Innlent

Ekkert amaði að mönnunum sem fundust í gærkvöldi

Ekkert amaði að mönnunum fjórum, sem björgunarsveitir á Austurlandi leituðu að á Fljótsdalsheiði í gær, þegar þyrla Landhelgisgæslunnar fann þá í skála við Kollumúlavatn um sjö leitið í gærkvköldi.

Vegna erfiðra aðstæðna gat þyrlan ekki lent, og voru mennirnir hífðir um borð í hana, sem flutti þá til Egilsstaða.

Mennirnir fóru frá Hornafirði á laugardag og ætluðu að leita kinda á svæðinu, en breyttu ferðaáætlun vegna ófærðar. Þar sem veður hafði versnað á svæðinu var farið að óttast um mennina, en þeir komust í skálann áður en veður versnaði.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×