Tebow heldur áfram að gera kraftaverk - Giants með mikilvægan sigur 12. desember 2011 14:30 Tebow er nú einfaldlega kallaður Messías. Kraftaverkamaðurinn Tim Tebow, leikstjórnandi Denver Broncos, heldur áfram að troða upp í gagnrýnendur. Í gær vann Tebow enn og aftur í framlengdum leik en þetta var þriðja sigur Tebow og félaga í framlengingu í vetur. Það er met í NFL-deildinni á einu tímabili. Þegar aðeins tvær mínútur voru eftir af leiknum var Chicago Bears 10-0 yfir. Tebow kastaði þá fyrir snertimarki og kom Broncos svo í erfitt vallarmarksfæri. Matt Prater setti aftur á móti 59 jarda vallarmark á milli stanganna og tryggði liðinu framlengingu. Í framlengingunni skoraði Prater síðan 49 jarda vallarmark til þess að tryggja Broncos enn einn dramatískan sigur með Tebow sem leikstjórnanda. Þetta var sjötti sigur Denver í röð en liðið er 7-1 síðan Tebow fór í byrjunarlið félagsins. "Ef þú trúir þá geta ótrúlegustu hlutir gerst," sagði hinn strangtrúaði Tebow eftir leikinn en óhætt er að segja að hann sé að stela athyglinni í deildinni. Er farið að kalla hann "Mile High Messias" enda gerast kraftaverkin á Mile High-vellinum þessa dagana. Annars voru ótrúlegir hlutir að gerast í NFL-deildinni um helgina eins og svo oft áður. Alls náðu fjögur lið að koma til baka og vinna eftir að hafa verið 12 stigum eða meira undir. NY Giants vann afar dramatískan sigur á útivelli gegn Dallas þar sem Giants varði vallarmarkstilraun Cowboys undir lokin. Liðin eru því jöfn í þeim riðli og lífsnauðsynlegur sigur hjá Giants. Green Bay er síðan í algjörum sérflokki og vann enn einn stórsigurinn um helgina.Pierre-Paul ver hér vallarmarkstilraun frá Dan Bailey undir lokin. Kúrekarnir náðu því ekki að jafna leikinn.Úrslit helgarinnar: Baltimore-Indianapolis 24-10 Carolina-Atlanta 23-31 Cincinnati-Houston 19-20 Detroit-Minnesota 34-28 Jacksonville-Tampa Bay 41-14 Miami-Philadelphia 10-26 NY Jets-Kansas City 37-10 Tennessee-New Orleans 17-22 Washington-New England 27-34 Arizona-San Francisco 21-19 Denver-Chicago 13-10 Green Bay-Oakland 46-16 San Diego-Buffalo 37-10 Dallas-NY Giants 34-37Í kvöld: Seattle-St. Louis í beinni á ESPN America.Staðan í Ameríkudeildinni:Austurriðill (sigrar-töp): New England 10-3 NY Jets 8-5 Buffalo 5-8 Miami 4-9Norðurriðill: Baltimore 10-3 Pittsburgh 10-3 Cincinnati 7-6 Cleveland 4-9Suðurriðill: Houston 10-3 (komið í úrslitakeppnina) Tennessee 7-6 Jacksonville 4-9 Indianapolis 0-13Vesturriðill: Denver 8-5 Oakland 7-6 San Diego 6-7 Kansas City 5-8Þjóðardeildin:Austurriðill: NY Giants 7-6 Dallas 7-6 Philadelphia 5-8 Washington 4-9Norðurriðill: Green Bay 13-0 (komið í úrslitakeppnina) Detroit 8-5 Chicago 7-6 Minnesota 2-11Suðurriðill: New Orleans 10-3 (komið í úrslitakeppnina) Atlanta 8-5 Carolina 4-9 Tampa Bay 4-9Vesturriðill: San Francisco 10-3 (komið í úrslitakeppnina) Arizona 6-7 Seattle 5-7 St. Louis 2-10 NFL Mest lesið Ronaldo sagður hafa hótað að siga lögreglunni á börnin Fótbolti Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Handbolti Rekinn fyrir að kyssa liðsfélaga sinn Sport Stóð uppi sem hetja Englands þrátt fyrir áfall skömmu fyrir mót Fótbolti Ætlar að vera á íslensku á TikTok Sport Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni Körfubolti Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Íslenski boltinn Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda Íslenski boltinn Ekroth skúrkurinn í Stúkunni: „Hann grípur um andlitið, hann veit af þessu“ Íslenski boltinn Tólf ára sundkona hársbreidd frá verðlaunum á HM Sport Fleiri fréttir Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Alisson flaug heim vegna persónulegra mála Ótrúlegur skákáhugi í Noregi en ná samt ekki íslensku prósentunni Ekroth skúrkurinn í Stúkunni: „Hann grípur um andlitið, hann veit af þessu“ Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Ætlar að vera á íslensku á TikTok Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Tólf ára sundkona hársbreidd frá verðlaunum á HM Ronaldo sagður hafa hótað að siga lögreglunni á börnin Stóð uppi sem hetja Englands þrátt fyrir áfall skömmu fyrir mót Rekinn fyrir að kyssa liðsfélaga sinn Dagskráin í dag: Undanúrslit Suður-Ameríkukeppni kvenna Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni „Bara pæling sem kom frá Caulker“ „Vorum búnir að vera miklu betri“ „Þurftum ekkert að vera að drífa okkur“ Uppselt á Evrópuleik KA á Akureyri Gæti enn spilað í úrvalsdeildinni eftir að hafa fallið þrívegis Markasúpur í „Íslendingaslögum“ KR lætur þjálfarateymið fjúka Uppgjörið: Stjarnan - Afturelding 4-1 | Snéru við dæminu manni fleiri Tómas Bent nálgast Edinborg Nýtt útlit hjá Guardiola Aflýstu æfingaferð eftir hræðilegar fréttir að heiman Nýtt undrabarn hjá Arsenal Flúraði sig til minningar um Jota Bönnuðu öllum leikmönnum liðsins að koma inn í landið Með átta mörk og sex stoðsendingar í sama leiknum Segja Jóhannes kosta tæpar tíu milljónir króna Sjá meira
Kraftaverkamaðurinn Tim Tebow, leikstjórnandi Denver Broncos, heldur áfram að troða upp í gagnrýnendur. Í gær vann Tebow enn og aftur í framlengdum leik en þetta var þriðja sigur Tebow og félaga í framlengingu í vetur. Það er met í NFL-deildinni á einu tímabili. Þegar aðeins tvær mínútur voru eftir af leiknum var Chicago Bears 10-0 yfir. Tebow kastaði þá fyrir snertimarki og kom Broncos svo í erfitt vallarmarksfæri. Matt Prater setti aftur á móti 59 jarda vallarmark á milli stanganna og tryggði liðinu framlengingu. Í framlengingunni skoraði Prater síðan 49 jarda vallarmark til þess að tryggja Broncos enn einn dramatískan sigur með Tebow sem leikstjórnanda. Þetta var sjötti sigur Denver í röð en liðið er 7-1 síðan Tebow fór í byrjunarlið félagsins. "Ef þú trúir þá geta ótrúlegustu hlutir gerst," sagði hinn strangtrúaði Tebow eftir leikinn en óhætt er að segja að hann sé að stela athyglinni í deildinni. Er farið að kalla hann "Mile High Messias" enda gerast kraftaverkin á Mile High-vellinum þessa dagana. Annars voru ótrúlegir hlutir að gerast í NFL-deildinni um helgina eins og svo oft áður. Alls náðu fjögur lið að koma til baka og vinna eftir að hafa verið 12 stigum eða meira undir. NY Giants vann afar dramatískan sigur á útivelli gegn Dallas þar sem Giants varði vallarmarkstilraun Cowboys undir lokin. Liðin eru því jöfn í þeim riðli og lífsnauðsynlegur sigur hjá Giants. Green Bay er síðan í algjörum sérflokki og vann enn einn stórsigurinn um helgina.Pierre-Paul ver hér vallarmarkstilraun frá Dan Bailey undir lokin. Kúrekarnir náðu því ekki að jafna leikinn.Úrslit helgarinnar: Baltimore-Indianapolis 24-10 Carolina-Atlanta 23-31 Cincinnati-Houston 19-20 Detroit-Minnesota 34-28 Jacksonville-Tampa Bay 41-14 Miami-Philadelphia 10-26 NY Jets-Kansas City 37-10 Tennessee-New Orleans 17-22 Washington-New England 27-34 Arizona-San Francisco 21-19 Denver-Chicago 13-10 Green Bay-Oakland 46-16 San Diego-Buffalo 37-10 Dallas-NY Giants 34-37Í kvöld: Seattle-St. Louis í beinni á ESPN America.Staðan í Ameríkudeildinni:Austurriðill (sigrar-töp): New England 10-3 NY Jets 8-5 Buffalo 5-8 Miami 4-9Norðurriðill: Baltimore 10-3 Pittsburgh 10-3 Cincinnati 7-6 Cleveland 4-9Suðurriðill: Houston 10-3 (komið í úrslitakeppnina) Tennessee 7-6 Jacksonville 4-9 Indianapolis 0-13Vesturriðill: Denver 8-5 Oakland 7-6 San Diego 6-7 Kansas City 5-8Þjóðardeildin:Austurriðill: NY Giants 7-6 Dallas 7-6 Philadelphia 5-8 Washington 4-9Norðurriðill: Green Bay 13-0 (komið í úrslitakeppnina) Detroit 8-5 Chicago 7-6 Minnesota 2-11Suðurriðill: New Orleans 10-3 (komið í úrslitakeppnina) Atlanta 8-5 Carolina 4-9 Tampa Bay 4-9Vesturriðill: San Francisco 10-3 (komið í úrslitakeppnina) Arizona 6-7 Seattle 5-7 St. Louis 2-10
NFL Mest lesið Ronaldo sagður hafa hótað að siga lögreglunni á börnin Fótbolti Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Handbolti Rekinn fyrir að kyssa liðsfélaga sinn Sport Stóð uppi sem hetja Englands þrátt fyrir áfall skömmu fyrir mót Fótbolti Ætlar að vera á íslensku á TikTok Sport Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni Körfubolti Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Íslenski boltinn Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda Íslenski boltinn Ekroth skúrkurinn í Stúkunni: „Hann grípur um andlitið, hann veit af þessu“ Íslenski boltinn Tólf ára sundkona hársbreidd frá verðlaunum á HM Sport Fleiri fréttir Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Alisson flaug heim vegna persónulegra mála Ótrúlegur skákáhugi í Noregi en ná samt ekki íslensku prósentunni Ekroth skúrkurinn í Stúkunni: „Hann grípur um andlitið, hann veit af þessu“ Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Ætlar að vera á íslensku á TikTok Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Tólf ára sundkona hársbreidd frá verðlaunum á HM Ronaldo sagður hafa hótað að siga lögreglunni á börnin Stóð uppi sem hetja Englands þrátt fyrir áfall skömmu fyrir mót Rekinn fyrir að kyssa liðsfélaga sinn Dagskráin í dag: Undanúrslit Suður-Ameríkukeppni kvenna Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni „Bara pæling sem kom frá Caulker“ „Vorum búnir að vera miklu betri“ „Þurftum ekkert að vera að drífa okkur“ Uppselt á Evrópuleik KA á Akureyri Gæti enn spilað í úrvalsdeildinni eftir að hafa fallið þrívegis Markasúpur í „Íslendingaslögum“ KR lætur þjálfarateymið fjúka Uppgjörið: Stjarnan - Afturelding 4-1 | Snéru við dæminu manni fleiri Tómas Bent nálgast Edinborg Nýtt útlit hjá Guardiola Aflýstu æfingaferð eftir hræðilegar fréttir að heiman Nýtt undrabarn hjá Arsenal Flúraði sig til minningar um Jota Bönnuðu öllum leikmönnum liðsins að koma inn í landið Með átta mörk og sex stoðsendingar í sama leiknum Segja Jóhannes kosta tæpar tíu milljónir króna Sjá meira