Lífið

Sviðsljósið eyðilagði hjónabandið

þegar allt lék í lyndi Katie Price og Peter Andre á hjónabandsárunum.
þegar allt lék í lyndi Katie Price og Peter Andre á hjónabandsárunum.
Breska glamúrgellan Katie Price sér ekki eftir hjónabandi sínu með popparanum Peter Andre. Hún hefði engu að síður viljað að sviðsljósið hefði ekki beinst eins mikið að þeim og raun bar vitni.

Price og Andre gengu í hjónaband árið 2005. Þau komu fram í fjölda raunveruleikaþátta í sjónvarpinu og í alls kyns tímaritum. Sonur þeirra Junior sem er fimm ára og hin þriggja ára Princess voru oft með þeim í sviðsljósi fjölmiðlanna.

„Á þessum tíma var annað starfslið í kringum mig og allt snerist um myndatökur og sjónvarp,“ sagði hin 32 ára Price. „Núna er ég laus við það en þegar ég horfi aftur hugsa ég: „Var þetta raunverulegt samband þegar allt kemur til alls?“. Ég sé ekki eftir neinu en það er eitthvað rangt við að byggja samband á sjónvarpsþáttum og tímaritum,“ sagði hún.

Price og Andre skildu fyrir tveimur árum en skömmu síðar giftist hún bardagakappanum Alex Reid. Það hjónaband leystist upp í janúar síðastliðnum og síðan þá hefur hún átt í ástarsambandi með argentínsku fyrirsætunni Leandro Penna.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.