Innlent

Ofurölvi ók á bíl á rauðu ljósi

Ofurölvi ökumaður ók aftan á kyrrstæðan bíl sem beið á rauðu ljósi á mótum Lönguhlíðar og Miklubrautar um klukkan níu í gærkvöldi, og skjögraði fótgangandi af vettvangi.

Lögreglumenn fundu hann á gangi í Hlíðunum skömmu síðar og var hann handtekinn. Hann var ómeiddur og sömuleiðis konan, sem hann ók á, en bílarnir skemmdust talsvert. Maðurinn verður yfirheyrður þegar af honum verður runnið í dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×