunarafgangar Frosta Gagnrýni Fordæmir barnaskap „skáeygðra“ sannra Finna Lífið „Litlu aumingjarnir þurftu að fara heim að sofa“ Lífið Fleiri fréttir Ungfrú Ísland rýfur tengslin við Ungfrú Ísland Draumadís Þórhildar og Hjalta skírð Ískaldir IceGuys jólatónleikar Bríet ældi á miðjum tónleikum Hver mínúta tók heilan mánuð af vinnu Þátttökulöndin ekki færri síðan 2003 Fordæmir barnaskap „skáeygðra“ sannra Finna „Litlu aumingjarnir þurftu að fara heim að sofa“ „Góður vetrardagur hér er 23 gráður“ Prestarnir sem passa þau sem samfélagið afskrifar eða dæmir Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Ebba Katrín hlaut styrk úr Minningarsjóði Stefaníu Krakkatían: HúbbaBúbba, Eurovision og handbolti Ein áhrifamesta grínleikkona Hollywood á lausu „Það eru forréttindi að eiga systur með Downs“ Fréttatía vikunnar: Afsökunarbeiðni, fréttastef og blaðamannafundur Þetta gúggluðu Íslendingar á árinu Klámleikkona slapp með sekt og brottvísun Grunaði strax að ókunnugur maður væri faðir vinkonu sinnar Róbert hættur við að mæta í hlaðvarp vegna viðtals við Albert Sannir Finnar lýsa yfir stuðningi við slaufuðu fegurðardrottninguna Innlit í glænýja mathöll í Smáralindinni Hanskar Gunna Nels, árituð ManU-treyja og Elli Egils á uppboði Húsið fallega í Eyjum komið langt á veg Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Krökkt af kempum í útgáfuhófi Óla Jó Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Svipt krúnunni eftir að hafa gert sig skáeygða Spígsporandi górilla á fyndnustu dýralífsmynd ársins Tóku áskoruninni og Joey Christ sver af sér sviðsetningu Sjá meira