Uppljóstrun Alþingis eyðilagði fyrir sérstökum saksóknara 12. desember 2011 19:38 Ólafur Þór Hauksson, sérstakur saksóknari, segir úrræði embættisins um að notast við símhleranir hafa eyðilagst eftir að það komst í hámæli í fjölmiðlum. Það var innanríkisráðherra sem upplýsti Gunnar Braga Sveinsson um hleranir embættsins síðasta sumar. Þar kom fram að sérstakur saksóknari notaðist við símhlustun í 72 tilvikum árið 2009. Eftir það gat embættið ekki notast við símhlustun við rannsóknir sínar. Þetta kom meðal annars fram í viðtali Kastljós við Ólaf Þór. Þar var farið yfir víðan völl. Meðal annars var það upplýst að embætti sérstaks saksóknara rannsakar meint peningaþvætti innan bankanna. Þá kom einnig fram að rannsókn sé lokið á um tíu málum og fara þau senn til ákæruvaldsins. Þá er stefnt að því að rannsókn ljúki á þremur stærstu málum embættisins, sem varðar viðskiptabankanna þrjá sem féllu árið 2008. Alls hefur embætti sérstaks saksóknara 182 mál til rannsóknar. Þar af eru um 100 mál tengd hruninu. Öll málin eru nokkuð stór. En meint markaðsmisnotkun föllnu viðskiptabankanna eru langstærst að umfangi. Í einu málinu þurfti embættið að grisja í gegnum fimm milljónir tölvupósta. Þá upplýsti Ólafur Þór að embættið væri búið að fá rannsóknargögn afhent frá Lúxemborg úr fyrri húsleit sinni. Aftur á móti hefur embættið ekki fengið rannsóknargögn í hendurnar úr seinni húsleitinni. Að sögn Ólafs Þórs þá er ekki fyrirséð að embættið fái gögnin í hendurnar fyrr en í fyrsta lagi á næsta ári. Og embættið hefur sannarlega ekki setið auðum höndum. Þannig yfirheyrðu starfsmenn sérstaks saksóknara yfir 130 manns á sex dögum í rannsókn á einu máli. Sérstakur saksóknari áætlar að næsta ári verði mjög stórt hjá embættinu. Hann segir embættið þó stefna á að árið 2014 verði flest málin fullrannsökuð og þá fyrst sjái þeir fyrir endann á þessa mikla verki. Aðspurður sagðist Ólafur Þór finna fyrir pólitískum stuðningi. Þá sér hann fyrir sér að embættið, þar sem 90 manns vinna, gæti þurft að auka við sig starfsfólki þegar álagið verður hvað mest. „Það er gríðarlega oft sem manni hefur verið komið á óvart í þessu starfi," sagði Ólafur Þór síðan þegar hann lýsti reynslu sinni sem sérstakur saksóknari, en meðal þess sem kom fram í viðtalinu var að aðilar hefðu reynt að eyða gögnum og jafnvel falsað þau eftirá. Það skiptir þó engu, því Ólafur segist telja að embættið hafi náð öllum þeim gögnum sem það þurfti á að halda. Mest lesið Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar Innlent Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent „Þetta er bara ljótt“ Innlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Innlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Innlent Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Erlent „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Innlent Fleiri fréttir Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina Sjá meira
Ólafur Þór Hauksson, sérstakur saksóknari, segir úrræði embættisins um að notast við símhleranir hafa eyðilagst eftir að það komst í hámæli í fjölmiðlum. Það var innanríkisráðherra sem upplýsti Gunnar Braga Sveinsson um hleranir embættsins síðasta sumar. Þar kom fram að sérstakur saksóknari notaðist við símhlustun í 72 tilvikum árið 2009. Eftir það gat embættið ekki notast við símhlustun við rannsóknir sínar. Þetta kom meðal annars fram í viðtali Kastljós við Ólaf Þór. Þar var farið yfir víðan völl. Meðal annars var það upplýst að embætti sérstaks saksóknara rannsakar meint peningaþvætti innan bankanna. Þá kom einnig fram að rannsókn sé lokið á um tíu málum og fara þau senn til ákæruvaldsins. Þá er stefnt að því að rannsókn ljúki á þremur stærstu málum embættisins, sem varðar viðskiptabankanna þrjá sem féllu árið 2008. Alls hefur embætti sérstaks saksóknara 182 mál til rannsóknar. Þar af eru um 100 mál tengd hruninu. Öll málin eru nokkuð stór. En meint markaðsmisnotkun föllnu viðskiptabankanna eru langstærst að umfangi. Í einu málinu þurfti embættið að grisja í gegnum fimm milljónir tölvupósta. Þá upplýsti Ólafur Þór að embættið væri búið að fá rannsóknargögn afhent frá Lúxemborg úr fyrri húsleit sinni. Aftur á móti hefur embættið ekki fengið rannsóknargögn í hendurnar úr seinni húsleitinni. Að sögn Ólafs Þórs þá er ekki fyrirséð að embættið fái gögnin í hendurnar fyrr en í fyrsta lagi á næsta ári. Og embættið hefur sannarlega ekki setið auðum höndum. Þannig yfirheyrðu starfsmenn sérstaks saksóknara yfir 130 manns á sex dögum í rannsókn á einu máli. Sérstakur saksóknari áætlar að næsta ári verði mjög stórt hjá embættinu. Hann segir embættið þó stefna á að árið 2014 verði flest málin fullrannsökuð og þá fyrst sjái þeir fyrir endann á þessa mikla verki. Aðspurður sagðist Ólafur Þór finna fyrir pólitískum stuðningi. Þá sér hann fyrir sér að embættið, þar sem 90 manns vinna, gæti þurft að auka við sig starfsfólki þegar álagið verður hvað mest. „Það er gríðarlega oft sem manni hefur verið komið á óvart í þessu starfi," sagði Ólafur Þór síðan þegar hann lýsti reynslu sinni sem sérstakur saksóknari, en meðal þess sem kom fram í viðtalinu var að aðilar hefðu reynt að eyða gögnum og jafnvel falsað þau eftirá. Það skiptir þó engu, því Ólafur segist telja að embættið hafi náð öllum þeim gögnum sem það þurfti á að halda.
Mest lesið Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar Innlent Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent „Þetta er bara ljótt“ Innlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Innlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Innlent Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Erlent „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Innlent Fleiri fréttir Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina Sjá meira