Krummi stefnir á tvær plötur í ár 18. janúar 2011 09:00 Krummi Björgvinsson hefur í nógu að snúast um þessar mundir. Hann hyggst gefa út tvær plötur á þessu ári, eina með Mínus og aðra með Legend.Fréttablaðið/Vilhelm „Maður var svona meira að sá á síðasta ári en árið í ár verður meiri uppskera," segir Krummi Björgvinsson, oftast kenndur við Mínus. Hann verður með tvær plötur í ár eftir að hafa látið lítið fyrir sér fara á því síðasta. Þar ber fyrst að nefna fyrstu hljómplötu rokksveitarinnar Mínus í þrjú ár. Mínus fór mikinn á rokksviðinu þá en hefur haft hægt um sig enda hafa orðið ýmsar mannabreytingar, Frosti Logason, gítarleikari og ein aðalsprauta sveitarinnar á sínum tíma, er til að mynda orðinn virðulegur stjórnmálafræðinemi og útvarpsmaður og Þröstur Jónsson bassaleikari er á sjó. Krummi upplýsir að nýjustu plötunni hafi verið gefið nafnið Kol og að hún sé væntanleg í allar betri plötubúðir snemma á þessu ári. Það er ýmislegt fleira sem á eftir að gleðja Krumma-aðdáendur á þessu ári því hann stefnir einnig á plötuútgáfu með rafhljómsveitinni Legend en hún þótti standa sig vel á síðustu Airwaves-hátíð. „Ég er eiginlega alveg pottþéttur á því að sú plata komi einnig út á þessu ári. Alveg hundrað prósent," segir Krummi en með honum í Legend er Halldór Björnsson sem sér um píanóleik en Halldór og Krummi voru saman í kántrísveitinni Esju. Krummi hefur augljóslega í hyggju að vera frjór á þessu ári því hann hefur stofnað blús-sveitina The Bad Habits ásamt Bjarna Sigurðssyni, félaga sínum úr Mínus og fleiri góðum mönnum. Sú sveit hyggur hins vegar ekki á útgáfu alveg strax „Hún er hugsuð sem svona bar-sveit. Við ætlum að taka þessa gömlu blús-slagara og setja þá í nýjan búning. Við erum eiginlega bara að sefa þennan blús-þorsta sem við erum allir svo hrjáðir af." Krummi hefur að mörgu að hverfa þegar síðustu „bítin" eru slegin í rokkinu því hann hefur undanfarin tvö ár verið að skrifa ljóð sem hann langar að gefa út seinna meir. „En það er ekkert að fara að gerast á næstunni, ég gríp svona í þetta þegar ég hef tíma." freyrgigja@frettabladid.is Mest lesið Svona verður röð laganna á laugardaginn Lífið Einhleypir þokkasveinar Lífið „Erfitt að vera á heimilinu því það var svo mikil sorg“ Lífið Þessi tíu lög komust í úrslit Lífið Ekki mikið að gera í bransanum eftir líkamsárásina Lífið Fjölskylda truflaði flutning Ísraela Lífið Sjóðheitar skvísur í íslenskri hönnun Lífið Svona er Þjóðhátíðarlagið 2025 Lífið VÆB bræður á forsíðu BBC Lífið Pub Quiz hvar sem er, hvenær sem er! Lífið samstarf Fleiri fréttir Framtíðin óljós hjá Sigrúnu Ósk Einhleypir þokkasveinar Svona verður röð laganna á laugardaginn Sjóðheitar skvísur í íslenskri hönnun Fjölskylda truflaði flutning Ísraela Þessi tíu lög komust í úrslit VÆB bræður á forsíðu BBC „Erfitt að vera á heimilinu því það var svo mikil sorg“ Brando ekki að lóða og fisléttur Dylan Banna meinta kynferðisbrotamenn á rauða dreglinum Svona er Þjóðhátíðarlagið 2025 Sendi ræningjunum skýr skilaboð þakin demöntum Lífið í LA smá eins og bandarísk bíómynd Stefán Teitur á skeljarnar Dómararennsli hleypir spennu í seinni undanriðlinn Sigga Heimis keypti einbýli í Skerjafirði Sigga Beinteins selur „eðalvagninn“ Að Illuminati stjórni öllu milli himins og jarðar Hera Björk mun kynna stigin Brunar um á tugmilljón króna glæsibifreið 108 kílóum léttari: „Þessi tíu ár í grunnskóla voru eiginlega stanslaust einelti“ Ekki mikið að gera í bransanum eftir líkamsárásina Tekur nú eftir því hversu margir hafa farið í hárígræðslu Ekki smart að amman skipti sér af getnaðinum Þessi lönd komust áfram í úrslit „Ég fæ það bara um leið og ég set hann inn“ Vaktin: Komast Væb-bræður áfram? Einar og Milla eiga von á dreng Egill í SuitUp keypti glæsiíbúð undir fasteignamati „Ég fæddist fyrir þessa stund“ Sjá meira
„Maður var svona meira að sá á síðasta ári en árið í ár verður meiri uppskera," segir Krummi Björgvinsson, oftast kenndur við Mínus. Hann verður með tvær plötur í ár eftir að hafa látið lítið fyrir sér fara á því síðasta. Þar ber fyrst að nefna fyrstu hljómplötu rokksveitarinnar Mínus í þrjú ár. Mínus fór mikinn á rokksviðinu þá en hefur haft hægt um sig enda hafa orðið ýmsar mannabreytingar, Frosti Logason, gítarleikari og ein aðalsprauta sveitarinnar á sínum tíma, er til að mynda orðinn virðulegur stjórnmálafræðinemi og útvarpsmaður og Þröstur Jónsson bassaleikari er á sjó. Krummi upplýsir að nýjustu plötunni hafi verið gefið nafnið Kol og að hún sé væntanleg í allar betri plötubúðir snemma á þessu ári. Það er ýmislegt fleira sem á eftir að gleðja Krumma-aðdáendur á þessu ári því hann stefnir einnig á plötuútgáfu með rafhljómsveitinni Legend en hún þótti standa sig vel á síðustu Airwaves-hátíð. „Ég er eiginlega alveg pottþéttur á því að sú plata komi einnig út á þessu ári. Alveg hundrað prósent," segir Krummi en með honum í Legend er Halldór Björnsson sem sér um píanóleik en Halldór og Krummi voru saman í kántrísveitinni Esju. Krummi hefur augljóslega í hyggju að vera frjór á þessu ári því hann hefur stofnað blús-sveitina The Bad Habits ásamt Bjarna Sigurðssyni, félaga sínum úr Mínus og fleiri góðum mönnum. Sú sveit hyggur hins vegar ekki á útgáfu alveg strax „Hún er hugsuð sem svona bar-sveit. Við ætlum að taka þessa gömlu blús-slagara og setja þá í nýjan búning. Við erum eiginlega bara að sefa þennan blús-þorsta sem við erum allir svo hrjáðir af." Krummi hefur að mörgu að hverfa þegar síðustu „bítin" eru slegin í rokkinu því hann hefur undanfarin tvö ár verið að skrifa ljóð sem hann langar að gefa út seinna meir. „En það er ekkert að fara að gerast á næstunni, ég gríp svona í þetta þegar ég hef tíma." freyrgigja@frettabladid.is
Mest lesið Svona verður röð laganna á laugardaginn Lífið Einhleypir þokkasveinar Lífið „Erfitt að vera á heimilinu því það var svo mikil sorg“ Lífið Þessi tíu lög komust í úrslit Lífið Ekki mikið að gera í bransanum eftir líkamsárásina Lífið Fjölskylda truflaði flutning Ísraela Lífið Sjóðheitar skvísur í íslenskri hönnun Lífið Svona er Þjóðhátíðarlagið 2025 Lífið VÆB bræður á forsíðu BBC Lífið Pub Quiz hvar sem er, hvenær sem er! Lífið samstarf Fleiri fréttir Framtíðin óljós hjá Sigrúnu Ósk Einhleypir þokkasveinar Svona verður röð laganna á laugardaginn Sjóðheitar skvísur í íslenskri hönnun Fjölskylda truflaði flutning Ísraela Þessi tíu lög komust í úrslit VÆB bræður á forsíðu BBC „Erfitt að vera á heimilinu því það var svo mikil sorg“ Brando ekki að lóða og fisléttur Dylan Banna meinta kynferðisbrotamenn á rauða dreglinum Svona er Þjóðhátíðarlagið 2025 Sendi ræningjunum skýr skilaboð þakin demöntum Lífið í LA smá eins og bandarísk bíómynd Stefán Teitur á skeljarnar Dómararennsli hleypir spennu í seinni undanriðlinn Sigga Heimis keypti einbýli í Skerjafirði Sigga Beinteins selur „eðalvagninn“ Að Illuminati stjórni öllu milli himins og jarðar Hera Björk mun kynna stigin Brunar um á tugmilljón króna glæsibifreið 108 kílóum léttari: „Þessi tíu ár í grunnskóla voru eiginlega stanslaust einelti“ Ekki mikið að gera í bransanum eftir líkamsárásina Tekur nú eftir því hversu margir hafa farið í hárígræðslu Ekki smart að amman skipti sér af getnaðinum Þessi lönd komust áfram í úrslit „Ég fæ það bara um leið og ég set hann inn“ Vaktin: Komast Væb-bræður áfram? Einar og Milla eiga von á dreng Egill í SuitUp keypti glæsiíbúð undir fasteignamati „Ég fæddist fyrir þessa stund“ Sjá meira