Tebow heldur áfram að gera kraftaverk - Giants með mikilvægan sigur 12. desember 2011 14:30 Tebow er nú einfaldlega kallaður Messías. Kraftaverkamaðurinn Tim Tebow, leikstjórnandi Denver Broncos, heldur áfram að troða upp í gagnrýnendur. Í gær vann Tebow enn og aftur í framlengdum leik en þetta var þriðja sigur Tebow og félaga í framlengingu í vetur. Það er met í NFL-deildinni á einu tímabili. Þegar aðeins tvær mínútur voru eftir af leiknum var Chicago Bears 10-0 yfir. Tebow kastaði þá fyrir snertimarki og kom Broncos svo í erfitt vallarmarksfæri. Matt Prater setti aftur á móti 59 jarda vallarmark á milli stanganna og tryggði liðinu framlengingu. Í framlengingunni skoraði Prater síðan 49 jarda vallarmark til þess að tryggja Broncos enn einn dramatískan sigur með Tebow sem leikstjórnanda. Þetta var sjötti sigur Denver í röð en liðið er 7-1 síðan Tebow fór í byrjunarlið félagsins. "Ef þú trúir þá geta ótrúlegustu hlutir gerst," sagði hinn strangtrúaði Tebow eftir leikinn en óhætt er að segja að hann sé að stela athyglinni í deildinni. Er farið að kalla hann "Mile High Messias" enda gerast kraftaverkin á Mile High-vellinum þessa dagana. Annars voru ótrúlegir hlutir að gerast í NFL-deildinni um helgina eins og svo oft áður. Alls náðu fjögur lið að koma til baka og vinna eftir að hafa verið 12 stigum eða meira undir. NY Giants vann afar dramatískan sigur á útivelli gegn Dallas þar sem Giants varði vallarmarkstilraun Cowboys undir lokin. Liðin eru því jöfn í þeim riðli og lífsnauðsynlegur sigur hjá Giants. Green Bay er síðan í algjörum sérflokki og vann enn einn stórsigurinn um helgina.Pierre-Paul ver hér vallarmarkstilraun frá Dan Bailey undir lokin. Kúrekarnir náðu því ekki að jafna leikinn.Úrslit helgarinnar: Baltimore-Indianapolis 24-10 Carolina-Atlanta 23-31 Cincinnati-Houston 19-20 Detroit-Minnesota 34-28 Jacksonville-Tampa Bay 41-14 Miami-Philadelphia 10-26 NY Jets-Kansas City 37-10 Tennessee-New Orleans 17-22 Washington-New England 27-34 Arizona-San Francisco 21-19 Denver-Chicago 13-10 Green Bay-Oakland 46-16 San Diego-Buffalo 37-10 Dallas-NY Giants 34-37Í kvöld: Seattle-St. Louis í beinni á ESPN America.Staðan í Ameríkudeildinni:Austurriðill (sigrar-töp): New England 10-3 NY Jets 8-5 Buffalo 5-8 Miami 4-9Norðurriðill: Baltimore 10-3 Pittsburgh 10-3 Cincinnati 7-6 Cleveland 4-9Suðurriðill: Houston 10-3 (komið í úrslitakeppnina) Tennessee 7-6 Jacksonville 4-9 Indianapolis 0-13Vesturriðill: Denver 8-5 Oakland 7-6 San Diego 6-7 Kansas City 5-8Þjóðardeildin:Austurriðill: NY Giants 7-6 Dallas 7-6 Philadelphia 5-8 Washington 4-9Norðurriðill: Green Bay 13-0 (komið í úrslitakeppnina) Detroit 8-5 Chicago 7-6 Minnesota 2-11Suðurriðill: New Orleans 10-3 (komið í úrslitakeppnina) Atlanta 8-5 Carolina 4-9 Tampa Bay 4-9Vesturriðill: San Francisco 10-3 (komið í úrslitakeppnina) Arizona 6-7 Seattle 5-7 St. Louis 2-10 NFL Mest lesið Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Fótbolti Fimmtugur og fúlskeggjaður Svíi stal senunni á HM Sport Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Handbolti Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Enski boltinn Álftanes - Tindastóll 78-137 | Metin slegin í stórsigri Stólanna Körfubolti „Held að ég gæti ekki hætt í fótbolta“ Enski boltinn Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Algjörir yfirburðir Noregs halda áfram Handbolti Uppgjörið:Njarðvík - Þór Þorlákshöfn 92-93| Stigin til Þorlákshafnar eftir háspennu Körfubolti Kærasta Haaland hefur fengið nóg Enski boltinn Fleiri fréttir Fimmtugur og fúlskeggjaður Svíi stal senunni á HM Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Algjörir yfirburðir Noregs halda áfram Uppgjörið:Njarðvík - Þór Þorlákshöfn 92-93| Stigin til Þorlákshafnar eftir háspennu Álftanes - Tindastóll 78-137 | Metin slegin í stórsigri Stólanna Varalesturinn flæktist fyrir þýska tvíeykinu „Held að ég gæti ekki hætt í fótbolta“ Langri þrautagöngu Þýskalands lokið Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Boða uppsagnir hjá Íslendingaliðinu Þjálfari meistaranna á hálum ís „Ég held ég viti núna hversu hröð ég er“ Rúnar snýr aftur í þýsku úrvalsdeildina Axel verður áfram hjá Aftureldingu 38 ára Jamie Vardy að skrifa söguna fyrir enska leikmenn á Ítalíu ÓL í hættu: Hólmfríður Dóra brotnaði á æfingu Launað ríkulega fyrir að koma Norðmönnum á HM Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH Sólin komin upp á ný hjá Selmu Sól eftir krefjandi ár Isak tæpur og Gakpo frá Freyr ekki hrifinn af „hrokafullum dómara“ Rooney var hótað lífláti eftir að hann fór til Man Utd Breytti um nafn til að „sýna þeim fingurinn“ „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Slot fundar með Salah í dag: „Mun ákvarða hver næstu skref verða“ Saka FIFA um okurverð á miðum á HM næsta sumar „Liverpool hefði ekkert unnið ef það væri ekki fyrir Mo Salah“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Sjá meira
Kraftaverkamaðurinn Tim Tebow, leikstjórnandi Denver Broncos, heldur áfram að troða upp í gagnrýnendur. Í gær vann Tebow enn og aftur í framlengdum leik en þetta var þriðja sigur Tebow og félaga í framlengingu í vetur. Það er met í NFL-deildinni á einu tímabili. Þegar aðeins tvær mínútur voru eftir af leiknum var Chicago Bears 10-0 yfir. Tebow kastaði þá fyrir snertimarki og kom Broncos svo í erfitt vallarmarksfæri. Matt Prater setti aftur á móti 59 jarda vallarmark á milli stanganna og tryggði liðinu framlengingu. Í framlengingunni skoraði Prater síðan 49 jarda vallarmark til þess að tryggja Broncos enn einn dramatískan sigur með Tebow sem leikstjórnanda. Þetta var sjötti sigur Denver í röð en liðið er 7-1 síðan Tebow fór í byrjunarlið félagsins. "Ef þú trúir þá geta ótrúlegustu hlutir gerst," sagði hinn strangtrúaði Tebow eftir leikinn en óhætt er að segja að hann sé að stela athyglinni í deildinni. Er farið að kalla hann "Mile High Messias" enda gerast kraftaverkin á Mile High-vellinum þessa dagana. Annars voru ótrúlegir hlutir að gerast í NFL-deildinni um helgina eins og svo oft áður. Alls náðu fjögur lið að koma til baka og vinna eftir að hafa verið 12 stigum eða meira undir. NY Giants vann afar dramatískan sigur á útivelli gegn Dallas þar sem Giants varði vallarmarkstilraun Cowboys undir lokin. Liðin eru því jöfn í þeim riðli og lífsnauðsynlegur sigur hjá Giants. Green Bay er síðan í algjörum sérflokki og vann enn einn stórsigurinn um helgina.Pierre-Paul ver hér vallarmarkstilraun frá Dan Bailey undir lokin. Kúrekarnir náðu því ekki að jafna leikinn.Úrslit helgarinnar: Baltimore-Indianapolis 24-10 Carolina-Atlanta 23-31 Cincinnati-Houston 19-20 Detroit-Minnesota 34-28 Jacksonville-Tampa Bay 41-14 Miami-Philadelphia 10-26 NY Jets-Kansas City 37-10 Tennessee-New Orleans 17-22 Washington-New England 27-34 Arizona-San Francisco 21-19 Denver-Chicago 13-10 Green Bay-Oakland 46-16 San Diego-Buffalo 37-10 Dallas-NY Giants 34-37Í kvöld: Seattle-St. Louis í beinni á ESPN America.Staðan í Ameríkudeildinni:Austurriðill (sigrar-töp): New England 10-3 NY Jets 8-5 Buffalo 5-8 Miami 4-9Norðurriðill: Baltimore 10-3 Pittsburgh 10-3 Cincinnati 7-6 Cleveland 4-9Suðurriðill: Houston 10-3 (komið í úrslitakeppnina) Tennessee 7-6 Jacksonville 4-9 Indianapolis 0-13Vesturriðill: Denver 8-5 Oakland 7-6 San Diego 6-7 Kansas City 5-8Þjóðardeildin:Austurriðill: NY Giants 7-6 Dallas 7-6 Philadelphia 5-8 Washington 4-9Norðurriðill: Green Bay 13-0 (komið í úrslitakeppnina) Detroit 8-5 Chicago 7-6 Minnesota 2-11Suðurriðill: New Orleans 10-3 (komið í úrslitakeppnina) Atlanta 8-5 Carolina 4-9 Tampa Bay 4-9Vesturriðill: San Francisco 10-3 (komið í úrslitakeppnina) Arizona 6-7 Seattle 5-7 St. Louis 2-10
NFL Mest lesið Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Fótbolti Fimmtugur og fúlskeggjaður Svíi stal senunni á HM Sport Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Handbolti Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Enski boltinn Álftanes - Tindastóll 78-137 | Metin slegin í stórsigri Stólanna Körfubolti „Held að ég gæti ekki hætt í fótbolta“ Enski boltinn Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Algjörir yfirburðir Noregs halda áfram Handbolti Uppgjörið:Njarðvík - Þór Þorlákshöfn 92-93| Stigin til Þorlákshafnar eftir háspennu Körfubolti Kærasta Haaland hefur fengið nóg Enski boltinn Fleiri fréttir Fimmtugur og fúlskeggjaður Svíi stal senunni á HM Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Algjörir yfirburðir Noregs halda áfram Uppgjörið:Njarðvík - Þór Þorlákshöfn 92-93| Stigin til Þorlákshafnar eftir háspennu Álftanes - Tindastóll 78-137 | Metin slegin í stórsigri Stólanna Varalesturinn flæktist fyrir þýska tvíeykinu „Held að ég gæti ekki hætt í fótbolta“ Langri þrautagöngu Þýskalands lokið Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Boða uppsagnir hjá Íslendingaliðinu Þjálfari meistaranna á hálum ís „Ég held ég viti núna hversu hröð ég er“ Rúnar snýr aftur í þýsku úrvalsdeildina Axel verður áfram hjá Aftureldingu 38 ára Jamie Vardy að skrifa söguna fyrir enska leikmenn á Ítalíu ÓL í hættu: Hólmfríður Dóra brotnaði á æfingu Launað ríkulega fyrir að koma Norðmönnum á HM Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH Sólin komin upp á ný hjá Selmu Sól eftir krefjandi ár Isak tæpur og Gakpo frá Freyr ekki hrifinn af „hrokafullum dómara“ Rooney var hótað lífláti eftir að hann fór til Man Utd Breytti um nafn til að „sýna þeim fingurinn“ „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Slot fundar með Salah í dag: „Mun ákvarða hver næstu skref verða“ Saka FIFA um okurverð á miðum á HM næsta sumar „Liverpool hefði ekkert unnið ef það væri ekki fyrir Mo Salah“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Sjá meira